Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. ágúst 2025 12:12 Birgir segir þjálfun starfsfólks og hönnun fangelsisins að Hólmsheiði gera einangrunarföngum afar erfitt fyrir að eiga samskipti sín á milli. Vísir/Lýður Fangelsismálastjóri segir nánast útilokað að sakborningar sem sæti einangrun vegna sömu sakamálarannsóknar nái að hafa samskipti, vegna hönnunar Hólmsheiðarfangelsis. Fangar sem eru til rannsóknar í sömu málum eigi ekki að nota sömu útivistarsvæði, en fjöldi fanga í gæsluvarðahaldi reynist þó áskorun. Eins og greint var frá í gær er Lúkas Geir Ingvarsson, einn sakborninga í Gufunesmálinu, grunaður um að reyna að fá yngsta sakborninginn í málinu, Matthías Björn Erlingsson, til þess að taka á sig sök í málinu og skipta um verjanda. Það hafi Lúkas ætlað að gera með handskrifuðu bréfi sem hann hafi skilið eftir á útisvæði Hólsmheiðarfangelsis fyrir einangrunarfanga í von um að Matthías fyndi það. Annar fangi gekk þó fram á það á undan og fékk það fangaverði. Það leiddi til þess að öryggisupptökur voru skoðaðar, en þær sýndu Lúkas koma bréfinu fyrir undir bekk á útisvæðinu. Settur fangelsismálastjóri segir fanga í einangrun hafa heimild til bréfaskrifta, til að mynda til lögmanna sinna, þó þeir megi að sjálfsögðu ekki skrifast á hver við annan. „Það að fangar í einangrun skuli reyna að hafa samband sín á milli og geri tilraun til að eiga samskipti er ekki óþekkt, og er áhættuþáttur í starfsemi fangelsa,“ segir Birgir Jónasson, settur fangelsismálastjóri, sem segist þó ekki geta tjáð sig um einstök mál. Fangelsið sé þó hannað þannig að fangar í einangrun geti ekki átt samskipti sín á milli, til að mynda með notkun mismunandi útivistarsvæða. „Þannig að fangar sem eru vistaðir á sama tíma og í þágu meðferðar sama sakamáls noti ekki sama útivistarsvæði.“ Fangelsið sé mikið nýtt, og því fylgi ákveðnar áskoranir og aukin áhætta. Það sem af er ári hafi að meðaltali 60 manns verið í gæsluvarðhaldi á hverjum degi. „Fangelsiskerfið gerir auðvitað ekki ráð fyrir þessari miklu notkun, enda er þetta talsvert fleiri en fangelsisrými á Hólsmheiði leyfir.“ Engu að síður sé afar ólíklegt að fangar í einangrun nái að hafa samskipti við aðra en þá sem þeim er heimilt að ræða við meðan á einangrun stendur. „Bæði hönnun fangelsisins og þjálfun starfsfólks gerir þetta afar erfitt, myndi ég telja.“ Fangelsismál Manndráp í Gufunesi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Eins og greint var frá í gær er Lúkas Geir Ingvarsson, einn sakborninga í Gufunesmálinu, grunaður um að reyna að fá yngsta sakborninginn í málinu, Matthías Björn Erlingsson, til þess að taka á sig sök í málinu og skipta um verjanda. Það hafi Lúkas ætlað að gera með handskrifuðu bréfi sem hann hafi skilið eftir á útisvæði Hólsmheiðarfangelsis fyrir einangrunarfanga í von um að Matthías fyndi það. Annar fangi gekk þó fram á það á undan og fékk það fangaverði. Það leiddi til þess að öryggisupptökur voru skoðaðar, en þær sýndu Lúkas koma bréfinu fyrir undir bekk á útisvæðinu. Settur fangelsismálastjóri segir fanga í einangrun hafa heimild til bréfaskrifta, til að mynda til lögmanna sinna, þó þeir megi að sjálfsögðu ekki skrifast á hver við annan. „Það að fangar í einangrun skuli reyna að hafa samband sín á milli og geri tilraun til að eiga samskipti er ekki óþekkt, og er áhættuþáttur í starfsemi fangelsa,“ segir Birgir Jónasson, settur fangelsismálastjóri, sem segist þó ekki geta tjáð sig um einstök mál. Fangelsið sé þó hannað þannig að fangar í einangrun geti ekki átt samskipti sín á milli, til að mynda með notkun mismunandi útivistarsvæða. „Þannig að fangar sem eru vistaðir á sama tíma og í þágu meðferðar sama sakamáls noti ekki sama útivistarsvæði.“ Fangelsið sé mikið nýtt, og því fylgi ákveðnar áskoranir og aukin áhætta. Það sem af er ári hafi að meðaltali 60 manns verið í gæsluvarðhaldi á hverjum degi. „Fangelsiskerfið gerir auðvitað ekki ráð fyrir þessari miklu notkun, enda er þetta talsvert fleiri en fangelsisrými á Hólsmheiði leyfir.“ Engu að síður sé afar ólíklegt að fangar í einangrun nái að hafa samskipti við aðra en þá sem þeim er heimilt að ræða við meðan á einangrun stendur. „Bæði hönnun fangelsisins og þjálfun starfsfólks gerir þetta afar erfitt, myndi ég telja.“
Fangelsismál Manndráp í Gufunesi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira