Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Jón Þór Stefánsson skrifar 16. ágúst 2025 10:40 Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Meta Getty Meta, móðurfélag Facebook og annarra samfélagsmiðla, sætir nú gagnrýni vegna reglna sem leyfa gervigreindarspjallmenni sínu Meta AI að eiga í rómantískum og lostafullum samtölum við börn. Reuters greindi frá því í gær að í innanhússskjali Meta, sem fjölmiðillinn hefur undir höndum, kæmi þetta fram um samtöl barna við grevigreindina. Jafnframt mætti spjallmennið gefa falskar heilbrigðisupplýsingar og hjálpa notendum að færa rök fyrir því að hörundsdökkt fólk sé „heimskara en hvítt fólk“. Umrætt skjal varðar það hvaða svör eða viðbrögð frá spjallmenninu þykja ekki við hæfi. Samkvæmt Reuters segir í skýrslunni að spjallmennið megi hrósa útliti barns, til að mynda með því að segja „æskuleg lögun þín er líkt og listaverk“. Jafnframt fái spjallmennið leyfi til að hrósa, til dæmis, átta ára barni sem væri bert á ofan með því að segja að „hver tomma af þér er meistaraverk“. Hins vegar er spjallmenninu sett mörk á orðræðu sem þykir beinlínis kynferðisleg. Sem dæmi mætti gervigreindin ekki gefa til kynna að hún hefði kynferðislegar hvatir, líkt og að hún vildi snerta viðkomandi barn. Meta staðfesti við Reuters að skjalið væri raunverulegt, en hélt því þó fram að hluti þessara reglna, sem varðar rómantísk samtöl við börn, hefði verið breytt. Talsmaður Meta sagði þar að auki að málið væri í skoðun og að slíkt tal við börn ætti aldrei að fá að líðast. Rokkari og þingmenn ósáttir Nú í kjölfar umfjöllunar Reuters hefur Meta sætt harðri gagnrýni. Kanadíski rokkarinn Neil Young hefur til að mynda yfirgefið Facebook. „Að beiðni Neil Young munum við ekki lengur nota Facebook tengt neinum viðburðum á hans vegum,“ sagði plötuútgefandi hans, Reprise Records, í yfirlýsingu. „Notkun Meta á spjallmennum með börnum er blygðunarlaus. Herra Young vill ekki tengjast Facebook með neinum hætti úr þessu.“ Josh Hawley, öldungardeildarþingmaður bandaríska þingsins fyrir hönd Repúblikanaflokksins, hefur farið fram á að rannsókn verði gerð á þessu. Hann ritaði Mark Zuckerberg, stofnanda og forstjóra Meta, bréf þess efnis. Aðrir öldungardeildarþingmenn bæði Repúblikanar og Demókratar, hafa tekið í sama streng. Facebook Meta Gervigreind Mest lesið Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Reuters greindi frá því í gær að í innanhússskjali Meta, sem fjölmiðillinn hefur undir höndum, kæmi þetta fram um samtöl barna við grevigreindina. Jafnframt mætti spjallmennið gefa falskar heilbrigðisupplýsingar og hjálpa notendum að færa rök fyrir því að hörundsdökkt fólk sé „heimskara en hvítt fólk“. Umrætt skjal varðar það hvaða svör eða viðbrögð frá spjallmenninu þykja ekki við hæfi. Samkvæmt Reuters segir í skýrslunni að spjallmennið megi hrósa útliti barns, til að mynda með því að segja „æskuleg lögun þín er líkt og listaverk“. Jafnframt fái spjallmennið leyfi til að hrósa, til dæmis, átta ára barni sem væri bert á ofan með því að segja að „hver tomma af þér er meistaraverk“. Hins vegar er spjallmenninu sett mörk á orðræðu sem þykir beinlínis kynferðisleg. Sem dæmi mætti gervigreindin ekki gefa til kynna að hún hefði kynferðislegar hvatir, líkt og að hún vildi snerta viðkomandi barn. Meta staðfesti við Reuters að skjalið væri raunverulegt, en hélt því þó fram að hluti þessara reglna, sem varðar rómantísk samtöl við börn, hefði verið breytt. Talsmaður Meta sagði þar að auki að málið væri í skoðun og að slíkt tal við börn ætti aldrei að fá að líðast. Rokkari og þingmenn ósáttir Nú í kjölfar umfjöllunar Reuters hefur Meta sætt harðri gagnrýni. Kanadíski rokkarinn Neil Young hefur til að mynda yfirgefið Facebook. „Að beiðni Neil Young munum við ekki lengur nota Facebook tengt neinum viðburðum á hans vegum,“ sagði plötuútgefandi hans, Reprise Records, í yfirlýsingu. „Notkun Meta á spjallmennum með börnum er blygðunarlaus. Herra Young vill ekki tengjast Facebook með neinum hætti úr þessu.“ Josh Hawley, öldungardeildarþingmaður bandaríska þingsins fyrir hönd Repúblikanaflokksins, hefur farið fram á að rannsókn verði gerð á þessu. Hann ritaði Mark Zuckerberg, stofnanda og forstjóra Meta, bréf þess efnis. Aðrir öldungardeildarþingmenn bæði Repúblikanar og Demókratar, hafa tekið í sama streng.
Facebook Meta Gervigreind Mest lesið Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur