Golf

Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Ís­lands­mótinu í golfi

Árni Jóhannsson skrifar
19 HULDA CLARA
vísir / ívar

Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG tók afgerandi forystu í Íslandsmótinu í golfi sem fram fer á Hvaleyrarvellinum í Hafnarfirði í dag. Var þetta annar dagur Íslandsmótsins og spilaði Hulda á 71 höggum í dag og er fjórum höggum undir pari.

Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG tók afgerandi forystu í Íslandsmótinu í golfi sem fram fer á Hvaleyrarvellinum í Hafnarfirði í dag. Var þetta annar dagur Íslandsmótsins og spilaði Hulda á 71 höggum í dag og er fjórum höggum undir pari.

Eftir fyrsta daginn þá deildi Hulda Clara fyrsta sætinu með Karen Lind Stefánsdóttir en Karen átti ekki góðan dag og spilaði á 10 yfir pari og datt niður í sjöunda sæti ásamt tveimur öðrum kylfingum. Hulda Clara leiðir með fimm höggum á næsta kylfing.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, úr Golfklúbbnum Keili, hoppaði upp í annað sætið en hún spilaði á einu höggi yfir pari í dag og er einu höggi yfir pari í heild að loknum öðrum deginum. Ragnhildur Kristinsdóttir, úr Golfklúbbi Reykjavíkur, gerði svo einstaklega vel og hoppaði upp um sex sæti í það þriðja með því að spila á pari í dag en hún er á þremur höggum yfir pari.

Eftir annan dag Íslandsmótsins er skorið niður um helming þátttakenda og hafa 20 kylfingar lokið keppni. Síðastar inn eftir að niðurskurðarhnífnum hefur verið beitt eru Marianna Ulriksen, Guðrún Birna Snæþórsdóttir og Hafdís Alda Jóhannsdóttir sem allar koma úr Golfklúbbnum Keili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×