Ný dýrasta knattspyrnukona heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2025 18:02 Lizbeth Ovalle var mjög sigursæl með Tigres UANL og hér er hún með einn af mörgum bikurum sem hún vann með félaginu. EPA/MIGUEL SIERRA Olivia Smith er ekki lengur dýrasta knattspyrnukona heims. Metið hefur skipt ört um hendur síðustu misseri og nú er það komið í hendurnar á mexíkóskri landsliðskonu aðeins mánuði eftir að Smith eignaðist það. Bandaríska félagið Orlando Pride er að gera Lizbeth Ovalle að dýrustu knattspyrnukonu heims með því að kaupa hana frá Femenil Tigres í Mexikó fyrir 1,5 milljónir Bandaríkjadala. Orðrómur var uppi að hún kostaði tvær milljónir dala en samkvæmt heimildum ESPN er upphæðin aðeins lægri en það. Smith kostaði Arsenal 1,3 milljónir dala þegar Evrópumeistararnir keyptu hana frá Liverpool í síðasta mánuði og Chelsea keypti bandaríska varnarmanninn Naomi Girma fyir 1,1 milljón dala í janúar. Heimsmetið er því að falla í þriðja sinn á þessu ári. Ovalle er 25 ára gömul og spilar sem vængmaður. Hún hefur skorað 136 mörk og gefið 107 stoðsendingar í 294 leikjum fyrir Tigres liðið síðan hún spilaði sinn fyrsta leik árið 2017. The world transfer record in women's football is set to be shattered again 💥💸Mexican Lizbeth Ovalle will sign for Orlando Pride from Tigres for a reported $1.5 million ✍️Here's what she's capable of 👇🤯pic.twitter.com/AqhgUg3Biz— DW Sports (@dw_sports) August 20, 2025 Hún vakti heimsathygli í mars fyrir að skora magnað mark þegar hún tók boltann viðstöðulaust á lofti með hælnum. Markið má sjá hér fyrir ofan. Það var eins og Ovalle hafi þarna sameinað alla erfiðustu aðferðirnar til að skora fótboltamark. Hefði þetta verið fimleikaæfing þá hefði erfiðleikastuðullinn líklegast sprengt alla skala. Ovalle skoraði nefnilega með því að taka boltann viðstöðulaust á lofti, hún snéri öfugt og skoraði með því að skjóta aftur fyrir sig og með því að skora með hælnum. Þetta væri vanalega kallað sporðdrekaspark en hún snéri samt öfugt og tókst einhvern veginn að fleyta boltanum í fjærhornið með einhverskonar karatesparki. The record transfer fee for a women's football player is about to be broken for the third time in 2025.The Orlando Pride are set to pay $1.5 million for Mexican international Lizbeth Ovalle.The record has nearly doubled over the course of 2025. pic.twitter.com/Aq0zOJGJUf— Dylan Dittrich (@DylanDittrich) August 20, 2025 Það er ekkert skrýtið að mönnum skorti lýsingarorðin en hún sjálf talaði um að kalla þetta La gamba eða rækjuna. Ovalle verður með þessu fyrsti leikmaðurinn frá Mexíkó, karl eða kona, til að halda titlinum sem sá dýrasti í heimi. Femenil Tigres fær líka ekki aðeins þessar 186 milljónir íslenskra króna því mexíkóska félagið tryggði sér einnig tíu prósent af framtíðarsölu á Ovalle. Ovalle hefur sex sinnum orðið meistari í Mexíkó og var valin í úrvalslið Gullbikarsins í sumar þar sem hún spilaði mjög vel með landsliðinu. Nú ætlar hún að reyna sig í bandarísku atvinnumannadeildinni og þar verður pressa á henni frá fyrsta leik. Bienvenida a Orlando ✨ The Orlando Pride have signed Mexican forward Jacquie Ovalle to a world-record deal through 2027, with a mutual option for 2028.READ MORE: https://t.co/4jcWiHmngN pic.twitter.com/302FKwres6— Orlando Pride (@ORLPride) August 21, 2025 Bandaríski fótboltinn Mexíkó Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Cristiano Ronaldo fær að hitta Donald Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Sjá meira
