Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sindri Sverrisson skrifar 23. ágúst 2025 10:31 Dagur Benediktsson vann hálfmaraþonið og var að sjálfsögðu í Vestratreyju eftir bikarmeistaratitilinn í gærkvöld. vísir/Viktor Dagur Benediktsson hljóp hraðast allra í æsispennandi hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í Reykjavík í dag. „Sæluvíma“ og „draumur“ sagði hann eftir komuna í mark. Keppnin er í beinni útsendingu á Vísi sem hægt er að fylgjast með í greininni hér að neðan. Fjórum sekúndum á undan og stefnir á ÓL Dagur náði að losa sig frá þéttum pakka hlaupara á síðustu metrunum og kom í mark á 01:12:52 klukkutíma, eða aðeins fjórum sekúndum á undan Daníel Ágústssyni. Jón Kristófer Sturluson, Tom Pavis og Kristján Svanur Eymundsson voru einnig afar skammt á eftir. „Þetta er bara sæluvíma. Svo langt fram fyrir úr markmiðunum sem ég hafði sett mér. Þetta er bara draumur,“ sagði Dagur sem er þekktari sem skíðagöngukappi en er greinilega margt til lista lagt. Hann hljóp til sigurs eins og sveitungar hans að vestan spiluðu til sigurs í Mjólkurbikarnum í fótbolta í gær, einmitt klæddur í Vestratreyju. Dagur segir skíðaæfingarnar hjálpa í hlaupunum: „Það fylgir þessu. Æfingarnar skila sér. Núna er bara stefnan sett á Ólympíuleikana. Það er bara næsta markmið og þetta er bara undirbúningur fyrir það,“ sagði Dagur kokhraustur. En hvað var hann að hugsa á þessum æsispennandi lokaspretti? „Þetta snýst svo mikið um hausinn. Ljúga að sjálfum sér eins mikið og maður getur. Eitt skref í viðbót. Ég gat eiginlega ekkert hugsað í lokin en hafði bara trú á að ég væri að fara frá honum í staðinn fyrir að hann væri að fara frá mér. Bara blekkja mig þannig síðustu tvo kílómetrana og það virkaði. Ég viðurkenni það alveg að ég var fyrir aftan hópinn í svona 15-16 kílómetra og það hjálpaði smá að hvíla sig í mótvindinum. Ég vissi að ég ætti smá inni í lokin og þetta er bara geðveikt sætt,“ sagði Dagur. Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Aldrei meiri aldursmunur Sjá meira
Keppnin er í beinni útsendingu á Vísi sem hægt er að fylgjast með í greininni hér að neðan. Fjórum sekúndum á undan og stefnir á ÓL Dagur náði að losa sig frá þéttum pakka hlaupara á síðustu metrunum og kom í mark á 01:12:52 klukkutíma, eða aðeins fjórum sekúndum á undan Daníel Ágústssyni. Jón Kristófer Sturluson, Tom Pavis og Kristján Svanur Eymundsson voru einnig afar skammt á eftir. „Þetta er bara sæluvíma. Svo langt fram fyrir úr markmiðunum sem ég hafði sett mér. Þetta er bara draumur,“ sagði Dagur sem er þekktari sem skíðagöngukappi en er greinilega margt til lista lagt. Hann hljóp til sigurs eins og sveitungar hans að vestan spiluðu til sigurs í Mjólkurbikarnum í fótbolta í gær, einmitt klæddur í Vestratreyju. Dagur segir skíðaæfingarnar hjálpa í hlaupunum: „Það fylgir þessu. Æfingarnar skila sér. Núna er bara stefnan sett á Ólympíuleikana. Það er bara næsta markmið og þetta er bara undirbúningur fyrir það,“ sagði Dagur kokhraustur. En hvað var hann að hugsa á þessum æsispennandi lokaspretti? „Þetta snýst svo mikið um hausinn. Ljúga að sjálfum sér eins mikið og maður getur. Eitt skref í viðbót. Ég gat eiginlega ekkert hugsað í lokin en hafði bara trú á að ég væri að fara frá honum í staðinn fyrir að hann væri að fara frá mér. Bara blekkja mig þannig síðustu tvo kílómetrana og það virkaði. Ég viðurkenni það alveg að ég var fyrir aftan hópinn í svona 15-16 kílómetra og það hjálpaði smá að hvíla sig í mótvindinum. Ég vissi að ég ætti smá inni í lokin og þetta er bara geðveikt sætt,“ sagði Dagur.
Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Aldrei meiri aldursmunur Sjá meira