Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar 12. ágúst 2025 11:00 Í skoðanagrein á Vísi 11. ágúst leggur hæstaréttarlögmaður Einar Hugi Bjarnason til harðari refsingu fyrir svokallaðar „umgengnistálmanir“. Hann málar einhliða mynd af því að forsjárforeldri – í langflestum tilvikum móðirin – misnoti vald sitt til að hindra að hitt foreldrið umgangist barnið. Greinin gefur lítið sem ekkert rými fyrir þá staðreynd að í fjölda tilfella byggjast takmarkanir á umgengni á því að verja barn og móður þess gegn ofbeldi, vanrækslu eða andlegum skaða af hálfu hins foreldrisins. Þetta er orðræða sem hefur lengi verið notuð til að veikja stöðu þeirra sem standa í fremstu víglínu til að vernda börnin sín – oftast mæðra. Með því að fjarlægja af vettvangi umfjöllunar mikilvægustu spurninguna – hvers vegna ákveður foreldri að skilja við hitt og takmarka umgengni? – stuðlar höfundur að pólitískri og lagalegri frásögn sem útilokar helming sögunnar. Eitt af því sem vantar sárlega í umræðu af þessu tagi er að hlusta á sögur þeirra barna – nú fullorðinna einstaklinga – sem hafa upplifað að verða hollustuneytt af feðrum (og stundum mæðrum) sínum og bandamönnum þeirra innan kerfisins. Þar má nefna fagfólk eins og lögmenn, ráðgjafa og jafnvel starfsmenn opinberra stofnana sem hafa tekið þátt í að þóknast valdinu og endurtaka gaslýsingu og áróður gegn mæðrum. Þessar reynslusögur sýna hvernig kerfið getur orðið samsekt í andlegu og kerfisbundnu ofbeldi gagnvart börnum, með þeim afleiðingum að þau missa raunverulegt valfrelsi og tengsl við það foreldri sem verndaði þau. Saga sem endurtekur sig aftur og aftur – líka árið 2025 – er hvernig börn eru notuð sem vopn til að halda konum á “sínum stað” . Þau eru gerð að tæki til að lama mæður, kúga þær, gera þær -örvilnaðar og hræddar um örlög afkvæma sinna. Með þessu eru þau mótuð í samræmi við vilja feðra sem hafa oftast yfirburðastöðu innan valdakerfisins. Börn sækja eðlilega í það hlutverk að bjarga og styðja – og þá oft það foreldri sem virkar út á við hafa yfirburði í félagslegri gaslýsingu í kerfinu. Þannig er traust barnsins nýtt sem áróðursstólpar í baráttu sem ætti aldrei að eiga sér stað á kostnað öryggis þess. Fagleg ábyrgð og siðareglur Samkvæmt 2. gr. siðareglna Lögmannafélags Íslands ber lögmönnum að gæta þess að framkoma þeirra og tjáning í opinberri umræðu skaði ekki traust almennings á réttarkerfinu eða lögmannastéttinni. Þeir skulu sýna sanngirni, hlutleysi og virðingu fyrir mannréttindum. Þegar lögmaður með hæstaréttarréttindi – sem nýtur trausts og aðgangs að æðsta dómsstigi landsins – notar fjölmiðlavettvang til að leggja til harðari viðurlög án þess að setja öryggi barna í forgrunn, vakna alvarlegar spurningar um hlutleysi hans í dómsmáli af þessu tagi. Það er erfitt að sjá hvernig slík opinber afstaða gæti samrýmst kröfum um óvilhallan dómara eða lögmann í málum þar sem konur og börn hafa orðið fyrir ofbeldi. Kerfisbundið vandamál í litlu samfélagi Ísland er lítið samfélag þar sem valdatengsl og persónuleg tengslanet geta haft endanleg áhrif á úrslit mála. Í slíkum aðstæðum er tvöfalt mikilvægara að þeir sem starfa innan réttarkerfisins fylgi lögum, siðareglum og alþjóðlegum mannréttindaskuldbindingum af fyllstu nákvæmni. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem hefur lagagildi á Íslandi, kveður á um að í öllum ákvörðunum sem varða börn skuli það sem barni er fyrir bestu vera í fyrirrúmi . Barnalög nr. 76/2003 staðfesta þetta. Þegar frásögn um „tálmanir“ er sett fram án þess að meta hvort þær hafi verið nauðsynlegar til að vernda barnið, er, brotið gegn þessum grundvallarviðmiðum. Litið samfélagi eins og Íslandi býðst einstakt tækifæri til að vera í fararbroddi réttlætis og mannréttinda. Smæðin þýðir að breytingar geta átt sér stað hratt og að lögmenn, dómarar og stjórnvöld geta haft bein áhrif