Markalaust á Villa Park Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. ágúst 2025 13:20 Craig Pawson sýnir Ezri Konsa rauða spjaldið. getty/Chris Brunskill Aston Villa og Newcastle United gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Gestirnir voru manni fleiri síðustu 23 mínútur leiksins. Illa hefur gengið hjá Newcastle á félagaskiptamarkaðnum í sumar og þá ríkir mikil óvissa um framtíð sænska framherjans Alexanders Isak sem vill fara til Liverpool. Newcastle byrjaði leikinn af krafti og strax á 3. mínútu slapp Anthony Elanga í gegnum vörn Villa en Marco Bizot varði frá honum. Hann stóð á milli stanganna hjá heimamönnum í fjarveru Emiliano Martínez sem tók út leikbann. Skjórarnir voru áfram ógnandi en staðan var markalaus í hálfleik. Á 67. mínútu fékk Ezri Konsa að líta rauða spjaldið fyrir að toga Anthony Gordon niður er hann var sloppinn í gegnum vörn Villa. Einum færri tókst heimamönnum samt að halda út og ná í eitt stig sem þeir geta að stórum hluta þakkað Bizot fyrir. Enski boltinn
Aston Villa og Newcastle United gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Gestirnir voru manni fleiri síðustu 23 mínútur leiksins. Illa hefur gengið hjá Newcastle á félagaskiptamarkaðnum í sumar og þá ríkir mikil óvissa um framtíð sænska framherjans Alexanders Isak sem vill fara til Liverpool. Newcastle byrjaði leikinn af krafti og strax á 3. mínútu slapp Anthony Elanga í gegnum vörn Villa en Marco Bizot varði frá honum. Hann stóð á milli stanganna hjá heimamönnum í fjarveru Emiliano Martínez sem tók út leikbann. Skjórarnir voru áfram ógnandi en staðan var markalaus í hálfleik. Á 67. mínútu fékk Ezri Konsa að líta rauða spjaldið fyrir að toga Anthony Gordon niður er hann var sloppinn í gegnum vörn Villa. Einum færri tókst heimamönnum samt að halda út og ná í eitt stig sem þeir geta að stórum hluta þakkað Bizot fyrir.
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn