„Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Hjörvar Ólafsson skrifar 17. ágúst 2025 22:28 Lárus Orri Sigurðsson var sáttur við Skagaliðið þrátt fyrir ósigur. Vísir / Sigurjón Lárus Orri Sigurðsson var borubrattur og jákvæður þrátt fyrir að lið hans, Skagamenn, hafi lotið í gras fyrir Víkingi í 19. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Akranesi í kvöld. Spilamennskan hjá Skagaliðinu gerði það að verkum að Lárus Orri er bjartsýnn á framhaldið. „Frammistaðan var flott heilt yfir í þessum leik. Planið var að setja þá undir pressu í þessum leik en liðið var of slitið í upphafi leiks þannig að við ákváðum að þétta raðirnar. Það gekk vel og við fáum fá sem engin færi á okkur í leiknum. Markið sem þeir skora kemur svo eftir góðan kafla hjá okkur og fram að því höfðu við haldið þeim í skefjum. Þess vegna er svekkjandi að fá ekkert út úr þessari viðureign,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, að leik loknum. „Það vantaði aðeins upp á það hjá okkur að skapa fleiri opin færi. Gabríel Snær, sem spilaði mjög vel í þessum leik, fékk reyndar dauðafæri í fyrri hálfleik. Við settum svo pressu á þá á lokakafla leiksins og mér fannst markið liggja í loftinu en því miður kom það ekki,“ sagði Lárus Orri þar að auki. „Á meðan við erum að spila svona hef ég ekki áhyggjur af stöðu mála. Þá munu stigin koma í hús. Topparnar í síðustu leikjum okkar hafa verið mjög góðir og mér fannst spilamennska okkar í kvöld heilsteypt. Við getum klárlega byggt á þessu í framhaldinu,“ sagði hann. „Ég má til með að benda á atvik sem varð á áttundu mínútu leiksins. Þá fær Ómar Björn högg í magann. Fjórði dómari leiksins sagðist ekki hafa séð höggið. Ef svo er þá er hann ekki að vinna vinnuna þar sem þetta gerðist rétt hjá því þar sem hann stóð. Ég skora á sérfræðinga Stúkunnar að skoða þetta,“ sagði Lárus Orri ósáttur. Besta deild karla ÍA Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
„Frammistaðan var flott heilt yfir í þessum leik. Planið var að setja þá undir pressu í þessum leik en liðið var of slitið í upphafi leiks þannig að við ákváðum að þétta raðirnar. Það gekk vel og við fáum fá sem engin færi á okkur í leiknum. Markið sem þeir skora kemur svo eftir góðan kafla hjá okkur og fram að því höfðu við haldið þeim í skefjum. Þess vegna er svekkjandi að fá ekkert út úr þessari viðureign,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, að leik loknum. „Það vantaði aðeins upp á það hjá okkur að skapa fleiri opin færi. Gabríel Snær, sem spilaði mjög vel í þessum leik, fékk reyndar dauðafæri í fyrri hálfleik. Við settum svo pressu á þá á lokakafla leiksins og mér fannst markið liggja í loftinu en því miður kom það ekki,“ sagði Lárus Orri þar að auki. „Á meðan við erum að spila svona hef ég ekki áhyggjur af stöðu mála. Þá munu stigin koma í hús. Topparnar í síðustu leikjum okkar hafa verið mjög góðir og mér fannst spilamennska okkar í kvöld heilsteypt. Við getum klárlega byggt á þessu í framhaldinu,“ sagði hann. „Ég má til með að benda á atvik sem varð á áttundu mínútu leiksins. Þá fær Ómar Björn högg í magann. Fjórði dómari leiksins sagðist ekki hafa séð höggið. Ef svo er þá er hann ekki að vinna vinnuna þar sem þetta gerðist rétt hjá því þar sem hann stóð. Ég skora á sérfræðinga Stúkunnar að skoða þetta,“ sagði Lárus Orri ósáttur.
Besta deild karla ÍA Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn