Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. ágúst 2025 20:13 Íris Guðnadóttir Landeigandi við Reynisfjöru bindur vonir við nýjar öryggisreglur við Reynisfjöru. Vísir/Lýður Valberg Hættulegasta svæðinu í Reynisfjöru verður lokað með hliði þegar aðstæður eru slæmar og rautt varúðarljós mun blikka oftar en áður til að auka öryggi gesta á svæðinu. Landeigandi og björgunarsveitarkona á svæðinu útilokar ekki að gripið verði til frekari öryggisráðstafana við fjöruna í framtíðinni. Ákveðið var að breyta öryggisreglum við Reynisfjöru á fundi landeigenda og viðbragðsaðila í dag. Um helgina lést níu ára þýsk stúlka sem var í fjörunni en fór út á haf út. Faðir hennar og systir sem einnig lentu í sjónum komust aftur í land en stúlkan sem lést fannst um tveimur klukkustundum eftir að hún hafnaði í sjónum. Banaslysið er það sjötta í fjörunni á þessari öld. Stofna öryggishóp Íris Guðnadóttir landeigandi við Reynisfjöru segir landeigendur og viðbragðsaðila á fundinum hafa verið sammála um að ráðstafanirnar væru rétt skref að svo stöddu. Þá hafi verið stofnaður öryggishópur sem muni hittast reglulega og fara yfir stöðu öryggismála á svæðinu. „Alveg eins og Reynisfjara er síbreytileg þá eru aðstæður síbreytilegar og við erum alltaf að læra og það getur vel verið að við ákveðum að grípa til frekari ráðstafana.“ En í hverju felast breytingarnar? „Hættustuðullinn í ölduspárkerfinu verður minnkaður þannig að það ætti að koma oftar eða fyrr rautt ljós. Svo verður þetta þannig að leiðbeiningar verða einfaldaðar þannig að við verðum með eitt rautt svæði og þegar rauða ljósið kemur verður það við þær aðstæður að hættustuðull er þess eðlis. Og ef sjórinn nær að stuðlaberginu, þá erum við komin yfir á rautt og þá munum við setja lokun á útsýnispallinn sem er í fjörukambinum. Þá er fólki ekki heimilt að fara niður að stuðlaberginu heldur má það vera á útsýnispallinum eða ganga vestur með fjörunni án þess að fara niður í flæðarmál,“ segir Íris. Haldið þið að hlið dugi til að halda fólki frá svæðinu? „Það mun alla vega vonandi hjálpa heilmikið. Þarna verður alveg skýrt að ef þú ferð hérna inn á þetta rauða svæði ertu á eigin ábyrgð og það er mikil hætta. Þarna erum við komin með þrefalda viðvörun, það er lokunarhlið sem þú þarft bókstaflega að klofa yfir, það er rautt blikkandi ljós og svo verða upplýsingar um rautt svæði sem er hættusvæði.“ Íris segir undanfarna daga hafa reynst landeigendum erfiðir. „Við erum í björgunarsveitunum og erum oft fyrst á staðinn. Þetta er náttúrlega hræðilegt að horfa upp á. Við tökum utan um aðstandendur og þá sem verða vitni að þessu. Þannig að þetta er hræðilegt slys, hugur okkar er hjá þessari fjölskyldu og þetta hafa verið mjög erfiðir dagar.“ Reynisfjara Öryggi á ferðamannastöðum Ferðaþjónusta Mýrdalshreppur Jarða- og lóðamál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Ákveðið var að breyta öryggisreglum við Reynisfjöru á fundi landeigenda og viðbragðsaðila í dag. Um helgina lést níu ára þýsk stúlka sem var í fjörunni en fór út á haf út. Faðir hennar og systir sem einnig lentu í sjónum komust aftur í land en stúlkan sem lést fannst um tveimur klukkustundum eftir að hún hafnaði í sjónum. Banaslysið er það sjötta í fjörunni á þessari öld. Stofna öryggishóp Íris Guðnadóttir landeigandi við Reynisfjöru segir landeigendur og viðbragðsaðila á fundinum hafa verið sammála um að ráðstafanirnar væru rétt skref að svo stöddu. Þá hafi verið stofnaður öryggishópur sem muni hittast reglulega og fara yfir stöðu öryggismála á svæðinu. „Alveg eins og Reynisfjara er síbreytileg þá eru aðstæður síbreytilegar og við erum alltaf að læra og það getur vel verið að við ákveðum að grípa til frekari ráðstafana.“ En í hverju felast breytingarnar? „Hættustuðullinn í ölduspárkerfinu verður minnkaður þannig að það ætti að koma oftar eða fyrr rautt ljós. Svo verður þetta þannig að leiðbeiningar verða einfaldaðar þannig að við verðum með eitt rautt svæði og þegar rauða ljósið kemur verður það við þær aðstæður að hættustuðull er þess eðlis. Og ef sjórinn nær að stuðlaberginu, þá erum við komin yfir á rautt og þá munum við setja lokun á útsýnispallinn sem er í fjörukambinum. Þá er fólki ekki heimilt að fara niður að stuðlaberginu heldur má það vera á útsýnispallinum eða ganga vestur með fjörunni án þess að fara niður í flæðarmál,“ segir Íris. Haldið þið að hlið dugi til að halda fólki frá svæðinu? „Það mun alla vega vonandi hjálpa heilmikið. Þarna verður alveg skýrt að ef þú ferð hérna inn á þetta rauða svæði ertu á eigin ábyrgð og það er mikil hætta. Þarna erum við komin með þrefalda viðvörun, það er lokunarhlið sem þú þarft bókstaflega að klofa yfir, það er rautt blikkandi ljós og svo verða upplýsingar um rautt svæði sem er hættusvæði.“ Íris segir undanfarna daga hafa reynst landeigendum erfiðir. „Við erum í björgunarsveitunum og erum oft fyrst á staðinn. Þetta er náttúrlega hræðilegt að horfa upp á. Við tökum utan um aðstandendur og þá sem verða vitni að þessu. Þannig að þetta er hræðilegt slys, hugur okkar er hjá þessari fjölskyldu og þetta hafa verið mjög erfiðir dagar.“
Reynisfjara Öryggi á ferðamannastöðum Ferðaþjónusta Mýrdalshreppur Jarða- og lóðamál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira