Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Kjartan Kjartansson skrifar 15. ágúst 2025 09:09 Reikistefna fulltrúa á fundi Sameinuðu þjóðanna um plastmengun í Genf í Sviss sem lauk án samkomulags í dag. AP/Martial Trezzini/Keystone Fjölþjóðlegum viðræðum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir til þess að bregðast við plastmengun á jörðinni fóru út um þúfur í dag. Viðræðunum lauk án samkomulags. Olíuríki settu sig upp á móti hugmyndum um takmörk á plastframleiðslu. Viðræðurnar í Genf í Sviss höfðu staðið yfir í ellefu daga þegar þeim var slitið án samkomulags í dag. Markmið þeirra var að leggja lokahönd á fyrsta lagalega bindandi samkomulagið um aðgerðir gegn plastmengun. Þegar viðuræðunum var slitið lágu fyrir tvenn drög að samkomulagi. Ríkin 184 sem tóku þátt í viðræðunum komu sér saman um hvorug þeirra sem grundvöll áframhaldandi viðræðna. Fyrri viðræður í Suður-Kóreu í fyrra báru heldur ekki árangur. Ágreiningur ríkja heims snýst um hvort að reyna eigi að koma böndum á veldisvöxt í plastframleiðslu í heiminum og setja lagalega bindandi takmörk á notkun eiturefna við framleiðsluna, að sögn AP-fréttastofunnar. Slíkar hugmyndir hugnast olíuríkjum og plastiðnaðinum illa. Þau vilja að aþjóðlegt samkomulag um plastmengun snúist frekar um aukna endurvinnslu og bætta meðferð á úrgangi. Viðurkennt að núverandi framleiðsla og neysla sé ekki sjálfbær Fulltrúar fjölda ríkja, þar á meðal Noregs, Danmerkur, Bretlands og Kanada, lýstu miklum vonbrigðum með niðurstöðuna. Þau drög sem hefðu verið rissuð upp væru ekki viðunandi grundvöllur samkomulags. Í drögunum voru ekki lögð til takmörk á plastframleiðslu en hins vegar viðurkennt að núverandi framleiðsla og neysla sé ósjálfbær. Fyrri hugmyndir um að banna ákveðnar plastvörur voru útvatnaðar og tillögur um aðgerðir gegn eiturefnum voru fjarlægðar, að því er kemur fram í umfjöllun Politico. Um fjögur hundruð milljónir tonna af plasti eru framleiddar í heiminum á hverju ári um þessar mundir. Áætlað er að framleiðslan gæti aukist um sjötíu prósent fyrir árið 2040 ef ekki verður gripið í taumana. Plastmengun er stórt umhverfisvandamál en örplast, agnarsmáar leifar af plastvörum, finnast nú í dýrum og umhverfi um alla jörð. Vísbendingar hafa komið fram um að plastagnirnar geti valdið sjúkdómum í mönnum. Umhverfismál Sameinuðu þjóðirnar Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira
Viðræðurnar í Genf í Sviss höfðu staðið yfir í ellefu daga þegar þeim var slitið án samkomulags í dag. Markmið þeirra var að leggja lokahönd á fyrsta lagalega bindandi samkomulagið um aðgerðir gegn plastmengun. Þegar viðuræðunum var slitið lágu fyrir tvenn drög að samkomulagi. Ríkin 184 sem tóku þátt í viðræðunum komu sér saman um hvorug þeirra sem grundvöll áframhaldandi viðræðna. Fyrri viðræður í Suður-Kóreu í fyrra báru heldur ekki árangur. Ágreiningur ríkja heims snýst um hvort að reyna eigi að koma böndum á veldisvöxt í plastframleiðslu í heiminum og setja lagalega bindandi takmörk á notkun eiturefna við framleiðsluna, að sögn AP-fréttastofunnar. Slíkar hugmyndir hugnast olíuríkjum og plastiðnaðinum illa. Þau vilja að aþjóðlegt samkomulag um plastmengun snúist frekar um aukna endurvinnslu og bætta meðferð á úrgangi. Viðurkennt að núverandi framleiðsla og neysla sé ekki sjálfbær Fulltrúar fjölda ríkja, þar á meðal Noregs, Danmerkur, Bretlands og Kanada, lýstu miklum vonbrigðum með niðurstöðuna. Þau drög sem hefðu verið rissuð upp væru ekki viðunandi grundvöllur samkomulags. Í drögunum voru ekki lögð til takmörk á plastframleiðslu en hins vegar viðurkennt að núverandi framleiðsla og neysla sé ósjálfbær. Fyrri hugmyndir um að banna ákveðnar plastvörur voru útvatnaðar og tillögur um aðgerðir gegn eiturefnum voru fjarlægðar, að því er kemur fram í umfjöllun Politico. Um fjögur hundruð milljónir tonna af plasti eru framleiddar í heiminum á hverju ári um þessar mundir. Áætlað er að framleiðslan gæti aukist um sjötíu prósent fyrir árið 2040 ef ekki verður gripið í taumana. Plastmengun er stórt umhverfisvandamál en örplast, agnarsmáar leifar af plastvörum, finnast nú í dýrum og umhverfi um alla jörð. Vísbendingar hafa komið fram um að plastagnirnar geti valdið sjúkdómum í mönnum.
Umhverfismál Sameinuðu þjóðirnar Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira