Fótbolti

Wrexham á­fram eftir vítaspyrnukeppni

Siggeir Ævarsson skrifar
Ollie Palmer fagnar marki í kvöld
Ollie Palmer fagnar marki í kvöld Vísir/Getty

Alls fóru 29 leikir fram í fyrstu umferð enska deildarbikarsins í kvöld. Þrettán lið úr B-deildinni tryggðu sig áfram í næstu umferð, þar sem úrvalsdeildarliðin byrja að tínast inn.

Spútiklið Wrexham tryggði sig áfram í næstu umferð með sigri á Hull í vítaspyrnukeppni eftir að Ollie Palmer skoraði tvisvar í uppbótartíma og tryggði Wrexham 3-3 jafntefli.

Coventry er einnig komið áfram eftir 1-0 sigur á Luton en Ellis Simms skoraði eina mark leiksins á 57. mínútu í sínum hundraðasta leik fyrir Coventry.

Guðlaugur Victor Pálsson bar fyrirliðabandið í hjarta varnar Plymouth í kvöld sem vann 3-2 sigur á QPR. Þá er Southampton er einnig komið áfram eftir 0-1 sigur á Northampton.

Eftir leiki kvöldsins eru eftirfarandi lið komin áfram í næstu umferð, en þau úrvalsdeildarlið sem eru ekki að spila í Evrópu bætast í hópinn þá.

B-deild: Bristol City, Charlton, Coventry, Derby, Millwall, Norwich, Oxford, Plymouth, Preston, Southampton, Stoke, Swansea og Wrexham.

C-deild: AFC Wimbledon, Bradford, Cardiff, Doncaster, Lincoln, Mansfield, Port Vale, Reading, Rotherham, Stockport, Wigan og Wycombe.

D-deild: Accrington, Bromley, Cambridge og Grimsby.

Leik Tranmere og Burton var frestað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×