Innlent

Helmingur lands­manna á­nægður með störf Höllu

Agnar Már Másson skrifar
Forsetahjónin Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason.
Forsetahjónin Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason. Vísir/Vilhelm

Rétt rúmur helmingur landmanna er ánægður með störf Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands. Ánægja með störf hennar hefur aukist lítillega frá því að hún tók við. Óánægja með störf hennar eykst þó einnig.

Í nýjum niðurstöðum frá Maskínu má sjá að fleiri landsmenn séu farnir að mynda sér skoðun á forsetanum sem tók við fyrir rétt rúmu ári. Ánægja með störf hennar og óánægja með störf hennar hafa aukist á síðasta ári.

Úr könnun Maskínu.Aðsent

Nú segjast 52 prósent þátttakenda vera ánægð með störf Höllu, en aðeins 45 prósent voru ánægð með hennar störf samkvæmt könnun sem gerð var fyrir rúmu ári.

Á sama tíma hefur hlutfall þeirra sem segjast óánægðir í garð hennar starfa einnig aukist úr 10 prósentum á þriðja ársfjórðungi 2024 upp í 14 prósent í dag. Mestrar ánægju gætir meðal kvenna (63 prósent) og íbúa á Austurlandi (65 prósent).

Úr könnun Maskínu.Aðsent

Á sama tíma hefur hlutfall þeirra sem segjast óánægðir í garð hennar starfa einnig aukist úr 10 prósentum á þriðja ársfjórðungi 2024 upp í 14 prósent í dag. Mestrar ánægju gætir meðal kvenna (63 prósent) og íbúa á Austurlandi (65 prósent).

Þá virðist hún einnig vinsælust meðal kjósenda Flokks fólksins, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks. Mestrar óánægju gætir meðal Framsóknarmanna og Vinstri grænna.

Forveri hennar, Guðni Th., mældist hæst með 81 prósenta hlutfall ánægðra þegar mest lét.

Könnunin fór fram 7. til 12. ágúst og voru svarendur 1.038 talsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×