á menningu réttarkerfisins. Ef farið væri eftir þeim lögum og siðareglum sem þegar eru til staðar – og ef valdsækni og kerfiseinelti væri fyrirlitið í stað þess að viðgangast – gæti Ísland verið fyrirmyndarland í vernd barna og sanngirni í fjölskyldumálum. Valdaveiki og kerfisofbeldi sem kerfisvandamál „Kerfisofbeldi“ birtist þegar stofnanir og fagfólk nota vald sitt til að þrýsta á eða brjóta niður einstaklinga sem storka ríkjandi frásögn. Í forsjár- og umgengnismálum getur þetta þýtt að móðir sem ver barnið sitt gegn föður með sögu um ofbeldi og kúgun, er stimpluð sem „tálmari“ og sett undir aukinn lagalegan þrýsting. Þegar áhrifamiklir lögmenn endurtaka þessa frásögn í fjölmiðlum án gagnrýnnar greiningar, styrkja þeir kerfiseineltið og senda skýr skilaboð um að valdakerfið stendur með þeim sem beita ofbeldi – ekki þeim sem vernda börn fyrir ofbeldi Hvað þarf að gerast? Dómsmálaráðuneytið ætti að skoða hvort opinber ummæli hæstaréttarlögmannsins í þessu máli samrýmist siðareglum og ábyrgðarstöðu hans. Lögmannafélag Íslands ætti að kanna hvort þessi ummæli dragi úr trausti til stéttarinnar. Almenningur þarf að krefjast þess að lagaleg umræða um umgengnisrétt taki mið af heildarmynd – þar á meðal ástæðum takmarkana – áður en kallað er eftir harðari refsingum. Réttlæti felst ekki í því að verja kerfið fyrir gagnrýni, heldur í því að tryggja að hvert barn fái að alast upp í öruggu, kærleiksríku og virðingarríku umhverfi. Ef Ísland ætlar að vera fyrirmynd í réttlæti, þá þarf það að hefjast á því að þeir sem hafa mestu völdin innan réttarkerfisins beiti þeim af sanngirni, hlutleysi og mannúð – ekki með því að kynda undir hatri og mismunun. https://www.lmfi.is/um-lmfi/log-og-reglur-um-logmenn/sidareglur-logmanna https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003076.html Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagsmálum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Lögmennska Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Í skoðanagrein á Vísi 11. ágúst leggur hæstaréttarlögmaður Einar Hugi Bjarnason til harðari refsingu fyrir svokallaðar „umgengnistálmanir“. Hann málar einhliða mynd af því að forsjárforeldri – í langflestum tilvikum móðirin – misnoti vald sitt til að hindra að hitt foreldrið umgangist barnið. Greinin gefur lítið sem ekkert rými fyrir þá staðreynd að í fjölda tilfella byggjast takmarkanir á umgengni á því að verja barn og móður þess gegn ofbeldi, vanrækslu eða andlegum skaða af hálfu hins foreldrisins. Þetta er orðræða sem hefur lengi verið notuð til að veikja stöðu þeirra sem standa í fremstu víglínu til að vernda börnin sín – oftast mæðra. Með því að fjarlægja af vettvangi umfjöllunar mikilvægustu spurninguna – hvers vegna ákveður foreldri að skilja við hitt og takmarka umgengni? – stuðlar höfundur að pólitískri og lagalegri frásögn sem útilokar helming sögunnar. Eitt af því sem vantar sárlega í umræðu af þessu tagi er að hlusta á sögur þeirra barna – nú fullorðinna einstaklinga – sem hafa upplifað að verða hollustuneytt af feðrum (og stundum mæðrum) sínum og bandamönnum þeirra innan kerfisins. Þar má nefna fagfólk eins og lögmenn, ráðgjafa og jafnvel starfsmenn opinberra stofnana sem hafa tekið þátt í að þóknast valdinu og endurtaka gaslýsingu og áróður gegn mæðrum. Þessar reynslusögur sýna hvernig kerfið getur orðið samsekt í andlegu og kerfisbundnu ofbeldi gagnvart börnum, með þeim afleiðingum að þau missa raunverulegt valfrelsi og tengsl við það foreldri sem verndaði þau. Saga sem endurtekur sig aftur og aftur – líka árið 2025 – er hvernig börn eru notuð sem vopn til að halda konum á “sínum stað” . Þau eru gerð að tæki til að lama mæður, kúga þær, gera þær -örvilnaðar og hræddar um örlög afkvæma sinna. Með þessu eru þau mótuð í samræmi við vilja feðra sem hafa oftast yfirburðastöðu innan valdakerfisins. Börn sækja eðlilega í það hlutverk að bjarga og styðja – og þá oft það foreldri sem virkar út á við hafa yfirburði í félagslegri gaslýsingu í kerfinu. Þannig er traust barnsins nýtt sem áróðursstólpar í baráttu sem ætti aldrei að eiga sér stað á kostnað öryggis þess. Fagleg ábyrgð og siðareglur Samkvæmt 2. gr. siðareglna Lögmannafélags Íslands ber lögmönnum að gæta þess að framkoma þeirra og tjáning í opinberri umræðu skaði ekki traust almennings á réttarkerfinu eða lögmannastéttinni. Þeir skulu sýna sanngirni, hlutleysi og virðingu fyrir mannréttindum. Þegar lögmaður með hæstaréttarréttindi – sem nýtur trausts og aðgangs að æðsta dómsstigi landsins – notar fjölmiðlavettvang til að leggja til harðari viðurlög án þess að setja öryggi barna í forgrunn, vakna alvarlegar spurningar um hlutleysi hans í dómsmáli af þessu tagi. Það er erfitt að sjá hvernig slík opinber afstaða gæti samrýmst kröfum um óvilhallan dómara eða lögmann í málum þar sem konur og börn hafa orðið fyrir ofbeldi. Kerfisbundið vandamál í litlu samfélagi Ísland er lítið samfélag þar sem valdatengsl og persónuleg tengslanet geta haft endanleg áhrif á úrslit mála. Í slíkum aðstæðum er tvöfalt mikilvægara að þeir sem starfa innan réttarkerfisins fylgi lögum, siðareglum og alþjóðlegum mannréttindaskuldbindingum af fyllstu nákvæmni. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem hefur lagagildi á Íslandi, kveður á um að í öllum ákvörðunum sem varða börn skuli það sem barni er fyrir bestu vera í fyrirrúmi . Barnalög nr. 76/2003 staðfesta þetta. Þegar frásögn um „tálmanir“ er sett fram án þess að meta hvort þær hafi verið nauðsynlegar til að vernda barnið, er, brotið gegn þessum grundvallarviðmiðum. Litið samfélagi eins og Íslandi býðst einstakt tækifæri til að vera í fararbroddi réttlætis og mannréttinda. Smæðin þýðir að breytingar geta átt sér stað hratt og að lögmenn, dómarar og stjórnvöld geta haft bein áhrif á menningu réttarkerfisins. Ef farið væri eftir þeim lögum og siðareglum sem þegar eru til staðar – og ef valdsækni og kerfiseinelti væri fyrirlitið í stað þess að viðgangast – gæti Ísland verið fyrirmyndarland í vernd barna og sanngirni í fjölskyldumálum. Valdaveiki og kerfisofbeldi sem kerfisvandamál „Kerfisofbeldi“ birtist þegar stofnanir og fagfólk nota vald sitt til að þrýsta á eða brjóta niður einstaklinga sem storka ríkjandi frásögn. Í forsjár- og umgengnismálum getur þetta þýtt að móðir sem ver barnið sitt gegn föður með sögu um ofbeldi og kúgun, er stimpluð sem „tálmari“ og sett undir aukinn lagalegan þrýsting. Þegar áhrifamiklir lögmenn endurtaka þessa frásögn í fjölmiðlum án gagnrýnnar greiningar, styrkja þeir kerfiseineltið og senda skýr skilaboð um að valdakerfið stendur með þeim sem beita ofbeldi – ekki þeim sem vernda börn fyrir ofbeldi Hvað þarf að gerast? Dómsmálaráðuneytið ætti að skoða hvort opinber ummæli hæstaréttarlögmannsins í þessu máli samrýmist siðareglum og ábyrgðarstöðu hans. Lögmannafélag Íslands ætti að kanna hvort þessi ummæli dragi úr trausti til stéttarinnar. Almenningur þarf að krefjast þess að lagaleg umræða um umgengnisrétt taki mið af heildarmynd – þar á meðal ástæðum takmarkana – áður en kallað er eftir harðari refsingum. Réttlæti felst ekki í því að verja kerfið fyrir gagnrýni, heldur í því að tryggja að hvert barn fái að alast upp í öruggu, kærleiksríku og virðingarríku umhverfi. Ef Ísland ætlar að vera fyrirmynd í réttlæti, þá þarf það að hefjast á því að þeir sem hafa mestu völdin innan réttarkerfisins beiti þeim af sanngirni, hlutleysi og mannúð – ekki með því að kynda undir hatri og mismunun. https://www.lmfi.is/um-lmfi/log-og-reglur-um-logmenn/sidareglur-logmanna https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003076.html Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagsmálum
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun