Menning

Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Óttar Kolbeinsson er ekki par sáttur með afmæliskveðjur á ensku. Hann vill hafa þær á íslensku.
Óttar Kolbeinsson er ekki par sáttur með afmæliskveðjur á ensku. Hann vill hafa þær á íslensku. Vísir/Vilhelm/Getty

Óttar Kolbeinsson Proppé, verkefnastjóri hjá Almannarómi og fyrrverandi fréttamaður, þakkar vinum sínum fyrir afmæliskveðjurnar í tilefni 27 ára afmælis hans í síðustu viku en skammar um leið þá vini sína sem sendu honum kveðju á ensku.

„Thank you all for the birthday wishes! vill Facebook eflaust að ég segi við ykkur en hér koma síðbúnar þakkir fyrir afmæliskveðjurnar í síðustu viku!“ skrifar Óttar í Facebook-færslu sem hann birti síðdegis í dag.

„Ykkur sem lögðuð í þá miklu vinnu að skrifa sjálf færslu til mín á íslensku færi ég innilegri þakkir en hinum sem tókuð þegjandi og hljóðalaust við tillögum Facebook um kveðju til mín á ensku. Það gladdi mig mjög að fá tilkynningar um kveðjur frá ykkur á afmælisdaginn en pirraði mig einnig ósegjanlega þegar ég sá að þær væru á ensku!“ skrifar hann jafnframt.

„Ég bið ekki um annað en örlítinn metnað“

Óttar segist hafa talið um tuttugu afmæliskveðjur á ensku frá íslenskum vinum sínum, þar á meðal „áhrifafólki í samfélaginu“. 

„Ég bið ekki um annað en örlítinn metnað fyrir móðurmálið, sem stendur um þessar mundir í harðri baráttu fyrir tilvist sinni. Hættum Happy birthday á Facebook,“ skrifar hann svo.

Þá segir hann að 28. aldursárið hafi hafist með langvinnri flensu sem hann sé að stíga upp úr í dag. 

„Vonandi ekki til vitnis um það sem koma skal á þessu hættulega ári í lífi ungra karlmanna. Fall er fararheill!“


Tengdar fréttir

RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, segir Ríkisútvarpið ekki bara grafa undan íslenskunni heldur einnig undan eigin tilvist með því að birta auglýsingu Sýnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.