Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Kristján Már Unnarsson skrifar 13. ágúst 2025 13:31 Séð yfir Gufufjörð og bráðabirgðabrúna. Fjær á Grónesi sjást vinnuvélar Borgarverks, sem vinnur að gerð fyllinga til undirbúnings brúasmíðinni. KMU Smíði tveggja steyptra brúa á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit, yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, tefst um þrjá mánuði hið minnsta. Ástæðan er óleyst kærumál vegna verkútboðsins en Vegagerðin hafnaði tveimur lægstu tilboðunum. Þess í stað ákvað Vegagerðin að ganga til samninga við norskan verktaka, sem átti þriðja lægsta boð. Ákvörðunin var kærð til Kærunefndar útboðsmála. Fjögur tilboð bárust í brúasmíðina yfir Gufufjörð og Djúpafjörð. Þær eru næstsíðasti áfanginn í endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Þegar framkvæmdunum lýkur styttist Vestfjarðavegur um 22 kílómetra og samfellt bundið slitlag kemst á milli Patreksfjarðar og Reykjavíkur. Jafnframt færist leiðin af tveimur fjallvegum, Hjallahálsi og Ódrjúgshálsi. Tilboðin voru opnuð þann 29. apríl í vor og var miðað við að framkvæmdir færu á fullt í sumar. Þær eru hins vegar ekki enn hafnar en í útboðsskilmálum var gert ráð fyrir að verkinu yrði að fullu lokið 30. september á næsta ári. Vegagerðin telur núna að það muni ekki nást. „Eins og staðan er núna þá gerum við ráð fyrir verklokum í lok árs 2026,“ segir Sigríður Inga Sigurðardóttir, sérfræðingur á samskiptadeild Vegagerðarinnar. Minni brúin yfir Djúpafjörð. Fjær sér á fyrirhugaðan áningarstað á Grónesi, milli Gufufjarðar og Djúpafjarðar.Vegagerðin „Málið er enn til meðferðar hjá Kærunefnd útboðsmála og er þar í ferli. Það er óljóst hvenær niðurstaða fæst og þá hvenær verður samið. Vegagerðin vonast til að það leysist sem fyrst úr þessu máli svo hægt verði að hefja framkvæmdir,“ segir Sigríður. Tilboðin sem var hafnað voru annarsvegar frá Vörubílstjórafélaginu Mjölni á Selfossi, sem átti lægsta boð upp á 1.626 milljónir króna, og hins vegar frá Sjótækni í Reykjavík, upp á 1.705 milljónir króna, en þetta er eitt stærsta útboð ársins hjá Vegagerðinni. Brúin yfir Gufufjörð verður 130 metra löng.Vegagerðin G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar, sagði fréttastofu fyrr í sumar að tilboðunum hefði verið hafnað þar sem þau stóðust ekki kröfur útboðsins. Stefnt væri á að semja við þriðja lægsta bjóðanda, sem væri Leonhard Nilsen & Sønner. Í verkinu felst annars vegar smíði 58 metra langrar brúar á Djúpafjörð við Grónes og hins vegar 130 metra langrar brúar á Gufufjörð. Innifalið í verkinu er rif á núverandi 119 metra bráðabirgðabrú á Gufufirði. Séð yfir Gufufjörð og bráðabirgðabrúna. Fjær við Grónes sjást vinnuvélar Borgarverks, sem vinnur að gerð fyllinga til undirbúnings brúasmíðinni.KMU Þetta er næstsíðasti áfangi í endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Lokaútboðið er hins vegar eftir; smíði 250 metra langrar stálbogabrúar yfir Djúpafjörð, sem Vegagerðin hefur áætlað að bjóða út fyrripart komandi vetrar. En mun seinkunin á næstsíðasta verkhlutanum hafa áhrif á útboð lokaáfangans, smíði stálbogabrúarinnar, og lok þess verkhluta? Séð yfir Djúpafjörð frá Hallsteinsnesi. Fyllingar eru komnar að stæði fyrirhugaðrar stálbogabrúar, sem er lokaáfanginn í endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit.KMU „Þetta hefur ekki áhrif á það útboð,“ svarar Sigríður Inga hjá Vegagerðinni. Borgarverk vinnur þessa dagana að undirbúningsverki fyrir brúasmíðina, sem er gerð fyllinga yfir firðina. „Framkvæmdir ganga ágætlega og vinna við fyllingar í Gufufjörð og Djúpafjörð er nokkurn veginn á áætlun,“ segir Sigríður. Vegagerðin um Gufudalssveit er útskýrð í þessari frétt: Vegagerð Samgöngur Teigsskógur Reykhólahreppur Úrskurðar- og kærunefndir Tengdar fréttir Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Vegagerðin hefur hafnað tveimur lægstu tilboðum sem bárust í eitt af stærstu útboðsverkum ársins, smíði tveggja steyptra brúa á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit. Þess í stað hefur Vegagerðin ákveðið að ganga til samninga við norskan verktaka, sem átti þriðja lægsta boð. Ákvörðunin hefur verið kærð til Úrskurðarnefndar útboðsmála. 3. júlí 2025 16:54 Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Vörubílstjórafélagið Mjölnir á Selfossi átti lægsta boð í smíði tveggja steyptra brúa á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit. Tilboð Selfyssinga hljóðaði upp á 1.626 milljónir króna, sem er 0,1 prósenti yfir kostnaðaráætlun. 