„Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2025 10:02 Alexander Isak fagnaði sigri í deildabikarnum með Newcastle á síðustu leiktíð. EPA/ADAM VAUGHAN Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, harmar þann farveg sem mál Alexanders Isak er komið í en segir að allir í liðinu myndu fagna því ef hann kæmi inn að nýju. Hann verður hins vegar ekki í hópnum gegn Liverpool á mánudagskvöld enda talið líklegast að hann endi hjá Liverpool fyrir lok félagaskiptagluggans 1. september. Howe sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag og að sjálfsögðu snerust langflestar spurningarnar um markahrókinn Isak sem Howe kvaðst þó ekki hafa séð alla vikuna. Mál hans er orðið nokkuð ljótt en Isak sendi frá sér yfirlýsingu í vikunni þar sem hann sagði Newcastle hafa svikið loforð en félagið hafnaði því og sagði forsendur fyrir sölu ekki fyrir hendi. Á meðan að ekkert virðist þokast, hvorki í viðræðum um kaupverð né í leit Newcastle að framherjum í stað Isaks, hefur Svíinn æft einn síns liðs. „Auðvitað vil ég hafa hann. Hann er samningsbundinn okkur og er okkar leikmaður. Ég vildi óska þess að hann yrði með okkur á mánudagskvöld en það verður hann ekki og það er svekkjandi. En ég vil 100% sjá hann aftur í Newcastle-treyjunni,“ sagði Howe á blaðamannafundi í dag. Aðspurður hvernig öðrum leikmönnum liði með þetta svaraði hann: „Ég hef engar efasemdir um það hvernig leikmönnum líður með þetta. Þeim líður eins og mér. Alex er stórkostlegur leikmaður, hann er góð manneskja, góður karakter og góður strákur. Ef Alex myndi vilja koma aftur og spila með okkur þá myndu leikmennirnir taka honum fagnandi.“ "My wish is that he’d be playing with us on Monday night, but he won’t be and that’s regrettable right now."Eddie Howe says he wants to see Alexander Isak back in a Newcastle shirt. pic.twitter.com/nlDBG0Jozy— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 22, 2025 Stjórinn fullyrti að hann hefði ekki hugmynd um hvað myndi gerast en sagði um algjöra tapstöðu að ræða, eftir yfirlýsingar Isaks og Newcastle í vikunni. „Þetta er algjör tapstaða [e. lose-lose situation]. Ég sé ekki hvernig við getum komið út úr þessu sem sigurvegarar.“ Howe virtist hins vegar enn vilja halda dyrunum opnum fyrir þeim möguleika að Isak spili með Newcastle í vetur: „Auðvitað eru þetta ekki kjöraðstæður þegar maður er að tala við fjölmiðla. En um leið og ég fer héðan er ég byrjaður að vinna með liðinu aftur og starfið breytist ekkert. Þetta lítur bara allt öðruvísi út, út á við. Ég hef ekkert séð hann í þessari viku en þegar við hittumst þá tala ég bara venjulega við hann. Það eru engin vandamál þar. Auðvitað er þetta erfitt mál fyrir báða aðila og engar kjöraðstæður,“ sagði Howe og sagði stuðningsmenn einnig geta fyrirgefið Isak: „Já, ég trúi því. Stuðningsmenn munu alltaf bregðast við út frá því hvernig leikmenn spila og hvað þeir færa liðinu. Það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum.“ Enski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira
Howe sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag og að sjálfsögðu snerust langflestar spurningarnar um markahrókinn Isak sem Howe kvaðst þó ekki hafa séð alla vikuna. Mál hans er orðið nokkuð ljótt en Isak sendi frá sér yfirlýsingu í vikunni þar sem hann sagði Newcastle hafa svikið loforð en félagið hafnaði því og sagði forsendur fyrir sölu ekki fyrir hendi. Á meðan að ekkert virðist þokast, hvorki í viðræðum um kaupverð né í leit Newcastle að framherjum í stað Isaks, hefur Svíinn æft einn síns liðs. „Auðvitað vil ég hafa hann. Hann er samningsbundinn okkur og er okkar leikmaður. Ég vildi óska þess að hann yrði með okkur á mánudagskvöld en það verður hann ekki og það er svekkjandi. En ég vil 100% sjá hann aftur í Newcastle-treyjunni,“ sagði Howe á blaðamannafundi í dag. Aðspurður hvernig öðrum leikmönnum liði með þetta svaraði hann: „Ég hef engar efasemdir um það hvernig leikmönnum líður með þetta. Þeim líður eins og mér. Alex er stórkostlegur leikmaður, hann er góð manneskja, góður karakter og góður strákur. Ef Alex myndi vilja koma aftur og spila með okkur þá myndu leikmennirnir taka honum fagnandi.“ "My wish is that he’d be playing with us on Monday night, but he won’t be and that’s regrettable right now."Eddie Howe says he wants to see Alexander Isak back in a Newcastle shirt. pic.twitter.com/nlDBG0Jozy— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 22, 2025 Stjórinn fullyrti að hann hefði ekki hugmynd um hvað myndi gerast en sagði um algjöra tapstöðu að ræða, eftir yfirlýsingar Isaks og Newcastle í vikunni. „Þetta er algjör tapstaða [e. lose-lose situation]. Ég sé ekki hvernig við getum komið út úr þessu sem sigurvegarar.“ Howe virtist hins vegar enn vilja halda dyrunum opnum fyrir þeim möguleika að Isak spili með Newcastle í vetur: „Auðvitað eru þetta ekki kjöraðstæður þegar maður er að tala við fjölmiðla. En um leið og ég fer héðan er ég byrjaður að vinna með liðinu aftur og starfið breytist ekkert. Þetta lítur bara allt öðruvísi út, út á við. Ég hef ekkert séð hann í þessari viku en þegar við hittumst þá tala ég bara venjulega við hann. Það eru engin vandamál þar. Auðvitað er þetta erfitt mál fyrir báða aðila og engar kjöraðstæður,“ sagði Howe og sagði stuðningsmenn einnig geta fyrirgefið Isak: „Já, ég trúi því. Stuðningsmenn munu alltaf bregðast við út frá því hvernig leikmenn spila og hvað þeir færa liðinu. Það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum.“
Enski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira