Innlent

Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Foreldrar barna í leikskólanum Múlaborg í Reykjavík hafa setið fundi með fulltrúum borgarinnar, lögreglu og barnaverndar í dag. Ekkert bendir til að karlmaður, sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisbrot gegn barni á leikskólanum, hafi brotið á fleiri börnum. Rætt verður við sviðsstjóra hjá Reykjavíkurborg í kvöldfréttum.

Tugir manna hafa verið handteknir í Ísrael í dag fyrir að mótmæla stríðsrekstrinum á Gasa, og þjóðarleiðtogar Evrópu undirbúa mikilvægan fund vegna átakanna í Úkraínu með forseta Bandaríkjanna sem fer fram á morgun.

Rætt verður við formann veiðifélags Miðfjarðarár, sem hefur lokað ánni með grjótgarði til að koma í veg fyrir að sjókvíaeldislax berist í ána, og umhverfisráðherra situr fyrir svörum um málið í beinni útsendingu.

Og við kíkjum við í Hellisgerði, þar sem fjöldi fólks kom saman á fjölskylduskemmtun í dag.

Æsispennandi leikur Manchester United gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni verður krufinn í íþróttapakkanum.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Sýnar, Bylgjunnar og Vísis klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×