Fótbolti

Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ísak Snær Þorvaldsson hefur farið vel af stað með Lyngby.
Ísak Snær Þorvaldsson hefur farið vel af stað með Lyngby. vísir/anton

Lyngby vann 2-3 endurkomusigur á Kolding í dönsku B-deildinni í fótbolta í dag. Ísak Snær Þorvaldsson heldur áfram að gera það gott með Lyngby.

Ísak gekk í raðir Lyngby frá Rosenborg í lok júní. Hann skoraði í fyrstu tveimur leikjum sínum fyrir nýjan liðið, gegn Hvidovre í síðustu viku og var aftur á skotskónum í dag.

Lyngby lenti undir á 40. mínútu en Ísak jafnaði á 71. mínútu. Markið kveikti heldur betur í gestunum sem skoruðu tvö mörk til viðbótar. Kolding minnkaði muninn í 2-3 þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum en nær komust heimamenn ekki.

Ísak er kominn með fjögur mörk í fimm deildarleikjum eftir að hann gekk til liðs við Lyngby sem féll úr dönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Lyngby er í 2. sæti B-deildarinnar með tíu stig, einu stigi á eftir toppliði Horsens.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×