Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Kjartan Kjartansson skrifar 19. ágúst 2025 13:24 Eemeli Peltonen var á sínu fyrsta kjörtímabili sem þingmaður finnskra jafnaðarmanna þegar hann lést skyndilega. Af vefsíðu Emeeli Peltonen Þingmaður Jafnaðarmannaflokksins lést í finnska þinghúsinu í Helsinki í dag. Finnskir fjölmiðlar segja að þingmaðurinn hafi svipt sig lífi. Forsætisráðherrann segir fréttirnar sláandi. Eemeli Peltonen, þingmaður Jafnaðarmannaflokksins, var þrítugur þegar hann lést. Finnska ríkisútvarpið segir að lögregla hafi verið kölluð til klukkan 11:06 að staðartíma, klukkan 8:06 að íslenskum tíma. Lögregla segir dauðsfallið til rannsóknar en ekki leiki grunur á að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Götublaðið Iltalehti fullyrðir að Peltonen hafi svipt sig lífi í þinghúsinu. Aaro Toivonen, yfirmaður öryggismála finnska þingsins, segir ríkisútvarpinu að hann neiti þeim fréttum ekki. Þingið er í sumarfríi eins og stendur. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fó lki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og símann hjá Pieta-samtökunum, 552-2218, sem er opinn allan sólarhringinn. Petteri Orpo, forsætisráðherra, staðfesti andlát Peltoen þegar hann ræddi við blaðamenn í Kajaani í miðju Finnlandi þar sem þinghópur hans er saman kominn til árlega fundarhalda. „Fyrir nokkru fengum við virkilega sláandi fréttir af þingi, sameiginlegum vinnustað okkar. Einn starfsbræðra okkar lést í húsakynnum þingsins. Þetta eru mjög sorglegar fréttir,“ sagði Orpo sem sendi fjölskyldu Peltonen og starfsfélögum samúðarkveðjur. Peltonen er sagður hafa glímt við veikindi og verið í veikindaleyfi frá því í lok vors. Hann sagði sjálfur frá því á samfélagsmiðli í júní að hann væri nýrnaveikur. Sanna Marin, fyrrverandi leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins og forsætisráðherra, vottaði Peltonen virðingu sína á samfélagsmiðlinum Instagram. „Ég man etir þér fyrir mörgum árum frá því að við vorum saman í ungliðahreyfingunni og flokknum. Ég vildi að þú værir enn með okkur. Líf þitt endaði of fljótt,“ skrifaði Marin til Peltonen. Finnland Andlát Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Eemeli Peltonen, þingmaður Jafnaðarmannaflokksins, var þrítugur þegar hann lést. Finnska ríkisútvarpið segir að lögregla hafi verið kölluð til klukkan 11:06 að staðartíma, klukkan 8:06 að íslenskum tíma. Lögregla segir dauðsfallið til rannsóknar en ekki leiki grunur á að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Götublaðið Iltalehti fullyrðir að Peltonen hafi svipt sig lífi í þinghúsinu. Aaro Toivonen, yfirmaður öryggismála finnska þingsins, segir ríkisútvarpinu að hann neiti þeim fréttum ekki. Þingið er í sumarfríi eins og stendur. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fó lki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og símann hjá Pieta-samtökunum, 552-2218, sem er opinn allan sólarhringinn. Petteri Orpo, forsætisráðherra, staðfesti andlát Peltoen þegar hann ræddi við blaðamenn í Kajaani í miðju Finnlandi þar sem þinghópur hans er saman kominn til árlega fundarhalda. „Fyrir nokkru fengum við virkilega sláandi fréttir af þingi, sameiginlegum vinnustað okkar. Einn starfsbræðra okkar lést í húsakynnum þingsins. Þetta eru mjög sorglegar fréttir,“ sagði Orpo sem sendi fjölskyldu Peltonen og starfsfélögum samúðarkveðjur. Peltonen er sagður hafa glímt við veikindi og verið í veikindaleyfi frá því í lok vors. Hann sagði sjálfur frá því á samfélagsmiðli í júní að hann væri nýrnaveikur. Sanna Marin, fyrrverandi leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins og forsætisráðherra, vottaði Peltonen virðingu sína á samfélagsmiðlinum Instagram. „Ég man etir þér fyrir mörgum árum frá því að við vorum saman í ungliðahreyfingunni og flokknum. Ég vildi að þú værir enn með okkur. Líf þitt endaði of fljótt,“ skrifaði Marin til Peltonen.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fó lki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og símann hjá Pieta-samtökunum, 552-2218, sem er opinn allan sólarhringinn.
Finnland Andlát Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira