Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2025 11:31 Christo Lamprecht fagnar sigurhöggi sínu gríðarlega og ekki er kylfusveinninn hans minna kátur. Getty/Jay Biggerstaff Suður-afríski kylfingurinn Christo Lamprecht tryggði sér sigur á Pinnacle Bank meistaramótinu með mögnuðu lokahöggi. Lamprecht vann mótið með einu höggi, lék hringina fjóra á nítján höggum undir pari. Mótið fór fram í Omaha í Nebraska og var á Korn Ferry mótaröðinni. Hinn 24 ára gamli kylfingur var samt í talsverðum vandræðum á átjándu holunni þar sem högg hans endaði ofan í sandgloppu við flötuna. Hann hefði tryggt sér umspil með því að vippa inn á flot og setja púttið niður. Tvö pútt og hann hafði orðið í öðru sætinu. View this post on Instagram A post shared by Korn Ferry Tour (@kornferrytour) Lamprecht hafði spilað mjög jafnt og gott golf því hann lék hringina fjóra á 67, 67, 65 og 66 höggum. Það var einmitt þetta 66. högg hans á lokaholunni á lokahringum og það 265. á öllu mótinu sem sló öllum öðrum við. Lamprecht náði nefnilega fullkomnu höggi úr sandinum. Kúlan fór bæði rétta leið og á réttum hraða og endaði beint ofan í holu. Lamprecht hafði þar með tryggt sér sigurinn á mótinu. Þeir gerast líklega ekki sætari sigrarnir en þessi sem sást líka á fagnaðarlátunum hjá Lamprecht. Lamprecht henti frá sér kylfunni og fagnað gríðarlega með kylfusveini sínum eins og sjá má hér fyrir neðan. Þetta var líka fyrsta golfmótið sem hann vinnur sem atvinnumaður og það er ekki slæmt að gera það með þessum hætti. View this post on Instagram A post shared by Korn Ferry Tour (@kornferrytour) Golf Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Lamprecht vann mótið með einu höggi, lék hringina fjóra á nítján höggum undir pari. Mótið fór fram í Omaha í Nebraska og var á Korn Ferry mótaröðinni. Hinn 24 ára gamli kylfingur var samt í talsverðum vandræðum á átjándu holunni þar sem högg hans endaði ofan í sandgloppu við flötuna. Hann hefði tryggt sér umspil með því að vippa inn á flot og setja púttið niður. Tvö pútt og hann hafði orðið í öðru sætinu. View this post on Instagram A post shared by Korn Ferry Tour (@kornferrytour) Lamprecht hafði spilað mjög jafnt og gott golf því hann lék hringina fjóra á 67, 67, 65 og 66 höggum. Það var einmitt þetta 66. högg hans á lokaholunni á lokahringum og það 265. á öllu mótinu sem sló öllum öðrum við. Lamprecht náði nefnilega fullkomnu höggi úr sandinum. Kúlan fór bæði rétta leið og á réttum hraða og endaði beint ofan í holu. Lamprecht hafði þar með tryggt sér sigurinn á mótinu. Þeir gerast líklega ekki sætari sigrarnir en þessi sem sást líka á fagnaðarlátunum hjá Lamprecht. Lamprecht henti frá sér kylfunni og fagnað gríðarlega með kylfusveini sínum eins og sjá má hér fyrir neðan. Þetta var líka fyrsta golfmótið sem hann vinnur sem atvinnumaður og það er ekki slæmt að gera það með þessum hætti. View this post on Instagram A post shared by Korn Ferry Tour (@kornferrytour)
Golf Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira