„Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. ágúst 2025 18:05 Arnar Már Ólafsson er ferðamálastjóri. Vísir/Samsett Ferðamálastjóri segir mál leigubílstjórans Saint Paul Edeh ekki vera fyrsta slíka málið sem hann heyrir af en að það teljist samt til frávika. Yfirgnæfandi meirihluti ferðamanna njóti dvalar sinnar hér á landi. Myndband fór í dreifingu í dag af leigubílstjóranum Saint Paul Edeh hnakkrífast við tvær ferðakonur frá Mexíkó við Bláa lónið eftir að ágreiningur kom upp um fargjald. Konurnar töldu leigubílstjórann okra á sér og hann virtist skella skotti bílsins á höfuð annarrar þeirra þegar hún reynir að sækja farangur sinn án þess að borga. Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri segir að það „krullist“ á honum tærnar þegar hann sér svona myndbönd. „En ég held ég verði að líta á þetta sem frávik. Hingað koma í ár líklega 2,3 milljónir ferðamanna og það er í örfáum undantekningartilfellum sem svona hlutir gerast,“ segir Arnar. Árið 2023 tóku ný leigubílalög gildi sem fólu meðal annars í sér afnám stöðvarskyldu. Arnar Már segir lögin hafa haft vandamál í för með sér en að leigubílamarkaðurinn hafi ekki verið nein paradís fyrir. „Við hjá ferðamálastofu höfum séð þetta. Það eru atvik sem tengjast leigubílaakstri þar sem fólk verður fyrir barðinu á ósanngjarnri meðhöndlun. Okkur finnst þetta miður. En það sem við erum að gera er að við erum að mónitora reynslu ferðamanna og upplifun. Við sjáum það að yfirgnæfandi meirihluti ferðamanna eru mjög ánægðir. Ísland fer fram úr væntingum tæplega 70 prósent ferðamanna sem hingað koma. Einungis örfá prósent, kannski tvö þrjú, segja að Ísland hafi ekki uppfyllt þeirra væntingar,“ segir Andri Már. Hann segir það fyrst og fremst fjöldi ferðamanna á áfangastöðum sem ferðamenn kvarti yfir en að ferðamenn sem fari svekktir heim séu í pínulitlu hlutfalli. Leigubílar Ferðaþjónusta Neytendur Bláa lónið Samgöngur Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Myndband fór í dreifingu í dag af leigubílstjóranum Saint Paul Edeh hnakkrífast við tvær ferðakonur frá Mexíkó við Bláa lónið eftir að ágreiningur kom upp um fargjald. Konurnar töldu leigubílstjórann okra á sér og hann virtist skella skotti bílsins á höfuð annarrar þeirra þegar hún reynir að sækja farangur sinn án þess að borga. Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri segir að það „krullist“ á honum tærnar þegar hann sér svona myndbönd. „En ég held ég verði að líta á þetta sem frávik. Hingað koma í ár líklega 2,3 milljónir ferðamanna og það er í örfáum undantekningartilfellum sem svona hlutir gerast,“ segir Arnar. Árið 2023 tóku ný leigubílalög gildi sem fólu meðal annars í sér afnám stöðvarskyldu. Arnar Már segir lögin hafa haft vandamál í för með sér en að leigubílamarkaðurinn hafi ekki verið nein paradís fyrir. „Við hjá ferðamálastofu höfum séð þetta. Það eru atvik sem tengjast leigubílaakstri þar sem fólk verður fyrir barðinu á ósanngjarnri meðhöndlun. Okkur finnst þetta miður. En það sem við erum að gera er að við erum að mónitora reynslu ferðamanna og upplifun. Við sjáum það að yfirgnæfandi meirihluti ferðamanna eru mjög ánægðir. Ísland fer fram úr væntingum tæplega 70 prósent ferðamanna sem hingað koma. Einungis örfá prósent, kannski tvö þrjú, segja að Ísland hafi ekki uppfyllt þeirra væntingar,“ segir Andri Már. Hann segir það fyrst og fremst fjöldi ferðamanna á áfangastöðum sem ferðamenn kvarti yfir en að ferðamenn sem fari svekktir heim séu í pínulitlu hlutfalli.
Leigubílar Ferðaþjónusta Neytendur Bláa lónið Samgöngur Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira