Innlent

Ó­með­vitaðir ferða­menn í Reynis­fjöru, síbökuð hjón og tölvu­spil fram á nótt

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld.
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Ferðamenn í Reynisfjöru segjast lítið hafa vitað um hætturnar áður en þeir heimsóttu fjöruna. Þeir kalla eftir skýrari leiðbeiningum og fleiri skiltum. Hjón sem urðu vitni að banaslysi um síðustu helgi telja að lífvörður á staðnum myndi aðeins vekja falska öryggistilfinningu.

Farið verður yfir málið í kvöldfréttum Sýnar. Við rýnum einnig í fyrirætlanir Ísraela um að taka enn frekari stjórn á Gasasvæðinu, en fleiri en 61 þúsund hafa verið drepnir frá því Ísraelar hófu hernað á Gasa í október 2023. Rætt verður við sérfræðing í alþjóðamálum í myndveri í fréttatímanum.

Eins verður rætt við fulltrúa atvinnulífsins um yfirvofandi samdrátt í húsnæðisuppbyggingu, sem hann segir mega rekja til hækkandi gjalda hins opinbera. Við segjum þá frá stjörnubrúðkaupi sem fór fram í Hallgrímskirkju í dag, þegar ein þekktustu hjón Nígeríu létu gefa sig saman en þó ekki í fyrsta skipti, sjáum siglingu að bústað forseta, og verðum í beinni frá stærðarinnar rafíþróttamóti sem fer af stað í dag.

Kvöldfréttir má sjá í heild sinni hér að neðan:

Klippa: Kvöldfréttir 8. ágúst 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×