29. apríl 2025 18:54 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Þess í stað ákvað Vegagerðin að ganga til samninga við norskan verktaka, sem átti þriðja lægsta boð. Ákvörðunin var kærð til Kærunefndar útboðsmála. Fjögur tilboð bárust í brúasmíðina yfir Gufufjörð og Djúpafjörð. Þær eru næstsíðasti áfanginn í endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Þegar framkvæmdunum lýkur styttist Vestfjarðavegur um 22 kílómetra og samfellt bundið slitlag kemst á milli Patreksfjarðar og Reykjavíkur. Jafnframt færist leiðin af tveimur fjallvegum, Hjallahálsi og Ódrjúgshálsi. Tilboðin voru opnuð þann 29. apríl í vor og var miðað við að framkvæmdir færu á fullt í sumar. Þær eru hins vegar ekki enn hafnar en í útboðsskilmálum var gert ráð fyrir að verkinu yrði að fullu lokið 30. september á næsta ári. Vegagerðin telur núna að það muni ekki nást. „Eins og staðan er núna þá gerum við ráð fyrir verklokum í lok árs 2026,“ segir Sigríður Inga Sigurðardóttir, sérfræðingur á samskiptadeild Vegagerðarinnar. Minni brúin yfir Djúpafjörð. Fjær sér á fyrirhugaðan áningarstað á Grónesi, milli Gufufjarðar og Djúpafjarðar.Vegagerðin „Málið er enn til meðferðar hjá Kærunefnd útboðsmála og er þar í ferli. Það er óljóst hvenær niðurstaða fæst og þá hvenær verður samið. Vegagerðin vonast til að það leysist sem fyrst úr þessu máli svo hægt verði að hefja framkvæmdir,“ segir Sigríður. Tilboðin sem var hafnað voru annarsvegar frá Vörubílstjórafélaginu Mjölni á Selfossi, sem átti lægsta boð upp á 1.626 milljónir króna, og hins vegar frá Sjótækni í Reykjavík, upp á 1.705 milljónir króna, en þetta er eitt stærsta útboð ársins hjá Vegagerðinni. Brúin yfir Gufufjörð verður 130 metra löng.Vegagerðin G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar, sagði fréttastofu fyrr í sumar að tilboðunum hefði verið hafnað þar sem þau stóðust ekki kröfur útboðsins. Stefnt væri á að semja við þriðja lægsta bjóðanda, sem væri Leonhard Nilsen & Sønner. Í verkinu felst annars vegar smíði 58 metra langrar brúar á Djúpafjörð við Grónes og hins vegar 130 metra langrar brúar á Gufufjörð. Innifalið í verkinu er rif á núverandi 119 metra bráðabirgðabrú á Gufufirði. Séð yfir Gufufjörð og bráðabirgðabrúna. Fjær við Grónes sjást vinnuvélar Borgarverks, sem vinnur að gerð fyllinga til undirbúnings brúasmíðinni.KMU Þetta er næstsíðasti áfangi í endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Lokaútboðið er hins vegar eftir; smíði 250 metra langrar stálbogabrúar yfir Djúpafjörð, sem Vegagerðin hefur áætlað að bjóða út fyrripart komandi vetrar. En mun seinkunin á næstsíðasta verkhlutanum hafa áhrif á útboð lokaáfangans, smíði stálbogabrúarinnar, og lok þess verkhluta? Séð yfir Djúpafjörð frá Hallsteinsnesi. Fyllingar eru komnar að stæði fyrirhugaðrar stálbogabrúar, sem er lokaáfanginn í endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit.KMU „Þetta hefur ekki áhrif á það útboð,“ svarar Sigríður Inga hjá Vegagerðinni. Borgarverk vinnur þessa dagana að undirbúningsverki fyrir brúasmíðina, sem er gerð fyllinga yfir firðina. „Framkvæmdir ganga ágætlega og vinna við fyllingar í Gufufjörð og Djúpafjörð er nokkurn veginn á áætlun,“ segir Sigríður. Vegagerðin um Gufudalssveit er útskýrð í þessari frétt:
Vegagerð Samgöngur Teigsskógur Reykhólahreppur Úrskurðar- og kærunefndir Tengdar fréttir Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Vegagerðin hefur hafnað tveimur lægstu tilboðum sem bárust í eitt af stærstu útboðsverkum ársins, smíði tveggja steyptra brúa á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit. Þess í stað hefur Vegagerðin ákveðið að ganga til samninga við norskan verktaka, sem átti þriðja lægsta boð. Ákvörðunin hefur verið kærð til Úrskurðarnefndar útboðsmála. 3. júlí 2025 16:54 Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Vörubílstjórafélagið Mjölnir á Selfossi átti lægsta boð í smíði tveggja steyptra brúa á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit. Tilboð Selfyssinga hljóðaði upp á 1.626 milljónir króna, sem er 0,1 prósenti yfir kostnaðaráætlun. 29. apríl 2025 18:54 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Vegagerðin hefur hafnað tveimur lægstu tilboðum sem bárust í eitt af stærstu útboðsverkum ársins, smíði tveggja steyptra brúa á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit. Þess í stað hefur Vegagerðin ákveðið að ganga til samninga við norskan verktaka, sem átti þriðja lægsta boð. Ákvörðunin hefur verið kærð til Úrskurðarnefndar útboðsmála. 3. júlí 2025 16:54
Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Vörubílstjórafélagið Mjölnir á Selfossi átti lægsta boð í smíði tveggja steyptra brúa á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit. Tilboð Selfyssinga hljóðaði upp á 1.626 milljónir króna, sem er 0,1 prósenti yfir kostnaðaráætlun. 29. apríl 2025 18:54