Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. ágúst 2025 15:04 Stór ökutæki eru á bílastæði Ástjarnarkirkju. Ástjarnarkirkja Bílastæðið við Ástjarnarkirkju hefur verið tekið yfir af stórum atvinnutækum sem leggja yfir þvert bílastæðið. Prestur í kirkjunni segir slíkt ekki gerast oft. Bílastæði kirkjunnar er ekki það eina þar sem fullt er af ökutækjum. „Við í Ástjarnarkirkju erum öll af vilja gerð til að vera fólki að liði. Oft - og eiginlega oftast horfum við í gegnum fingur okkar með það þegar bílastæðin við kirkjuna fyllast af bílum af ýmsum stærðum og gerðum - öndum með nefinu og bíðum eftir að þeir verði færðir svo fólk sem kemur í kirkjuna geti lagt bílunum sínum við kirkjuna,“ skrifar Arnór Bjarki Blomsterberg, prestur í Ástjarnarkirkju, á Facebook. Í færslunni biður hann þá sem eiga umrædd ökutæki að finna önnur bílastæði. Það sé leiðinlegt að fólk sem sæki kirkjuna fái ekki stæði. „Þetta er ekki algengt og við höfum yfirleitt horft í gegnum fingur okkar,“ segir Arnór í samtali við fréttastofu. Hann þurfi nokkrum sinnum á ári að birta slíkar færslur í hóp íbúa í Hafnarfirði á Facebook, aðallega þegar viðburðir eru fram undan. Hann segist þó skilja ökumenn farartækjanna sem leggi á bílastæði kirkjunnar. Þeir keyri stór ökutæki sem almennt sé erfitt að finna stæði fyrir. Þá sé kirkjan ef til vill nær heimilum viðkomandi og því freistandi að leggja nær heimilum þeirra. Arnór Bjarki segir ökumennina alltaf hafa brugðist vel við og fært bílana samstundis. Hann segir í færslunni að hann vonist til að allir bílarnir verði farnir fyrir morgundaginn. Ferðavagnar taka yfir bílastæði grunnskóla Bílastæði Ástjarnarkirkju er ekki það eina á höfuðborgarsvæðinu sem á í slíkum vanda. Í færslu á Facebook-síðu Garðabæjar biðja bæjaryfirvöld íbúa um að sækja ferðavagna sem geymdir eru á skólalóðum grunnskólanna. „Það er enn fullt af ferðavögnum við grunnskóla bæjarins, sérstaklega við Sjálandsskóla,“ segir í færslunni. Skólastarf hefst á morgun og þurfi starfsfólk og nemendur greitt aðgengi að skólanum og bílastæði hans. „Göngum í málið og sækjum tækin strax í dag.“ Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði og Kópavogi hafa áður boðið íbúum að geyma hjól- og fellihýsi á svæðum í eigu sveitarfélaganna. Í svari við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur, þáverandi áherynarfulltrúa í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar frá árinu 2022 sagði að ekki væri á dagskrá að útvega eigendum hjól- og fellihýsa sérstakt geymslupláss yfir sumartímann. Sjá nánar: Ekki á dagskrá að sjá hjól- og fellihýsaeigendum fyrir geymsluplássi á sumrin Hafnarfjörður Garðabær Bílastæði Bílar Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
„Við í Ástjarnarkirkju erum öll af vilja gerð til að vera fólki að liði. Oft - og eiginlega oftast horfum við í gegnum fingur okkar með það þegar bílastæðin við kirkjuna fyllast af bílum af ýmsum stærðum og gerðum - öndum með nefinu og bíðum eftir að þeir verði færðir svo fólk sem kemur í kirkjuna geti lagt bílunum sínum við kirkjuna,“ skrifar Arnór Bjarki Blomsterberg, prestur í Ástjarnarkirkju, á Facebook. Í færslunni biður hann þá sem eiga umrædd ökutæki að finna önnur bílastæði. Það sé leiðinlegt að fólk sem sæki kirkjuna fái ekki stæði. „Þetta er ekki algengt og við höfum yfirleitt horft í gegnum fingur okkar,“ segir Arnór í samtali við fréttastofu. Hann þurfi nokkrum sinnum á ári að birta slíkar færslur í hóp íbúa í Hafnarfirði á Facebook, aðallega þegar viðburðir eru fram undan. Hann segist þó skilja ökumenn farartækjanna sem leggi á bílastæði kirkjunnar. Þeir keyri stór ökutæki sem almennt sé erfitt að finna stæði fyrir. Þá sé kirkjan ef til vill nær heimilum viðkomandi og því freistandi að leggja nær heimilum þeirra. Arnór Bjarki segir ökumennina alltaf hafa brugðist vel við og fært bílana samstundis. Hann segir í færslunni að hann vonist til að allir bílarnir verði farnir fyrir morgundaginn. Ferðavagnar taka yfir bílastæði grunnskóla Bílastæði Ástjarnarkirkju er ekki það eina á höfuðborgarsvæðinu sem á í slíkum vanda. Í færslu á Facebook-síðu Garðabæjar biðja bæjaryfirvöld íbúa um að sækja ferðavagna sem geymdir eru á skólalóðum grunnskólanna. „Það er enn fullt af ferðavögnum við grunnskóla bæjarins, sérstaklega við Sjálandsskóla,“ segir í færslunni. Skólastarf hefst á morgun og þurfi starfsfólk og nemendur greitt aðgengi að skólanum og bílastæði hans. „Göngum í málið og sækjum tækin strax í dag.“ Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði og Kópavogi hafa áður boðið íbúum að geyma hjól- og fellihýsi á svæðum í eigu sveitarfélaganna. Í svari við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur, þáverandi áherynarfulltrúa í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar frá árinu 2022 sagði að ekki væri á dagskrá að útvega eigendum hjól- og fellihýsa sérstakt geymslupláss yfir sumartímann. Sjá nánar: Ekki á dagskrá að sjá hjól- og fellihýsaeigendum fyrir geymsluplássi á sumrin
Hafnarfjörður Garðabær Bílastæði Bílar Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira