Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. ágúst 2025 12:20 Arnar Sigurðsson er eigandi Santewines SAS. Facebook Eigandi Sante býst við ákæru gegn sér vegna netverslun áfengis hvað úr hverju. Hann kveðst þó ekki hafa miklar áhyggjur vegna þessa og segir málið gjörunnið. Fjármála og efnahagsráðherra segir mikilvægast að fá skýringu á lögunum fyrir dómstólum. Greint var frá því í gær að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært framkvæmdastjóra Smáríkisins, sem rekur erlenda netsölu með áfengi, vegna meints brots á ákvæði áfengislaga um einkarétt ríkisins til sölu áfengis. Ákæran hefur verið í burðarliðnum í um fimm árum. Arnar Sigurðsson, eigandi Sante, sem sér um netverslun áfengis býst við ákæru gegn sér hvað úr hverju sem sé undarlegt. „Það eru yfirgnæfandi líkur að þessu verði annað hvort vísað frá, fyrir dómi, eða að sá sem er kærður sé sýknaður.“ Að hans mati sé það merki um togstreitu innan lögreglunnar að lögreglustjóri gefi út ákæru í málinu skömmu eftir að sviðstjóri ákærusviðs sagði það ekki liggja fyrir. „Það er augljóst að fólk er eitthvað ósátt eða stígur allavega ekki í takt þarna í þessu embætti.“ Hann biðlar til löggjafans og stjórnvalda að vinna í takt við neytendur sem hafi snúið baki við einokun ríkisins. „Þetta er náttúrulega alveg gjörunnið mál. Frelsið sigrar alltaf að lokum. Hins vegar væri ég alveg til í að verja mínum peningum í annað.“ Öllum í hag að fá niðurstöðu í þetta mál Daði Már Kristófersson, fjármála og efnahagsráðherra, segir mikilvægt að fá niðurstöðu dómstóla í málinu áður en nokkuð er aðhafst sem varðar netsölu áfengis. „Það er mjög mikilvægt að við fáum skýringu á því hvort þetta sé innan heimilda laganna og það á eftir að taka um það umræðu. Það fer þá í meðferð þingsins hvort ástæða sé til að breyta þeim.“ Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra Vísir/Ívar Fannar Þetta er einn af þeim málaflokkum sem að er mismunandi sjónarmið í mismunandi flokkum innan ríkisstjórnarinnar. Mikilvægast sé að fyrirtæki starfi eftir þeirri löggjöf sem sé við lýði. Er það óheppilegt ef að fyrirtæki eða framkvæmdastjóra verði mögulega fórnað á altari lögskýringarsjónarmiða? „Ég lít nú ekki þannig á. Þetta eru auðvitað ákvarðanir sem þessir aðilar hafa tekið og hljóta að hafa gert sér grein fyrir þeirri áhættu sem þeir hafa verið að taka. Ég ímynda mér að þeir séu jafn áfram með það að við fáum skýrt hvort að þetta rúmast innan núverandi löggjafar eða ekki.“ Áfengi Netverslun með áfengi Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira
Greint var frá því í gær að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært framkvæmdastjóra Smáríkisins, sem rekur erlenda netsölu með áfengi, vegna meints brots á ákvæði áfengislaga um einkarétt ríkisins til sölu áfengis. Ákæran hefur verið í burðarliðnum í um fimm árum. Arnar Sigurðsson, eigandi Sante, sem sér um netverslun áfengis býst við ákæru gegn sér hvað úr hverju sem sé undarlegt. „Það eru yfirgnæfandi líkur að þessu verði annað hvort vísað frá, fyrir dómi, eða að sá sem er kærður sé sýknaður.“ Að hans mati sé það merki um togstreitu innan lögreglunnar að lögreglustjóri gefi út ákæru í málinu skömmu eftir að sviðstjóri ákærusviðs sagði það ekki liggja fyrir. „Það er augljóst að fólk er eitthvað ósátt eða stígur allavega ekki í takt þarna í þessu embætti.“ Hann biðlar til löggjafans og stjórnvalda að vinna í takt við neytendur sem hafi snúið baki við einokun ríkisins. „Þetta er náttúrulega alveg gjörunnið mál. Frelsið sigrar alltaf að lokum. Hins vegar væri ég alveg til í að verja mínum peningum í annað.“ Öllum í hag að fá niðurstöðu í þetta mál Daði Már Kristófersson, fjármála og efnahagsráðherra, segir mikilvægt að fá niðurstöðu dómstóla í málinu áður en nokkuð er aðhafst sem varðar netsölu áfengis. „Það er mjög mikilvægt að við fáum skýringu á því hvort þetta sé innan heimilda laganna og það á eftir að taka um það umræðu. Það fer þá í meðferð þingsins hvort ástæða sé til að breyta þeim.“ Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra Vísir/Ívar Fannar Þetta er einn af þeim málaflokkum sem að er mismunandi sjónarmið í mismunandi flokkum innan ríkisstjórnarinnar. Mikilvægast sé að fyrirtæki starfi eftir þeirri löggjöf sem sé við lýði. Er það óheppilegt ef að fyrirtæki eða framkvæmdastjóra verði mögulega fórnað á altari lögskýringarsjónarmiða? „Ég lít nú ekki þannig á. Þetta eru auðvitað ákvarðanir sem þessir aðilar hafa tekið og hljóta að hafa gert sér grein fyrir þeirri áhættu sem þeir hafa verið að taka. Ég ímynda mér að þeir séu jafn áfram með það að við fáum skýrt hvort að þetta rúmast innan núverandi löggjafar eða ekki.“
Áfengi Netverslun með áfengi Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira