Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2025 08:31 Florian Wirtz í leik með Liverpool í fyrsta leik sínum á Anfield. Getty/Carl Recine Florian Wirtz er nýjasta stjarnan hjá Englandsmeisturum Liverpool sem keyptu hann í sumar fyrir metfé frá þýska félaginu Bayer Leverkusen. Saga Wirtz er samt svolítið mikið öðruvísi en annarra ungra leikmanna í dag. Wirtz, sem er 22 ára, hefur unnið markvisst að því að verða fótboltamaður alla tíð og þykir nú einn sá mesta spennandi í heiminum. Hann fékk mikinn stuðning frá fjölskyldu sinni en þurfti einnig að fara eftir mjög hörðum reglum í uppeldinu. NRK segir frá. Foreldrar hans héldu utan um öll peningamál hans, sáu til þess að hann fékk alls til alls og að fátt væri að trufla hann utan fótboltans. Hann fékk ekki að ganga í launin sín heldur fékk hann vissa vasapeninga á viku. Það er ljóst að margur ungur knattspyrnumaðurinn missir fótanna þegar peningarnir og freistingarnar fara að banka á dyrnar en fjölskylda Wirtz passaði upp á það að einbeitingin væru á hárréttum stað. The Telegraph sagði meðal annars frá því að Wirtz fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér þegar hann var lítill og að fjölskyldan notaði frekar reiðhjól en bíla til að ferðast á milli. Wirtz fjölskyldan fer svo sannarlega sínar eigin leiðir og foreldrarnir eru ennþá umboðsmenn hans í dag þrátt fyrir að samningar hans hafi hækkað umtalsvert með árunum. „Ég hafði enga aðra valkosti en að vera úti og æfa. Ég er líka ánægður með það,“ sagði Florian Wirtz við Bundesliga Magazine. Eldri systir hans Juliane Wirtz hefur einnig blómstrað sem fótboltakona en hún spilar með Leverkusen og hefur spilað leiki fyrir yngri landslið Þjóðverja. Florian Wirtz var yngsti markaskorarinn í Bundesligunni og er nú orðinn dýrasti þýski knattspyrnumaður sögunnar. Annað kvöld spilar hann síðan sinn fyrsta leik með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Wirtz, sem er 22 ára, hefur unnið markvisst að því að verða fótboltamaður alla tíð og þykir nú einn sá mesta spennandi í heiminum. Hann fékk mikinn stuðning frá fjölskyldu sinni en þurfti einnig að fara eftir mjög hörðum reglum í uppeldinu. NRK segir frá. Foreldrar hans héldu utan um öll peningamál hans, sáu til þess að hann fékk alls til alls og að fátt væri að trufla hann utan fótboltans. Hann fékk ekki að ganga í launin sín heldur fékk hann vissa vasapeninga á viku. Það er ljóst að margur ungur knattspyrnumaðurinn missir fótanna þegar peningarnir og freistingarnar fara að banka á dyrnar en fjölskylda Wirtz passaði upp á það að einbeitingin væru á hárréttum stað. The Telegraph sagði meðal annars frá því að Wirtz fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér þegar hann var lítill og að fjölskyldan notaði frekar reiðhjól en bíla til að ferðast á milli. Wirtz fjölskyldan fer svo sannarlega sínar eigin leiðir og foreldrarnir eru ennþá umboðsmenn hans í dag þrátt fyrir að samningar hans hafi hækkað umtalsvert með árunum. „Ég hafði enga aðra valkosti en að vera úti og æfa. Ég er líka ánægður með það,“ sagði Florian Wirtz við Bundesliga Magazine. Eldri systir hans Juliane Wirtz hefur einnig blómstrað sem fótboltakona en hún spilar með Leverkusen og hefur spilað leiki fyrir yngri landslið Þjóðverja. Florian Wirtz var yngsti markaskorarinn í Bundesligunni og er nú orðinn dýrasti þýski knattspyrnumaður sögunnar. Annað kvöld spilar hann síðan sinn fyrsta leik með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira