Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Smári Jökull Jónsson skrifar 17. ágúst 2025 19:30 Hér má sjá grjótvarnargarðinn við Miðfjarðará. Aðsend/Magnús Magnússon Miðfjarðará hefur verið lokað með öflugum grjótgarði til að koma í veg fyrir að sjókvíaeldislax komist í ána. Formaður veiðifélags árinnar segir stjórnvöld hafa dregið lappirnar í málaflokki sjókvíaeldis og vill að stigið verði fastar til jarðar í nýju frumvarpi. Fyrir helgi ákvað veiðifélag Miðfjarðarár að loka ánni með grjótgarði neðarlega á laxveiðisvæðinu. Ákvörðunin var tekin eftir fund hagmunaaðila á fimmtudag og í samráði við fiskifræðing og leigutaka Miðfjarðarár. „Við áttum grjót í handraðanum, gjaldeyrisvarasjóð sem við höfðum ætlað að nota í veiðistaðagerð og það kom sér vel í þessu tilfelli og gátum notað hann til að búa til þennan garð,“ sagði Magnús Magnússon formaður Veiðifélags Miðfirðinga í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. Stórar vinnuvélar voru fengnar til verkefnisins.Aðsend/Magnús Magnússon Magnús segir að ekki hafi þurft mörg orð til að fá menn á staðinn að vinna verkið en stórvirkar vinnuvélar voru notaðar við grjótgarðagerðina. Hann segir alla meðvitaða um áhættuna sem fylgir því að eldislax komist í ána. Hætta sé á erfðablöndun og sjúkdómum auk áhrifa á gæði árinnar og markaðsstarfsemi. Slys sem þetta virðist vera hluti af mynstri. „Menn voru bara boðnir og búnir. Við höfum rætt þennan vanda og mögulega áhættu á undanförum árum í veiðifélaginu og á aðalfundum margoft.“ Grjótgarðurinn er neðarlega í Miðfjarðar, eins neðarlega og hægt var að sögn Magnúsar. „Þarna fyrir neðan er lax- og silungsveiðisvæði. Þar sem aðstæður voru mögulegar, bakki góður öðru megin og malarkambur hinu megin. Þetta er fyrir neðan hyl sem heitir Teighúsahylur og margir veiðimenn kannast við.“ „Kvíarnar eru ekki nægilega öruggar, það er alveg greinilegt“ Frumvarp um fiskeldi var lagt fyrir vorið 2024 en hlaut ekki afgreiðslu á Alþingi. Magnús segir stjórnvöld hafa dregið lappirnar í málaflokknum og segir það alvarlegt mál ef frumvarpið verði lagt fram á nýjan leik í óbreyttri mynd, stíga verði fastar til jarðar. Sjókvíaeldi í opnum sjókvíum sé gamaldags hugsun. „Ef illa fer þá er ekki bara okkar ár heldur laxveiðiár vítt og breitt um landið í hættu, stofninn í hættu og öll starfsemi sem er í kringum veiðifélög og fyrirtæki leigutaka. Þetta er gríðarleg velta í heildina, þetta varðar starfsemina og byggðafestu í landinu vítt og breitt.“ Hann segir grundvallaratriði að villti laxastofninn fái að njóta vafans. „Kvíarnar eru ekki nægilega öruggar sem er verið að vinna með núna, það er alveg greinilegt. Við getum ekki skrifað upp á það, við getum ekki samþykkt þetta að það verði nýtt eldisfrumvarp þar sem er ekki tekið tillit til villta laxastofnsins og að hann fái að njóta vafans. Það er bara stórt grundvallaratriði.“ Stangveiði Fiskeldi Húnaþing vestra Sjókvíaeldi Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Fyrir helgi ákvað veiðifélag Miðfjarðarár að loka ánni með grjótgarði neðarlega á laxveiðisvæðinu. Ákvörðunin var tekin eftir fund hagmunaaðila á fimmtudag og í samráði við fiskifræðing og leigutaka Miðfjarðarár. „Við áttum grjót í handraðanum, gjaldeyrisvarasjóð sem við höfðum ætlað að nota í veiðistaðagerð og það kom sér vel í þessu tilfelli og gátum notað hann til að búa til þennan garð,“ sagði Magnús Magnússon formaður Veiðifélags Miðfirðinga í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. Stórar vinnuvélar voru fengnar til verkefnisins.Aðsend/Magnús Magnússon Magnús segir að ekki hafi þurft mörg orð til að fá menn á staðinn að vinna verkið en stórvirkar vinnuvélar voru notaðar við grjótgarðagerðina. Hann segir alla meðvitaða um áhættuna sem fylgir því að eldislax komist í ána. Hætta sé á erfðablöndun og sjúkdómum auk áhrifa á gæði árinnar og markaðsstarfsemi. Slys sem þetta virðist vera hluti af mynstri. „Menn voru bara boðnir og búnir. Við höfum rætt þennan vanda og mögulega áhættu á undanförum árum í veiðifélaginu og á aðalfundum margoft.“ Grjótgarðurinn er neðarlega í Miðfjarðar, eins neðarlega og hægt var að sögn Magnúsar. „Þarna fyrir neðan er lax- og silungsveiðisvæði. Þar sem aðstæður voru mögulegar, bakki góður öðru megin og malarkambur hinu megin. Þetta er fyrir neðan hyl sem heitir Teighúsahylur og margir veiðimenn kannast við.“ „Kvíarnar eru ekki nægilega öruggar, það er alveg greinilegt“ Frumvarp um fiskeldi var lagt fyrir vorið 2024 en hlaut ekki afgreiðslu á Alþingi. Magnús segir stjórnvöld hafa dregið lappirnar í málaflokknum og segir það alvarlegt mál ef frumvarpið verði lagt fram á nýjan leik í óbreyttri mynd, stíga verði fastar til jarðar. Sjókvíaeldi í opnum sjókvíum sé gamaldags hugsun. „Ef illa fer þá er ekki bara okkar ár heldur laxveiðiár vítt og breitt um landið í hættu, stofninn í hættu og öll starfsemi sem er í kringum veiðifélög og fyrirtæki leigutaka. Þetta er gríðarleg velta í heildina, þetta varðar starfsemina og byggðafestu í landinu vítt og breitt.“ Hann segir grundvallaratriði að villti laxastofninn fái að njóta vafans. „Kvíarnar eru ekki nægilega öruggar sem er verið að vinna með núna, það er alveg greinilegt. Við getum ekki skrifað upp á það, við getum ekki samþykkt þetta að það verði nýtt eldisfrumvarp þar sem er ekki tekið tillit til villta laxastofnsins og að hann fái að njóta vafans. Það er bara stórt grundvallaratriði.“
Stangveiði Fiskeldi Húnaþing vestra Sjókvíaeldi Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira