Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Lovísa Arnardóttir skrifar 19. ágúst 2025 10:03 Flutningurinn tekur um tvo daga. Vísir/Getty Flutningar hófust í dag á einni frægustu kirkju Svíþjóðar. Flytja á kirkjuna um fimm kílómetra í nýjan miðbæ bæjarins Kiruna vegna stækkunar járngrýtisnámu undir bænum. Um sex þúsund íbúar þurfa að flytja heimili sitt vegna stækkunar námunnar. Stór hluti þeirra er þegar fluttur en áætlað er að flutningum og byggingu nýja bæjarins verði lokið 2032. Kirkjan er 113 ára gömul og er um 672 tonn. Hún er 40 metrar á hæð Hún hefur oft verið kosin fallegasta bygging Svíþjóðar. Kirkjunni hefur nú verið lyft á nokkra vöruflutningapalla sem er fjarstýrt og verður á tveimur dögum flutt um hálfan kílómetra á klukkustund í nýjan miðbæ Kiruna. Kirkjunni hefur verið komið upp á fjölda vöruflutningapalla sem er fjarstýrt. Vísir/Getty Hægt er að fylgjast með flutningunum í beinni vakt á sænska ríkissjónvarpinu SVT en þar svara sérfræðingar spurningum um flutninginn. Þar kemur til dæmis fram að biskup Svíþjóðar á svæðinu hafi blessað flutninginn í morgun áður en hann hófst. Þar kemur einnig fram að aðeins einn sé jarðsettur við kirkjuna, Hjalmar Lundbohm, og verður hann einnig fluttur síðar. Kirkjan var hönnuð af Gustaf Wikman að beiðni Hjalmars og er hönnunin innblásin af menningu Sama, en þeir upprunalega byggðu svæðið. Presturinn Lena Tjärnberg og biskupinn Åsa Nyström blessuði flutninginn áður en hann hófst. Vísir/Getty Flutningur kirkjunnar og bæjarins er ekki óumdeildur. Samar hafa fordæmt flutninginn en þeir hafa í þúsundir ára smalað hreindýrum á svæðinu. Samar hafa varað við því að stækkun námunnar geti haf slæm áhrif á leið hreindýranna á milli svæða auk þess sem það muni hafa slæm áhrif á atvinnumöguleika smalara á svæðinu. Þúsundir fylgjast með flutningi Búist er við því að allt að tíu þúsund muni heimsækja bæinn í dag og á morgun til að fylgjast með flutningi kirkjunnar. Meðal þeirra sem munu fylgjast með er Svíakonungur Karl Gústaf. Mikill fjöldi er í Kiruna til að fylgjast með flutningnum. Vísir/EPA Flutningurinn hefur verið í undirbúningi í um áratug en ástæða flutninganna er stækkun járngrýtisnámu LKAB sem er undir bænum. Undirstöður bæjarins hafa veikst samhliða stækkun námunnar og því er nauðsynlegt að flytja hann um nokkra kílómetra. Námufyrirtækið LKAB greiðir fyrir flutning kirkjunnar og er áætlað að hann kosti um 500 milljón sænskar krónur en til að hægt væri að flytja kirkjuna þurfti til dæmis að breikka vegina sem hún er flutt um. Kirkjan er almennt talin, og hefur verið kosin, ein fallegasta bygging Svíþjóðar. Vísir/EPA „Kirkjan er á einhvern hátt sál Kiruna og öruggur staður,“ er haft eftir Lenu Tjarnberg, presti í Kiruna, á vef Reuters. Hún segir þennan dag því gleðidag en að margir séu á sama tíma sorgmæddir að þeir þurfi að fara frá þeim stað þar sem kirkjan og miðbærinn er staðsettur á núna. Hægt er að lesa meira um flutninginn á vef LKAB og fylgjast með flutningi kirkjunnar í rauntíma hér á vef SVT. Svíþjóð Námuvinnsla Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Kirkjan er 113 ára gömul og er um 672 tonn. Hún er 40 metrar á hæð Hún hefur oft verið kosin fallegasta bygging Svíþjóðar. Kirkjunni hefur nú verið lyft á nokkra vöruflutningapalla sem er fjarstýrt og verður á tveimur dögum flutt um hálfan kílómetra á klukkustund í nýjan miðbæ Kiruna. Kirkjunni hefur verið komið upp á fjölda vöruflutningapalla sem er fjarstýrt. Vísir/Getty Hægt er að fylgjast með flutningunum í beinni vakt á sænska ríkissjónvarpinu SVT en þar svara sérfræðingar spurningum um flutninginn. Þar kemur til dæmis fram að biskup Svíþjóðar á svæðinu hafi blessað flutninginn í morgun áður en hann hófst. Þar kemur einnig fram að aðeins einn sé jarðsettur við kirkjuna, Hjalmar Lundbohm, og verður hann einnig fluttur síðar. Kirkjan var hönnuð af Gustaf Wikman að beiðni Hjalmars og er hönnunin innblásin af menningu Sama, en þeir upprunalega byggðu svæðið. Presturinn Lena Tjärnberg og biskupinn Åsa Nyström blessuði flutninginn áður en hann hófst. Vísir/Getty Flutningur kirkjunnar og bæjarins er ekki óumdeildur. Samar hafa fordæmt flutninginn en þeir hafa í þúsundir ára smalað hreindýrum á svæðinu. Samar hafa varað við því að stækkun námunnar geti haf slæm áhrif á leið hreindýranna á milli svæða auk þess sem það muni hafa slæm áhrif á atvinnumöguleika smalara á svæðinu. Þúsundir fylgjast með flutningi Búist er við því að allt að tíu þúsund muni heimsækja bæinn í dag og á morgun til að fylgjast með flutningi kirkjunnar. Meðal þeirra sem munu fylgjast með er Svíakonungur Karl Gústaf. Mikill fjöldi er í Kiruna til að fylgjast með flutningnum. Vísir/EPA Flutningurinn hefur verið í undirbúningi í um áratug en ástæða flutninganna er stækkun járngrýtisnámu LKAB sem er undir bænum. Undirstöður bæjarins hafa veikst samhliða stækkun námunnar og því er nauðsynlegt að flytja hann um nokkra kílómetra. Námufyrirtækið LKAB greiðir fyrir flutning kirkjunnar og er áætlað að hann kosti um 500 milljón sænskar krónur en til að hægt væri að flytja kirkjuna þurfti til dæmis að breikka vegina sem hún er flutt um. Kirkjan er almennt talin, og hefur verið kosin, ein fallegasta bygging Svíþjóðar. Vísir/EPA „Kirkjan er á einhvern hátt sál Kiruna og öruggur staður,“ er haft eftir Lenu Tjarnberg, presti í Kiruna, á vef Reuters. Hún segir þennan dag því gleðidag en að margir séu á sama tíma sorgmæddir að þeir þurfi að fara frá þeim stað þar sem kirkjan og miðbærinn er staðsettur á núna. Hægt er að lesa meira um flutninginn á vef LKAB og fylgjast með flutningi kirkjunnar í rauntíma hér á vef SVT.
Svíþjóð Námuvinnsla Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira