Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. ágúst 2025 17:02 Ragnhildur segir slysin og öfgafulla umræðu taka mjög á landeigendur. Vísir/Sigurjón Landeigandi í Reynisfjöru segir nauðsynlegt að tekið sé mark á reynslu, sem hlotist hefur í gegnum tíðina um hvað virkar og hvað ekki í öryggismálum á svæðinu. Hörmuleg slys og harkaleg orðræða taki bæði á fyrir landeigendur og viðbragðsaðila. Starfshópur, sem settur var á laggirnar eftir banaslys í Reynisfjöru árin 2021 og 2022, kom saman síðastliðinn þriðjudag til að fara yfir hvaða öryggisatriði megi bæta í fjörunni. Níu ára gömul stúlka frá Þýskalandi lést eftir að alda hrifsaði hana með sér síðastliðinn laugardag. Tekin hefur verið ákvörðun um að lækka mörkin fyrir því að viðvörunarljós verði sett á rautt í fjörunni og þegar það er gert verður fjörunni lokað. Hópurinn fundar aftur í dag. Landeigendur segja þrjú síðustu banaslys hafa orðið í þessum helli. Ferðamenn hafi orðið þar innlyksa og sjórinn hrifsað þá á haf út.Vísir/Sigurjón „Mér líst vel á framhaldið. Það eru margar hugmyndir á lofti. Hópurinn er mjög einbeittur og það er búið að safna miklum upplýsingum um hvað virkar, hvað virkar verr. Það er að koma mikil reynsla í reynslubankann hjá þessum viðbragðsaðilum: Almannavörnum og Ferðamálastofu,“ segir Ragnhildur Hrund Jónsdóttir ábúandi í Prestshúsum og landeigandi í Reynisfjöru. Hræddust við að fleiri fari í einu Hugmyndir hafa verið á lofti um að setja mannaða vakt í fjöruna. Ragnhildur nefnir að það hafi verið reynt áður og reynslan sé ekki góð. „Það varð grjóthrun árið 2017, sem er mesta mildi að enginn slasaðist í en þar reyndi á að lögregla reyndi að stoppa fólk í að fara að skriðunni. Það gekk þannig að við höfum þá reynslu að það líklega virkar ekki að vera með mannaða gæslu. Hún þyrfti að vera býsna öflug og það kostar,“ segir Ragnhildur. Mörg þúsund ferðamenn heimsækja Reynisfjöru á hverjum degi yfir hásumarið.Vísir/Sigurjón „Við erum mest hrædd um að fólk reyni að fara á eftir þeim sem er þegar farinn í sjóinn. Það er stórhættulegt og þá gætu fleiri tapað lífi. Það er nógu hræðilegt þegar einn fer og við höfum mestar áhyggjur af því að það fari fleiri í einu. Það er yfirvofandi hætta og við þurfum að gera allt sem við getum til að koma í veg fyrir að hún raungerist.“ Komi sér líka í vandræði í logni Þessi mannskaði hlýtur að taka svakalega á ykkur sem eigið hér land og líka starfsfólkið á veitingastaðnum? „Þetta hefur verið gríðarlegt álag á viðbragðsaðila, sjúkraflutningafólk í Vík. Þetta er stór hópur, þetta er sama fólkið aftur og aftur. Björgunarsveitarfólkið, það fer í útköllin aftur og aftur. Enda hafa þau mesta reynsluna af björguninni og svo auðvitað starfsfólkið í Svörtu fjöru, það er orðið með áfallateymisreynslu,“ segir Ragnhildur. „Þetta er mjög erfitt og auðvitað eru landeigendur mjög áhyggjufullir yfir fjörunni alltaf. Alla daga. Ef það er ekki mikil alda er fólk líka að koma sér í vandræði. Maður skilur fólk sem kemur hér í heimsókn og vill komast nær náttúrunni.“ Íslendingar hegði sér öðruvísi Þegar fréttastofa var í Reynisfjöru í gær virtust fáir ferðamenn staldra við og skoða viðvörunarskiltin. Fjölmargir stóðu niðri í fjöruborði og eltu öldurnar, þrátt fyrir að viðvörunarljósið væri gult. Þetta skilti stendur fyrir ofan fjöruna. Þar er varað við ólagsöldum og ljósin gefa merki um öryggisástandið í fjörunni. Þegar myndin var tekin blikkaði ljósið gult.Vísir/Sigurjón „Mjög margir skoða skiltin, mjög margir átta sig á því að þetta er hættulegt. Einhverjir fara glannalegar en ég myndi gera. Þegar ég heimsæki fjöruna er ég alltaf varkárari. En ég þekki slysin, meiriparturinn af fólkinu hérna veit ekki af banaslysinu,“ segir Ragnhildur. „Íslendingar hegða sér öðruvísi í fjörunni en erlendir ferðamenn. Kannski eru erlendir ferðamenn vara því að þeim sé stýrt meira. Að það sé lokað ef það er hættulegt. Við erum ekki vön því. Kannski mun lokunin, sem er í kortunum, hafa meiri áhrif. Það verða örugglega einhverjir óánægðir með að komast ekki niður í fjöru.“ Reynisfjara Ferðaþjónusta Mýrdalshreppur Öryggi á ferðamannastöðum Slysavarnir Tengdar fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Eistnesk hjón, sem voru stödd í Reynisfjöru þegar banaslys varð þar um síðustu helgi, telja að hugmyndir um mannaða vakt í fjörunni myndu litlu skila. Ferðamenn myndu einungis fyllast falskri öryggistilfinningu og verða kærulausari. 8. ágúst 2025 10:49 „Það fer enginn lífvörður út í“ Sérfræðingur í öryggismálum hjá Ferðamálastofu segir flókið verkefni að finna eina lausn á öryggismálum í Reynisfjöru. Fjaran sé á stöðugri hreyfingu og sjórinn svo svikull að ómögulegt væri að hafa þar lífvörð. Enginn, sama hversu vel þjálfaður, geti synt í land. 7. ágúst 2025 21:08 Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sérfræðingur á sviði öryggismála hjá Ferðamálastofu hefur mikla trú á að þær aðgerðir sem landeigendur Reynisfjöru ákváðu að grípa til í gær muni koma til með að bæta öryggi töluvert á svæðinu. Hann segir að kjarninn í góðum gæða -og öryggiskerfum sé að rýna hvað betur megi gera þegar slys verða. 6. ágúst 2025 12:44 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Starfshópur, sem settur var á laggirnar eftir banaslys í Reynisfjöru árin 2021 og 2022, kom saman síðastliðinn þriðjudag til að fara yfir hvaða öryggisatriði megi bæta í fjörunni. Níu ára gömul stúlka frá Þýskalandi lést eftir að alda hrifsaði hana með sér síðastliðinn laugardag. Tekin hefur verið ákvörðun um að lækka mörkin fyrir því að viðvörunarljós verði sett á rautt í fjörunni og þegar það er gert verður fjörunni lokað. Hópurinn fundar aftur í dag. Landeigendur segja þrjú síðustu banaslys hafa orðið í þessum helli. Ferðamenn hafi orðið þar innlyksa og sjórinn hrifsað þá á haf út.Vísir/Sigurjón „Mér líst vel á framhaldið. Það eru margar hugmyndir á lofti. Hópurinn er mjög einbeittur og það er búið að safna miklum upplýsingum um hvað virkar, hvað virkar verr. Það er að koma mikil reynsla í reynslubankann hjá þessum viðbragðsaðilum: Almannavörnum og Ferðamálastofu,“ segir Ragnhildur Hrund Jónsdóttir ábúandi í Prestshúsum og landeigandi í Reynisfjöru. Hræddust við að fleiri fari í einu Hugmyndir hafa verið á lofti um að setja mannaða vakt í fjöruna. Ragnhildur nefnir að það hafi verið reynt áður og reynslan sé ekki góð. „Það varð grjóthrun árið 2017, sem er mesta mildi að enginn slasaðist í en þar reyndi á að lögregla reyndi að stoppa fólk í að fara að skriðunni. Það gekk þannig að við höfum þá reynslu að það líklega virkar ekki að vera með mannaða gæslu. Hún þyrfti að vera býsna öflug og það kostar,“ segir Ragnhildur. Mörg þúsund ferðamenn heimsækja Reynisfjöru á hverjum degi yfir hásumarið.Vísir/Sigurjón „Við erum mest hrædd um að fólk reyni að fara á eftir þeim sem er þegar farinn í sjóinn. Það er stórhættulegt og þá gætu fleiri tapað lífi. Það er nógu hræðilegt þegar einn fer og við höfum mestar áhyggjur af því að það fari fleiri í einu. Það er yfirvofandi hætta og við þurfum að gera allt sem við getum til að koma í veg fyrir að hún raungerist.“ Komi sér líka í vandræði í logni Þessi mannskaði hlýtur að taka svakalega á ykkur sem eigið hér land og líka starfsfólkið á veitingastaðnum? „Þetta hefur verið gríðarlegt álag á viðbragðsaðila, sjúkraflutningafólk í Vík. Þetta er stór hópur, þetta er sama fólkið aftur og aftur. Björgunarsveitarfólkið, það fer í útköllin aftur og aftur. Enda hafa þau mesta reynsluna af björguninni og svo auðvitað starfsfólkið í Svörtu fjöru, það er orðið með áfallateymisreynslu,“ segir Ragnhildur. „Þetta er mjög erfitt og auðvitað eru landeigendur mjög áhyggjufullir yfir fjörunni alltaf. Alla daga. Ef það er ekki mikil alda er fólk líka að koma sér í vandræði. Maður skilur fólk sem kemur hér í heimsókn og vill komast nær náttúrunni.“ Íslendingar hegði sér öðruvísi Þegar fréttastofa var í Reynisfjöru í gær virtust fáir ferðamenn staldra við og skoða viðvörunarskiltin. Fjölmargir stóðu niðri í fjöruborði og eltu öldurnar, þrátt fyrir að viðvörunarljósið væri gult. Þetta skilti stendur fyrir ofan fjöruna. Þar er varað við ólagsöldum og ljósin gefa merki um öryggisástandið í fjörunni. Þegar myndin var tekin blikkaði ljósið gult.Vísir/Sigurjón „Mjög margir skoða skiltin, mjög margir átta sig á því að þetta er hættulegt. Einhverjir fara glannalegar en ég myndi gera. Þegar ég heimsæki fjöruna er ég alltaf varkárari. En ég þekki slysin, meiriparturinn af fólkinu hérna veit ekki af banaslysinu,“ segir Ragnhildur. „Íslendingar hegða sér öðruvísi í fjörunni en erlendir ferðamenn. Kannski eru erlendir ferðamenn vara því að þeim sé stýrt meira. Að það sé lokað ef það er hættulegt. Við erum ekki vön því. Kannski mun lokunin, sem er í kortunum, hafa meiri áhrif. Það verða örugglega einhverjir óánægðir með að komast ekki niður í fjöru.“
Reynisfjara Ferðaþjónusta Mýrdalshreppur Öryggi á ferðamannastöðum Slysavarnir Tengdar fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Eistnesk hjón, sem voru stödd í Reynisfjöru þegar banaslys varð þar um síðustu helgi, telja að hugmyndir um mannaða vakt í fjörunni myndu litlu skila. Ferðamenn myndu einungis fyllast falskri öryggistilfinningu og verða kærulausari. 8. ágúst 2025 10:49 „Það fer enginn lífvörður út í“ Sérfræðingur í öryggismálum hjá Ferðamálastofu segir flókið verkefni að finna eina lausn á öryggismálum í Reynisfjöru. Fjaran sé á stöðugri hreyfingu og sjórinn svo svikull að ómögulegt væri að hafa þar lífvörð. Enginn, sama hversu vel þjálfaður, geti synt í land. 7. ágúst 2025 21:08 Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sérfræðingur á sviði öryggismála hjá Ferðamálastofu hefur mikla trú á að þær aðgerðir sem landeigendur Reynisfjöru ákváðu að grípa til í gær muni koma til með að bæta öryggi töluvert á svæðinu. Hann segir að kjarninn í góðum gæða -og öryggiskerfum sé að rýna hvað betur megi gera þegar slys verða. 6. ágúst 2025 12:44 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Eistnesk hjón, sem voru stödd í Reynisfjöru þegar banaslys varð þar um síðustu helgi, telja að hugmyndir um mannaða vakt í fjörunni myndu litlu skila. Ferðamenn myndu einungis fyllast falskri öryggistilfinningu og verða kærulausari. 8. ágúst 2025 10:49
„Það fer enginn lífvörður út í“ Sérfræðingur í öryggismálum hjá Ferðamálastofu segir flókið verkefni að finna eina lausn á öryggismálum í Reynisfjöru. Fjaran sé á stöðugri hreyfingu og sjórinn svo svikull að ómögulegt væri að hafa þar lífvörð. Enginn, sama hversu vel þjálfaður, geti synt í land. 7. ágúst 2025 21:08
Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sérfræðingur á sviði öryggismála hjá Ferðamálastofu hefur mikla trú á að þær aðgerðir sem landeigendur Reynisfjöru ákváðu að grípa til í gær muni koma til með að bæta öryggi töluvert á svæðinu. Hann segir að kjarninn í góðum gæða -og öryggiskerfum sé að rýna hvað betur megi gera þegar slys verða. 6. ágúst 2025 12:44