Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2025 10:31 Tony Adams vill að Declan Rice sé fyrirliði Arsenal en ekki Martin Ödegaard. EPA/TOLGA AKMEN Ein mesta goðsögnin í sögu Arsenal er ekki ánægður með fyrirliða liðsins í dag og vill að knattspyrnustjórinn Mikel Arteta taki fyrirliðabandið hreinlega af Martin Ödegaard. Tony Adams þekkir vel hvað það er að vera fyrirliði Arsenal enda var hann orðinn fyrirliði liðsins 21 árs gamall og gegndi því hlutverki í fjórtán ár. Hann fékk viðurnefnið herra Arsenal. Það er því öruggt að stuðningsmenn Arsenal og fleiri hlusta þegar Adams talar enda lyfti hann mörgum bikurum sem fyrirliði liðsins. Adams mætti á opinn umræðufund um stöðuna á Arsenal liðinu og var óhræddur við að tjá sig um fyrirliðastöðuna. Hann var ekkert mikið að fela það að hann gæti verið sáttari með knattspyrnustjórann. Arsenal hefur orðið í öðru sæti þrjú tímabil í röð og hefur ekki orðið enskur meistari í meira en tuttugu ár. Adams varð spurður beint út hvort hann væri aðdáandi Arteta en hikaði og fékk að launum mikinn hlátur úr salnum. „Arteta þarf að taka virkilega stóra ákvörðun í ár og að mínu mati hefur hann ekki tekið hana,“ sagði Tony Adams. „Ákvörðunin er að gera Declan Rice að fyrirliða liðsins. Declan er fyrirliði eins og ég vill sjá þá. Með þessu þá gæti Ödegaard líka verið frjálsari inn á vellinum,“ sagði Adams. Norðmaðurinn hefur verið fyrirliði Arsenal síðustu ár. Adams nefndi dæmi þegar hann tók við fyrirliðastöðu enska landsliðsins af David Platt og þegar hann missti hana líka. Hann er á því að það sé mikilvægt að finna hinn sanna leiðtoga hvers liðs. „Ég held að Declan Rice sé betri en Mikel Arteta og mér finnst hann vera sigurvegari. Hann er leiðtogi í þessu Arsenal liði, í klefanum, á æfingasvæðinu og alls staðar. Hann hefur sterk gildi og hann er prinsipp maður,“ sagði Adams. „Stórir knattspyrnustjórar eru fljótir að sjá það: Þú ert minn maður núna,“ sagði Adams. Það má sjá hann tjá sig um þetta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Independent.ie Sport (@independent.ie_sport) Enski boltinn Mest lesið Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Fleiri fréttir Chelsea - Sunderland | Jöfn að stigum og geta stokkið upp í annað sætið Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjá meira
Tony Adams þekkir vel hvað það er að vera fyrirliði Arsenal enda var hann orðinn fyrirliði liðsins 21 árs gamall og gegndi því hlutverki í fjórtán ár. Hann fékk viðurnefnið herra Arsenal. Það er því öruggt að stuðningsmenn Arsenal og fleiri hlusta þegar Adams talar enda lyfti hann mörgum bikurum sem fyrirliði liðsins. Adams mætti á opinn umræðufund um stöðuna á Arsenal liðinu og var óhræddur við að tjá sig um fyrirliðastöðuna. Hann var ekkert mikið að fela það að hann gæti verið sáttari með knattspyrnustjórann. Arsenal hefur orðið í öðru sæti þrjú tímabil í röð og hefur ekki orðið enskur meistari í meira en tuttugu ár. Adams varð spurður beint út hvort hann væri aðdáandi Arteta en hikaði og fékk að launum mikinn hlátur úr salnum. „Arteta þarf að taka virkilega stóra ákvörðun í ár og að mínu mati hefur hann ekki tekið hana,“ sagði Tony Adams. „Ákvörðunin er að gera Declan Rice að fyrirliða liðsins. Declan er fyrirliði eins og ég vill sjá þá. Með þessu þá gæti Ödegaard líka verið frjálsari inn á vellinum,“ sagði Adams. Norðmaðurinn hefur verið fyrirliði Arsenal síðustu ár. Adams nefndi dæmi þegar hann tók við fyrirliðastöðu enska landsliðsins af David Platt og þegar hann missti hana líka. Hann er á því að það sé mikilvægt að finna hinn sanna leiðtoga hvers liðs. „Ég held að Declan Rice sé betri en Mikel Arteta og mér finnst hann vera sigurvegari. Hann er leiðtogi í þessu Arsenal liði, í klefanum, á æfingasvæðinu og alls staðar. Hann hefur sterk gildi og hann er prinsipp maður,“ sagði Adams. „Stórir knattspyrnustjórar eru fljótir að sjá það: Þú ert minn maður núna,“ sagði Adams. Það má sjá hann tjá sig um þetta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Independent.ie Sport (@independent.ie_sport)
Enski boltinn Mest lesið Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Fleiri fréttir Chelsea - Sunderland | Jöfn að stigum og geta stokkið upp í annað sætið Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjá meira