Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Agnar Már Másson skrifar 13. ágúst 2025 19:03 Faðir fyrrverandi sigurvegara Miss Universe Iceland, krafðist þess í skoðanagrein á Vísi í gær að forsvarsmenn Gleðigöngunnar bæðust afsökunar á gjörningi sem hann taldi hafa niðurlægt keppendur fegurðarsamkeppna. Samsett Mynd Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og trans aðgerðarsinni, svarar ósáttum föður fegurðardrottningar sem blöskraði gjörningur Kvenréttindafélagsins í Gleðigöngunni. Hún segir að ef skipuleggjendur göngunnar bæðust afsökunar hvert sinn sem eitthvað færi fyrir brjóstið á fólki þá myndu þeir varla gera mikið annað. Fegurðarsamkeppnir séu ekki hafðar yfir gagnrýni. Haraldur Hrafn Guðmundsson, faðir fyrrverandi sigurvegara Miss Universe Iceland, krafðist þess í skoðanagrein á Vísi í gær að forsvarsmenn Gleðigöngunnar bæðust afsökunar á gjörningi sem hann taldi hafa niðurlægt keppendur fegurðarsamkeppna. Vísaði hann þar til lukkudýrs sem líktist nauti og var merkt „Miss young Iceland“ og var sjáanlegt í Gleðigöngunni. Gjörningurinn var vísun gjörning Rauðsokkuhreyfingarinnar í fegurðarsamkeppni á Akranesi árið 1972. „Forsvarsmenn gleðigöngunnar skulda forsvarsfólki Ungfrú Íslands og Miss Teen Iceland og sérstaklega stúlkunum sem taka þátt í þessum keppnum afdráttarlausa afsökunarbeiðni fyrir að hafa leyft þennan gjörning,“ sagði hann. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, trans aðgerðarsinni, svarar grein Haralds í færslu á Facebook en þar bendir hún á að Samtökin 78, sem Haraldur hafði álasað vegna gjörningsins, hafi ekki haft nokkra aðkomu að skipulagi Gleðigöngunar. Gjörningurinn hafi verið til þess að benda á fáranleika þess að konur kepptu í fegurð. „Það er því ekki svo að atriðið hafi verið til þess gert að gera lítið úr einhverri sérstakri konu eða þeim sem keppa í slíkum keppnum - heldur einfaldlega vísun í sögu kvenréttindahreyfingarinnar, sem hefur ætíð gagnrýnt slíkar keppnir - og réttilega að mínu mati,“ skrifar Ugla, sem segir fegurðarsamkeppnir ekki hafðar yfir gagnrýni, sérstaklega keppnir eins og Miss Teen Iceland þar sem táningsstúlkur keppa í fegurð. Ugla segir erfitt að sjá hvernig keppnirnar stuðli ekki að kynlífsvæðingu stelpna og að slíkt viðhaldi óraunhæfum kröfum og væntingum um útlit. Ekki sé hægt að neita sögu keppnanna eða að þær byggi á því að fegurð kvenna sé söluvara og eitthvað sem sé hægt að keppa í. „Þeir staðlar sem eru dæmdir eftir eru líka óneitanlega bundnir vestrænum fegurðarstöðlum, kynjuðum normum og kynlífsvæðingu kvenna og stelpna,“ skrifar Ugla. „Einnig er það þekkt að konur sem keppa verða fyrir kynferðisofbeldi af hálfu skipuleggjenda, dómara eða starfsmanna sem halda slíkar keppnir.“ Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir ekki niðurlæging í garð kvenna En vissulega leggi keppendur mikið á sig enda ekki auðvelt að uppfylla „mjög þrönga staðla um fegurð“ en margar fegurðardrottningar hafi af sökum þeirra glímt við líkamsímynd, átraskanir eða andlega vanlíðan. Ugla kemur þó fegurðarsamkeppninni til einhverrar varnar og segir að þær hafi vissulega breyst á undanförnum áratugum þar sem konur keppi nú í alls kyns íþróttum, sýni aðra hæfileika eða getu, og getur það því seint talist auðvelt að vera fegurðardrottning. Margar sem keppa upplifa þess vegna líka ákveðna valdeflingu, og finna til stolts þegar þær ná árangri á þessu sviði. „Það er því mikilvægt að fólk átti sig á því að gagnrýni á fegurðarsamkeppnir eru [svo] ekki niðurlæging í garð kvenna - heldur fyrirkomulaginu, tilgangnum og skilaboðunum sem keppnirnar senda. Tilgangur atriðsins, allavega eins og ég skil, var að vísa í þennan gjörning og hversu fáranlegt það er að stúlkur séu látnar keppa í fegurð.“ Aðgerðarsinninn bendir enn fremur á að gangan sjálf hafi alltaf ögrað ríkjandi gildum og væri fyrst og fremst gerð til að fagna fjölbreytileikanum, baráttunni og til að vekja athygli á ýmsum málefnum sem fólk sé ekkert alltaf endilega sammála um. Hinsegin fólk hafi alltaf ögrað ríkjandi normum samfélagsins og því alls ekki skrítið að þau gagnrýni hluti eins og hefðbundnar fegurðarsamkeppnir. Gangan ekki haldin til að þóknast meirihlutasamfélaginu „Samstaða hinsegin samfélagsins og kvennahreyfingarinnar er dýrmæt, og hana ber að varðveita,“ skrifar Ugla sem segir að ef Hinsegin dagar ættu að gefa út afsökunarbeðnir í hvert skipti og eitthvað atriði í göngunni fer fyrir brjóstið á fólki þá héldi hún að Hinsegin dagar myndu varla gera mikið annað. „[Gleðigangan] hefur aldrei verið haldin til þess að þóknast meirihlutasamfélaginu, heldur haldin á okkar forsendum,“ skrifar hún. „Ég veit ekki með ykkur en ég tel nú alveg að þær áskoranir sem hinsegin samfélagið standi frammi fyrir séu stærri en þessi gjörningur. Við þurfum svo sannarlega að spara kraftana fyrir baráttuna sem er framundan, og vona ég að hann Haraldur geti lagt þetta til hliðar, horft á stóru myndina, og staðið með okkur í henni. Ekki er vanþörf á.“ Hinsegin Gleðigangan Ungfrú Ísland Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira
Haraldur Hrafn Guðmundsson, faðir fyrrverandi sigurvegara Miss Universe Iceland, krafðist þess í skoðanagrein á Vísi í gær að forsvarsmenn Gleðigöngunnar bæðust afsökunar á gjörningi sem hann taldi hafa niðurlægt keppendur fegurðarsamkeppna. Vísaði hann þar til lukkudýrs sem líktist nauti og var merkt „Miss young Iceland“ og var sjáanlegt í Gleðigöngunni. Gjörningurinn var vísun gjörning Rauðsokkuhreyfingarinnar í fegurðarsamkeppni á Akranesi árið 1972. „Forsvarsmenn gleðigöngunnar skulda forsvarsfólki Ungfrú Íslands og Miss Teen Iceland og sérstaklega stúlkunum sem taka þátt í þessum keppnum afdráttarlausa afsökunarbeiðni fyrir að hafa leyft þennan gjörning,“ sagði hann. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, trans aðgerðarsinni, svarar grein Haralds í færslu á Facebook en þar bendir hún á að Samtökin 78, sem Haraldur hafði álasað vegna gjörningsins, hafi ekki haft nokkra aðkomu að skipulagi Gleðigöngunar. Gjörningurinn hafi verið til þess að benda á fáranleika þess að konur kepptu í fegurð. „Það er því ekki svo að atriðið hafi verið til þess gert að gera lítið úr einhverri sérstakri konu eða þeim sem keppa í slíkum keppnum - heldur einfaldlega vísun í sögu kvenréttindahreyfingarinnar, sem hefur ætíð gagnrýnt slíkar keppnir - og réttilega að mínu mati,“ skrifar Ugla, sem segir fegurðarsamkeppnir ekki hafðar yfir gagnrýni, sérstaklega keppnir eins og Miss Teen Iceland þar sem táningsstúlkur keppa í fegurð. Ugla segir erfitt að sjá hvernig keppnirnar stuðli ekki að kynlífsvæðingu stelpna og að slíkt viðhaldi óraunhæfum kröfum og væntingum um útlit. Ekki sé hægt að neita sögu keppnanna eða að þær byggi á því að fegurð kvenna sé söluvara og eitthvað sem sé hægt að keppa í. „Þeir staðlar sem eru dæmdir eftir eru líka óneitanlega bundnir vestrænum fegurðarstöðlum, kynjuðum normum og kynlífsvæðingu kvenna og stelpna,“ skrifar Ugla. „Einnig er það þekkt að konur sem keppa verða fyrir kynferðisofbeldi af hálfu skipuleggjenda, dómara eða starfsmanna sem halda slíkar keppnir.“ Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir ekki niðurlæging í garð kvenna En vissulega leggi keppendur mikið á sig enda ekki auðvelt að uppfylla „mjög þrönga staðla um fegurð“ en margar fegurðardrottningar hafi af sökum þeirra glímt við líkamsímynd, átraskanir eða andlega vanlíðan. Ugla kemur þó fegurðarsamkeppninni til einhverrar varnar og segir að þær hafi vissulega breyst á undanförnum áratugum þar sem konur keppi nú í alls kyns íþróttum, sýni aðra hæfileika eða getu, og getur það því seint talist auðvelt að vera fegurðardrottning. Margar sem keppa upplifa þess vegna líka ákveðna valdeflingu, og finna til stolts þegar þær ná árangri á þessu sviði. „Það er því mikilvægt að fólk átti sig á því að gagnrýni á fegurðarsamkeppnir eru [svo] ekki niðurlæging í garð kvenna - heldur fyrirkomulaginu, tilgangnum og skilaboðunum sem keppnirnar senda. Tilgangur atriðsins, allavega eins og ég skil, var að vísa í þennan gjörning og hversu fáranlegt það er að stúlkur séu látnar keppa í fegurð.“ Aðgerðarsinninn bendir enn fremur á að gangan sjálf hafi alltaf ögrað ríkjandi gildum og væri fyrst og fremst gerð til að fagna fjölbreytileikanum, baráttunni og til að vekja athygli á ýmsum málefnum sem fólk sé ekkert alltaf endilega sammála um. Hinsegin fólk hafi alltaf ögrað ríkjandi normum samfélagsins og því alls ekki skrítið að þau gagnrýni hluti eins og hefðbundnar fegurðarsamkeppnir. Gangan ekki haldin til að þóknast meirihlutasamfélaginu „Samstaða hinsegin samfélagsins og kvennahreyfingarinnar er dýrmæt, og hana ber að varðveita,“ skrifar Ugla sem segir að ef Hinsegin dagar ættu að gefa út afsökunarbeðnir í hvert skipti og eitthvað atriði í göngunni fer fyrir brjóstið á fólki þá héldi hún að Hinsegin dagar myndu varla gera mikið annað. „[Gleðigangan] hefur aldrei verið haldin til þess að þóknast meirihlutasamfélaginu, heldur haldin á okkar forsendum,“ skrifar hún. „Ég veit ekki með ykkur en ég tel nú alveg að þær áskoranir sem hinsegin samfélagið standi frammi fyrir séu stærri en þessi gjörningur. Við þurfum svo sannarlega að spara kraftana fyrir baráttuna sem er framundan, og vona ég að hann Haraldur geti lagt þetta til hliðar, horft á stóru myndina, og staðið með okkur í henni. Ekki er vanþörf á.“
Hinsegin Gleðigangan Ungfrú Ísland Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira