Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. ágúst 2025 17:02 Óttar Kolbeinsson er ekki par sáttur með afmæliskveðjur á ensku. Hann vill hafa þær á íslensku. Vísir/Vilhelm/Getty Óttar Kolbeinsson Proppé, verkefnastjóri hjá Almannarómi og fyrrverandi fréttamaður, þakkar vinum sínum fyrir afmæliskveðjurnar í tilefni 27 ára afmælis hans í síðustu viku en skammar um leið þá vini sína sem sendu honum kveðju á ensku. „Thank you all for the birthday wishes! vill Facebook eflaust að ég segi við ykkur en hér koma síðbúnar þakkir fyrir afmæliskveðjurnar í síðustu viku!“ skrifar Óttar í Facebook-færslu sem hann birti síðdegis í dag. „Ykkur sem lögðuð í þá miklu vinnu að skrifa sjálf færslu til mín á íslensku færi ég innilegri þakkir en hinum sem tókuð þegjandi og hljóðalaust við tillögum Facebook um kveðju til mín á ensku. Það gladdi mig mjög að fá tilkynningar um kveðjur frá ykkur á afmælisdaginn en pirraði mig einnig ósegjanlega þegar ég sá að þær væru á ensku!“ skrifar hann jafnframt. „Ég bið ekki um annað en örlítinn metnað“ Óttar segist hafa talið um tuttugu afmæliskveðjur á ensku frá íslenskum vinum sínum, þar á meðal „áhrifafólki í samfélaginu“. „Ég bið ekki um annað en örlítinn metnað fyrir móðurmálið, sem stendur um þessar mundir í harðri baráttu fyrir tilvist sinni. Hættum Happy birthday á Facebook,“ skrifar hann svo. Þá segir hann að 28. aldursárið hafi hafist með langvinnri flensu sem hann sé að stíga upp úr í dag. „Vonandi ekki til vitnis um það sem koma skal á þessu hættulega ári í lífi ungra karlmanna. Fall er fararheill!“ Facebook Tengdar fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, segir Ríkisútvarpið ekki bara grafa undan íslenskunni heldur einnig undan eigin tilvist með því að birta auglýsingu Sýnar. 17. ágúst 2025 23:31 Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Skiptar skoðanir eru um ákvörðun Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, að tala um Frans páfa sem Pope Francis. Meirihluti þeirra sem tjá sig virðist líta á enskunotkunina sem óboðlega. Aðrir telja fjaðrafokið til marks um hneykslunargirni ákveðins hóps. 21. apríl 2025 23:26 Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Lífið Fleiri fréttir Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Thank you all for the birthday wishes! vill Facebook eflaust að ég segi við ykkur en hér koma síðbúnar þakkir fyrir afmæliskveðjurnar í síðustu viku!“ skrifar Óttar í Facebook-færslu sem hann birti síðdegis í dag. „Ykkur sem lögðuð í þá miklu vinnu að skrifa sjálf færslu til mín á íslensku færi ég innilegri þakkir en hinum sem tókuð þegjandi og hljóðalaust við tillögum Facebook um kveðju til mín á ensku. Það gladdi mig mjög að fá tilkynningar um kveðjur frá ykkur á afmælisdaginn en pirraði mig einnig ósegjanlega þegar ég sá að þær væru á ensku!“ skrifar hann jafnframt. „Ég bið ekki um annað en örlítinn metnað“ Óttar segist hafa talið um tuttugu afmæliskveðjur á ensku frá íslenskum vinum sínum, þar á meðal „áhrifafólki í samfélaginu“. „Ég bið ekki um annað en örlítinn metnað fyrir móðurmálið, sem stendur um þessar mundir í harðri baráttu fyrir tilvist sinni. Hættum Happy birthday á Facebook,“ skrifar hann svo. Þá segir hann að 28. aldursárið hafi hafist með langvinnri flensu sem hann sé að stíga upp úr í dag. „Vonandi ekki til vitnis um það sem koma skal á þessu hættulega ári í lífi ungra karlmanna. Fall er fararheill!“
Facebook Tengdar fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, segir Ríkisútvarpið ekki bara grafa undan íslenskunni heldur einnig undan eigin tilvist með því að birta auglýsingu Sýnar. 17. ágúst 2025 23:31 Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Skiptar skoðanir eru um ákvörðun Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, að tala um Frans páfa sem Pope Francis. Meirihluti þeirra sem tjá sig virðist líta á enskunotkunina sem óboðlega. Aðrir telja fjaðrafokið til marks um hneykslunargirni ákveðins hóps. 21. apríl 2025 23:26 Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Lífið Fleiri fréttir Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, segir Ríkisútvarpið ekki bara grafa undan íslenskunni heldur einnig undan eigin tilvist með því að birta auglýsingu Sýnar. 17. ágúst 2025 23:31
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Skiptar skoðanir eru um ákvörðun Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, að tala um Frans páfa sem Pope Francis. Meirihluti þeirra sem tjá sig virðist líta á enskunotkunina sem óboðlega. Aðrir telja fjaðrafokið til marks um hneykslunargirni ákveðins hóps. 21. apríl 2025 23:26
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning