Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2025 23:15 Stálverksmiðjan er nokkuð stór en ekki liggur fyrir hvað olli sprengingunni í dag. AP/Gene J. Puskar Að minnsta kosti einn er látinn, tíu eru slasaðir og eins er saknað eftir stóra sprengingu í stálverksmiðju í Bandaríkjunum í dag. Sprengingin náðist á myndband og virðist hafa verið mjög umfangsmikil. Nánar tiltekið varð sprengingin í verksmiðju í Clairton í Pennsylvaníu. Enn er verið að leita í brakinu, samkvæmt AP fréttaveitunni, en einum var bjargað þaðan fyrr í kvöld. Ekki liggur fyrir hvað olli sprengingunni en henni fylgdi þó nokkrar minni sprengingar og kviknaði einnig eldur í verksmiðjunni. Höggbylgjan vegna hennar mun hafa fundist um stórt svæði. AP hefur eftir konu sem býr í meira en kílómetra fjarlægð frá verksmiðjunni að húsið hennar hafi nötrað vegna höggbylgjunnar. Æðsti yfirmaður verksmiðjunnar, Scott Buckiso, sagði á blaðamannafundi í kvöld að starfsmenn hefðu staðið sig einkar vel við erfiðar aðstæður. Þeir hefðu bjargað öðrum slösuðum starfsmönnum, slökkt á gasflæði og tryggt að verksmiðjan væri örugg. Verksmiðjan er í eigu japanska fyrirtækisins Nippon Steel Corp. en þar hafa áður orðið sprengingar í gegnum árin. Einn dó í sprengingu árið 2009 og margir slösuðust í sprengingu ári seinna. Þá brann starfsmaður til bana árið 2014. Verksmiðjan er talin sú stærsta sinnar tegundar í Norður-Ameríku og þar starfa um 1.400 manns. Þar er framleitt mikilvægt hráefni við framleiðslu stáls sem á ensku kallast „coke“. Það er framleitt með því að baka kol í ofnum við gífurlegan hita en við það myndast einnig baneitrað gas sem íbúar í Clairton hafa kvartað yfir í gegnum árin. Bandaríkin Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Nánar tiltekið varð sprengingin í verksmiðju í Clairton í Pennsylvaníu. Enn er verið að leita í brakinu, samkvæmt AP fréttaveitunni, en einum var bjargað þaðan fyrr í kvöld. Ekki liggur fyrir hvað olli sprengingunni en henni fylgdi þó nokkrar minni sprengingar og kviknaði einnig eldur í verksmiðjunni. Höggbylgjan vegna hennar mun hafa fundist um stórt svæði. AP hefur eftir konu sem býr í meira en kílómetra fjarlægð frá verksmiðjunni að húsið hennar hafi nötrað vegna höggbylgjunnar. Æðsti yfirmaður verksmiðjunnar, Scott Buckiso, sagði á blaðamannafundi í kvöld að starfsmenn hefðu staðið sig einkar vel við erfiðar aðstæður. Þeir hefðu bjargað öðrum slösuðum starfsmönnum, slökkt á gasflæði og tryggt að verksmiðjan væri örugg. Verksmiðjan er í eigu japanska fyrirtækisins Nippon Steel Corp. en þar hafa áður orðið sprengingar í gegnum árin. Einn dó í sprengingu árið 2009 og margir slösuðust í sprengingu ári seinna. Þá brann starfsmaður til bana árið 2014. Verksmiðjan er talin sú stærsta sinnar tegundar í Norður-Ameríku og þar starfa um 1.400 manns. Þar er framleitt mikilvægt hráefni við framleiðslu stáls sem á ensku kallast „coke“. Það er framleitt með því að baka kol í ofnum við gífurlegan hita en við það myndast einnig baneitrað gas sem íbúar í Clairton hafa kvartað yfir í gegnum árin.
Bandaríkin Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“