Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sindri Sverrisson skrifar 23. ágúst 2025 10:54 Elísa Kristinsdóttir fagnar eftir hlaupið magnaða í dag þegar hún kom langfyrst í mark í hálfmaraþoni Reykjavíkurmaraþonsins 2025. vísir/Viktor Hlaupakonan frábæra Elísa Kristinsdóttir vann afar öruggan sigur í hálfmaraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í dag og kveðst hafa náð algjörum draumatíma þrátt fyrir mikinn vind. Elísa bætti enn við rós í hnappagat sitt með mögnuðu hlaupi í dag er hún kom langfyrst kvenna í mark í hálfmaraþoninu á 01:18:32 klukkustund. Íris Anna Skúladóttir kom næst á 01:21:57 og Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir varð þriðja á 01:26:11, aðeins átta sekúndum á undan Hildi Aðalsteinsdóttur. „Mér líður bara furðuvel. Þetta var geggjað. Ég var að horfa á undir 1:20 og 1:18 var bara í draumi,“ sagði Elísa glöð eftir sigurinn í dag. Viðtalið við hana, strax eftir hlaup, má sjá hér að neðan. Elísa fékk, líkt og Dagur Benediktsson sem vann hálfmaraþon karla, góða hjálp við að verjast miklum vindi í hlaupinu: „Við vorum grúppa saman nær allan tímann. Það var bara síðustu fimm kílómetrana sem ég hljóp ein. Það var mjög þægilegt að skiptast á að skýla því það var mikill vindur í dag. Það var bara geggjað,“ sagði Elísa sem fann góðan tímapunkt til að stinga af: „Ég ákvað að taka sénsinn. Mér leið mjög vel og vissi að ég gæti keyrt mjög vel niður í móti. Ég átti mikið inni þannig að ég ákvað bara að kýla á það og sjá hvað ég gæti,“ sagði Elísa sem er ein af þeim sem hlupu til styrktar hinum 15 ára gamla Magnúsi Mána sem glímt hefur við afleiðingar skelfilegrar veirusýkingar: „Ég er að hlaupa fyrir frábært málefni í dag. Magnús Mána. Hann er hetja dagsins. Hann er algjörlega magnaður og þessi dagur er fyrir hann.“ Hægt er að horfa á beina útsendingu frá Reykjavíkurmaraþoninu í greininni hér að neðan. Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Dagur Benediktsson hljóp hraðast allra í æsispennandi hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í Reykjavík í dag. „Sæluvíma“ og „draumur“ sagði hann eftir komuna í mark. 23. ágúst 2025 10:31 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Dagskráin í dag: Man. Utd gegn Úlfunum og bikardráttur Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sjá meira
Elísa bætti enn við rós í hnappagat sitt með mögnuðu hlaupi í dag er hún kom langfyrst kvenna í mark í hálfmaraþoninu á 01:18:32 klukkustund. Íris Anna Skúladóttir kom næst á 01:21:57 og Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir varð þriðja á 01:26:11, aðeins átta sekúndum á undan Hildi Aðalsteinsdóttur. „Mér líður bara furðuvel. Þetta var geggjað. Ég var að horfa á undir 1:20 og 1:18 var bara í draumi,“ sagði Elísa glöð eftir sigurinn í dag. Viðtalið við hana, strax eftir hlaup, má sjá hér að neðan. Elísa fékk, líkt og Dagur Benediktsson sem vann hálfmaraþon karla, góða hjálp við að verjast miklum vindi í hlaupinu: „Við vorum grúppa saman nær allan tímann. Það var bara síðustu fimm kílómetrana sem ég hljóp ein. Það var mjög þægilegt að skiptast á að skýla því það var mikill vindur í dag. Það var bara geggjað,“ sagði Elísa sem fann góðan tímapunkt til að stinga af: „Ég ákvað að taka sénsinn. Mér leið mjög vel og vissi að ég gæti keyrt mjög vel niður í móti. Ég átti mikið inni þannig að ég ákvað bara að kýla á það og sjá hvað ég gæti,“ sagði Elísa sem er ein af þeim sem hlupu til styrktar hinum 15 ára gamla Magnúsi Mána sem glímt hefur við afleiðingar skelfilegrar veirusýkingar: „Ég er að hlaupa fyrir frábært málefni í dag. Magnús Mána. Hann er hetja dagsins. Hann er algjörlega magnaður og þessi dagur er fyrir hann.“ Hægt er að horfa á beina útsendingu frá Reykjavíkurmaraþoninu í greininni hér að neðan.
Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Dagur Benediktsson hljóp hraðast allra í æsispennandi hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í Reykjavík í dag. „Sæluvíma“ og „draumur“ sagði hann eftir komuna í mark. 23. ágúst 2025 10:31 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Dagskráin í dag: Man. Utd gegn Úlfunum og bikardráttur Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sjá meira
Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Dagur Benediktsson hljóp hraðast allra í æsispennandi hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í Reykjavík í dag. „Sæluvíma“ og „draumur“ sagði hann eftir komuna í mark. 23. ágúst 2025 10:31