Bandaríska félagið Orlando Pride er að gera Lizbeth Ovalle að dýrustu knattspyrnukonu heims með því að kaupa hana frá Femenil Tigres í Mexikó fyrir 1,5 milljónir Bandaríkjadala. Orðrómur var uppi að hún kostaði tvær milljónir dala en samkvæmt heimildum ESPN er upphæðin aðeins lægri en það. Smith kostaði Arsenal 1,3 milljónir dala þegar Evrópumeistararnir keyptu hana frá Liverpool í síðasta mánuði og Chelsea keypti bandaríska varnarmanninn Naomi Girma fyir 1,1 milljón dala í janúar. Heimsmetið er því að falla í þriðja sinn á þessu ári. Ovalle er 25 ára gömul og spilar sem vængmaður. Hún hefur skorað 136 mörk og gefið 107 stoðsendingar í 294 leikjum fyrir Tigres liðið síðan hún spilaði sinn fyrsta leik árið 2017. The world transfer record in women's football is set to be shattered again 💥💸Mexican Lizbeth Ovalle will sign for Orlando Pride from Tigres for a reported $1.5 million ✍️Here's what she's capable of 👇🤯pic.twitter.com/AqhgUg3Biz— DW Sports (@dw_sports) August 20, 2025 Hún vakti heimsathygli í mars fyrir að skora magnað mark þegar hún tók boltann viðstöðulaust á lofti með hælnum. Markið má sjá hér fyrir ofan. Það var eins og Ovalle hafi þarna sameinað alla erfiðustu aðferðirnar til að skora fótboltamark. Hefði þetta verið fimleikaæfing þá hefði erfiðleikastuðullinn líklegast sprengt alla skala. Ovalle skoraði nefnilega með því að taka boltann viðstöðulaust á lofti, hún snéri öfugt og skoraði með því að skjóta aftur fyrir sig og með því að skora með hælnum. Þetta væri vanalega kallað sporðdrekaspark en hún snéri samt öfugt og tókst einhvern veginn að fleyta boltanum í fjærhornið með einhverskonar karatesparki. The record transfer fee for a women's football player is about to be broken for the third time in 2025.The Orlando Pride are set to pay $1.5 million for Mexican international Lizbeth Ovalle.The record has nearly doubled over the course of 2025. pic.twitter.com/Aq0zOJGJUf— Dylan Dittrich (@DylanDittrich) August 20, 2025 Það er ekkert skrýtið að mönnum skorti lýsingarorðin en hún sjálf talaði um að kalla þetta La gamba eða rækjuna. Ovalle verður með þessu fyrsti leikmaðurinn frá Mexíkó, karl eða kona, til að halda titlinum sem sá dýrasti í heimi. Femenil Tigres fær líka ekki aðeins þessar 186 milljónir íslenskra króna því mexíkóska félagið tryggði sér einnig tíu prósent af framtíðarsölu á Ovalle. Ovalle hefur sex sinnum orðið meistari í Mexíkó og var valin í úrvalslið Gullbikarsins í sumar þar sem hún spilaði mjög vel með landsliðinu. Nú ætlar hún að reyna sig í bandarísku atvinnumannadeildinni og þar verður pressa á henni frá fyrsta leik. Bienvenida a Orlando ✨ The Orlando Pride have signed Mexican forward Jacquie Ovalle to a world-record deal through 2027, with a mutual option for 2028.READ MORE: https://t.co/4jcWiHmngN pic.twitter.com/302FKwres6— Orlando Pride (@ORLPride) August 21, 2025
Bandaríski fótboltinn Mexíkó Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Cristiano Ronaldo fær að hitta Donald Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Sjá meira