Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2025 08:32 Mohamed Salah leikur í dag fyrsta keppnisleikinn á tímabilinu þegar Liverpool mætir Crystal Palace í leiknum um Samfélagsskjöldinn á Wembley. Getty/Carl Recine Mohamed Salah, framherji Liverpool, hefur gagnrýnt Knattspyrnusamband Evrópu með því að setja spurningarmerki við tilkynningu UEFA um andlát palestínska knattspyrnumannsins Suleiman al-Obeid. UEFA sagði frá því að Al-Obeid væri látinn en ekkert um það hvernig það kom til eða hvar það gerðist. Al-Obeid, sem var 41 árs gamall, var skotinn til bana á Gaza-ströndinni af ísraelskum hermönnum á meðan hann var að bíða eftir hjálpargögnum í hinni miklu hungursneyð sem ríkir á svæðinu. Það eina sem UEFA skrifaði með mynd af Al-Obeid var: „Farewell to Suleiman al-Obeid, the ‚Palestinian Pele'“ eða „Farðu heill, Suleiman al-Obeid, Palersínu Pele“ og bætti svo við „Hæfileikaríkur leikmaður gaf óteljandi börnum von, líka á myrkustu tímum“. Can you tell us how he died, where, and why? https://t.co/W7HCyVVtBE— Mohamed Salah (@MoSalah) August 9, 2025 Al-Obeid hafði viðurnefnið Palestínu Pele vegna tilþrifa sinna inn á vellinum en hann skoraði meira en hundrað mörk á ferlinum þar af tvö þeirra í landsleikjum með Palestínu. Salah deildi færslu UEFA en spurði jafnframt: „Getið þið sagt okkur hvernig hann dó, hvar og af hverju?“ Mohamed Salah er Egypti og hefur áður talað fyrir því að fólkið á Gaza fái mannúðaraðstoð. Ísrael réðist á Gaza-ströndina eftir að Hamas samtökin drápu 1200 manns og rændu 251 til viðbótar 7. október 2023. Síðan þá hafa meira en 61 þúsund manns verið drepnir á Gaza-ströndinni í árásum Ísraelsmanna þar af 38 bara á síðasta sólarhring. Samkvæmt upplýsingum Sameinuðu þjóðanna þá hefur 1373 Palestínumaður verið skotinn til bana síðan í maí við það eitt að reyna að ná sér í matargjöf í neyðaraðstoð Sameinuðu þjóðanna. View this post on Instagram A post shared by ᴇɢɪᴘᴛᴜs ᴇɴᴛᴇʀᴛᴀɪɴᴍᴇɴᴛ ʟʟᴄ ® (@egiptusentertainment) Enski boltinn UEFA Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira
UEFA sagði frá því að Al-Obeid væri látinn en ekkert um það hvernig það kom til eða hvar það gerðist. Al-Obeid, sem var 41 árs gamall, var skotinn til bana á Gaza-ströndinni af ísraelskum hermönnum á meðan hann var að bíða eftir hjálpargögnum í hinni miklu hungursneyð sem ríkir á svæðinu. Það eina sem UEFA skrifaði með mynd af Al-Obeid var: „Farewell to Suleiman al-Obeid, the ‚Palestinian Pele'“ eða „Farðu heill, Suleiman al-Obeid, Palersínu Pele“ og bætti svo við „Hæfileikaríkur leikmaður gaf óteljandi börnum von, líka á myrkustu tímum“. Can you tell us how he died, where, and why? https://t.co/W7HCyVVtBE— Mohamed Salah (@MoSalah) August 9, 2025 Al-Obeid hafði viðurnefnið Palestínu Pele vegna tilþrifa sinna inn á vellinum en hann skoraði meira en hundrað mörk á ferlinum þar af tvö þeirra í landsleikjum með Palestínu. Salah deildi færslu UEFA en spurði jafnframt: „Getið þið sagt okkur hvernig hann dó, hvar og af hverju?“ Mohamed Salah er Egypti og hefur áður talað fyrir því að fólkið á Gaza fái mannúðaraðstoð. Ísrael réðist á Gaza-ströndina eftir að Hamas samtökin drápu 1200 manns og rændu 251 til viðbótar 7. október 2023. Síðan þá hafa meira en 61 þúsund manns verið drepnir á Gaza-ströndinni í árásum Ísraelsmanna þar af 38 bara á síðasta sólarhring. Samkvæmt upplýsingum Sameinuðu þjóðanna þá hefur 1373 Palestínumaður verið skotinn til bana síðan í maí við það eitt að reyna að ná sér í matargjöf í neyðaraðstoð Sameinuðu þjóðanna. View this post on Instagram A post shared by ᴇɢɪᴘᴛᴜs ᴇɴᴛᴇʀᴛᴀɪɴᴍᴇɴᴛ ʟʟᴄ ® (@egiptusentertainment)
Enski boltinn UEFA Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira