Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar 15. ágúst 2025 12:03 Ég veiddi svolítið hér á árum áður og skil þá sem sækjast í lax- og silungsveiði. Ég skil líka náttúruverndarsjónarmiðin að baki því að vernda íslenska laxastofninn. Fyrir tveimur árum benti ég með blaðagrein á að löggjafinn hefði ákveðið, í reglugerð um fiskeldi, að vísa til norsks staðals frá 2009 um gerð og virkni sjókvíaelda sem ætlað var að hindra strok. Þar sem bæði var til nýrri staðall frá Norðmönnum sem gekk lengra og annar alþjóðlegur sem gekk talsvert lengra líka var þessi reglugerð í ósamræmi við ákvæði laga um fiskeldi sem sögðu til um að vísa ætti til STRÖNGUSTU staðla sem gerðir eru fyrir fiskeldismannvirki á sjó. Nú tveimur árum síðar er enn vísað í þennan staðal frá 2009 í umræddri reglugerð þó reyndar sé breytingartillögu að finna í Samráðsgáttinni þar sem lagt er til að vísa í nýrri útgáfu staðalsins frá 2021. Nýrri útgáfan gengur talsvert lengra og er það vel. Þetta hefur hins vegar tekið allt of langan tíma auk þess sem viðurlögin við brotum á viðhaldi, eftirliti og viðbrögð við stroki eru í besta falli hlægileg. Lagaramminn er í grunninn skítlélegur. 500.000 kr. dagsektir bíta ekki fyrirtæki sem hagnast um milljarða á ári. Í tilviki Arctic Sea Farm í Dýrafirði eru slíkar dagsektir 3.800 daga að éta upp hagnað síðasta árs eða 10 og hálft ár. Þá verður ekki betur séð en að eftirliti sé verulega áfátt og það vekur hreinlega upp spurningar um ásetning. Af hverju smíðar einhver vísvitandi regluverk sem virkar ekki? Er einhver falinn ávinningur í því eða erum við bara svona ógeðslega léleg í að verja okkur og hagsmuni okkar? Ef þetta, og ýmislegt fleira sem finna má að lélegu regluverki og slöppu eftirliti, er ekki spilling, þá er löngu orðið tímabært að stjórnvöld líti í auknum mæli til staðla til að útfæra löggjöfina og tryggja að þær girðingar, sem þó eru reistar, haldi. Gott fyrsta skref væri að byrja á að fylgja kröfunum sem þegar hafa verið gerðar en ekki er fylgt eftir. Það er fjöldi dæma um allt samfélagið þar sem stjórnvöld hafa vísvitandi og af ásetningi veitt afslátt af eðlilegum og lögbundnum, stöðluðum kröfum sem eiga að vernda okkur. Í meðvirkni við hagsmunaaðila sem virðast geta öskrað fram afslátt af öllum fjandanum. Við erum ekkert of góð til að undirgangast sömu kröfur og annars staðar í Evrópu. Það er ekkert náttúrulögmál að hér eigi villta vestrið að ríkja í alls kyns málum eins og raunin er, því það erum alltaf við sem berum áhættuna og kostnaðinn af fúskinu sem af hlýst . Venjulegt fólk. Eða náttúran í tilviki sjókvíaeldis. Það er engin tilviljun að staðlar eru vel metin stjórntæki um allan heim og þær þjóðir sem hafa það að markmiði að tryggja og viðhalda samkeppnishæfni sinni leggja mikið í staðlastarf. Það er engin tilviljun að alþjóðastofnanir eins og WTO, Worldbank, OECD, Sþ og ýmsir fleiri leggja áherslu á staðlanotkun. Það er engin tilviljun að Evrópusambandið notar staðla markvisst sem hluta löggjafar til að tryggja öryggi fólks, neytendavernd, líf og limi. Á Íslandi er hins vegar oft látið eins og um sé að ræða leiðindamál sem menn eru dyggilega aðstoðaðir við að komast undan. Og þess vegna er fúsk landlægt hér á mörgum sviðum atvinnulífsins sem skaðar okkur þegar til lengri tíma er litið. Örfáir græða hins vegar á þessum veigamiklu afsláttum stjórnvalda. Höfundur er framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Sigrún Harðardóttir Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Ég veiddi svolítið hér á árum áður og skil þá sem sækjast í lax- og silungsveiði. Ég skil líka náttúruverndarsjónarmiðin að baki því að vernda íslenska laxastofninn. Fyrir tveimur árum benti ég með blaðagrein á að löggjafinn hefði ákveðið, í reglugerð um fiskeldi, að vísa til norsks staðals frá 2009 um gerð og virkni sjókvíaelda sem ætlað var að hindra strok. Þar sem bæði var til nýrri staðall frá Norðmönnum sem gekk lengra og annar alþjóðlegur sem gekk talsvert lengra líka var þessi reglugerð í ósamræmi við ákvæði laga um fiskeldi sem sögðu til um að vísa ætti til STRÖNGUSTU staðla sem gerðir eru fyrir fiskeldismannvirki á sjó. Nú tveimur árum síðar er enn vísað í þennan staðal frá 2009 í umræddri reglugerð þó reyndar sé breytingartillögu að finna í Samráðsgáttinni þar sem lagt er til að vísa í nýrri útgáfu staðalsins frá 2021. Nýrri útgáfan gengur talsvert lengra og er það vel. Þetta hefur hins vegar tekið allt of langan tíma auk þess sem viðurlögin við brotum á viðhaldi, eftirliti og viðbrögð við stroki eru í besta falli hlægileg. Lagaramminn er í grunninn skítlélegur. 500.000 kr. dagsektir bíta ekki fyrirtæki sem hagnast um milljarða á ári. Í tilviki Arctic Sea Farm í Dýrafirði eru slíkar dagsektir 3.800 daga að éta upp hagnað síðasta árs eða 10 og hálft ár. Þá verður ekki betur séð en að eftirliti sé verulega áfátt og það vekur hreinlega upp spurningar um ásetning. Af hverju smíðar einhver vísvitandi regluverk sem virkar ekki? Er einhver falinn ávinningur í því eða erum við bara svona ógeðslega léleg í að verja okkur og hagsmuni okkar? Ef þetta, og ýmislegt fleira sem finna má að lélegu regluverki og slöppu eftirliti, er ekki spilling, þá er löngu orðið tímabært að stjórnvöld líti í auknum mæli til staðla til að útfæra löggjöfina og tryggja að þær girðingar, sem þó eru reistar, haldi. Gott fyrsta skref væri að byrja á að fylgja kröfunum sem þegar hafa verið gerðar en ekki er fylgt eftir. Það er fjöldi dæma um allt samfélagið þar sem stjórnvöld hafa vísvitandi og af ásetningi veitt afslátt af eðlilegum og lögbundnum, stöðluðum kröfum sem eiga að vernda okkur. Í meðvirkni við hagsmunaaðila sem virðast geta öskrað fram afslátt af öllum fjandanum. Við erum ekkert of góð til að undirgangast sömu kröfur og annars staðar í Evrópu. Það er ekkert náttúrulögmál að hér eigi villta vestrið að ríkja í alls kyns málum eins og raunin er, því það erum alltaf við sem berum áhættuna og kostnaðinn af fúskinu sem af hlýst . Venjulegt fólk. Eða náttúran í tilviki sjókvíaeldis. Það er engin tilviljun að staðlar eru vel metin stjórntæki um allan heim og þær þjóðir sem hafa það að markmiði að tryggja og viðhalda samkeppnishæfni sinni leggja mikið í staðlastarf. Það er engin tilviljun að alþjóðastofnanir eins og WTO, Worldbank, OECD, Sþ og ýmsir fleiri leggja áherslu á staðlanotkun. Það er engin tilviljun að Evrópusambandið notar staðla markvisst sem hluta löggjafar til að tryggja öryggi fólks, neytendavernd, líf og limi. Á Íslandi er hins vegar oft látið eins og um sé að ræða leiðindamál sem menn eru dyggilega aðstoðaðir við að komast undan. Og þess vegna er fúsk landlægt hér á mörgum sviðum atvinnulífsins sem skaðar okkur þegar til lengri tíma er litið. Örfáir græða hins vegar á þessum veigamiklu afsláttum stjórnvalda. Höfundur er framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun