Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. ágúst 2025 14:47 Aðstaða áhorfenda á Hvaleyrarvellinum verður betri en nokkru sinni fyrr. GSÍ / seth@golf.is Aðstaða fyrir áhorfendur á Íslandsmótinu í golfi verður einkar vegleg þetta árið. Að erlendri fyrirmynd verður risaskjá komið fyrir á Hvaleyrarvelli og sérstakt áhorfendasvæði verður opnað, ásamt veitingatjaldi sem rúmar hundrað manns. Frítt er inn á mótið fyrir alla sem vilja fylgjast með. Kort af Hvaleyrarvellinum eins og hann verður um næstu helgi. GSÍ Golfklúbburinn Keilir heldur Íslandsmótið á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði þetta árið, mótið hefst næsta fimmtudag og lýkur á sunnudag. Þar munu fremstu kylfingar landsins, atvinnukylfingar og margir fyrrverandi meistarar etja kappi. Meðal bestu keppenda í karlaflokki má nefna Tómas Eiríksson Hjaltested, sem er með lægstu forgjöfina og hefur verið í fimm efstu sætunum í öllum mótum sumarsins, eða atvinnukylfingana Guðmund Ágúst Kristjánsson og Harald Franklín Magnús, sem leika báðir á næststerkustu Evópumótaröðinni. Að ógleymdum ríkjandi Íslandsmeistaranum, Aroni Snæ Júlíussyni. Meðal besta keppenda í kvennaflokki má nefna Ragnhildi Kristinsdóttur, sem varð á dögunum fyrsti íslenski atvinnukylfingurinn til að fagna sigri næststerkustu Evrópumótaröðinni, og þrefalda meistarann frá því í fyrra, Huldu Clöru Gestsdóttur. Hulda Clara og Aron Snær eru ríkjandi Íslandsmeistarar.GSÍ / seth@golf.is Þau ásamt fjölmörgum öðrum kylfingum munu leika listir sínar á Hvaleyrarvellinum, frekar má lesa um keppendur hér, áhorfendur geta fylgst vel með og notið sín á meðan. Veitingatjald, risaskjár og stuðsvæði Veitingatjald verður staðsett á miðri Hvaleyrinni, við fjórtándu flötina. Þar munu um hundrað manns geta fengið sér sæti og notið veitinga en jafnframt fylgst með mótinu á sjónvarpsskjá. Við fimmtándu flötina verður svo komið fyrir risaskjá, tvö hundruð fermetra breiðtjaldi, sem mun sýna stöðu mótsins og allar helstu upplýsingar. Fyrir utan golfskálann verður mesta stuðið, á sérstöku stuðningsmannasvæði (e. FanZone) þar sem áhorfendur geta komið saman og gert sér glaðan dag. „Allir eru velkomnir á Íslandsmótið í golfi til að fylgjast með landsins bestu og efnilegustu kylfingum, og ekki þarf að greiða aðgangseyri“ segir í fréttatilkynningu Keilis. Hvaleyrarvöllur í Hafnarfirði er einn glæsilegasti golfvöllur landsins. keilir.is Golf Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Kort af Hvaleyrarvellinum eins og hann verður um næstu helgi. GSÍ Golfklúbburinn Keilir heldur Íslandsmótið á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði þetta árið, mótið hefst næsta fimmtudag og lýkur á sunnudag. Þar munu fremstu kylfingar landsins, atvinnukylfingar og margir fyrrverandi meistarar etja kappi. Meðal bestu keppenda í karlaflokki má nefna Tómas Eiríksson Hjaltested, sem er með lægstu forgjöfina og hefur verið í fimm efstu sætunum í öllum mótum sumarsins, eða atvinnukylfingana Guðmund Ágúst Kristjánsson og Harald Franklín Magnús, sem leika báðir á næststerkustu Evópumótaröðinni. Að ógleymdum ríkjandi Íslandsmeistaranum, Aroni Snæ Júlíussyni. Meðal besta keppenda í kvennaflokki má nefna Ragnhildi Kristinsdóttur, sem varð á dögunum fyrsti íslenski atvinnukylfingurinn til að fagna sigri næststerkustu Evrópumótaröðinni, og þrefalda meistarann frá því í fyrra, Huldu Clöru Gestsdóttur. Hulda Clara og Aron Snær eru ríkjandi Íslandsmeistarar.GSÍ / seth@golf.is Þau ásamt fjölmörgum öðrum kylfingum munu leika listir sínar á Hvaleyrarvellinum, frekar má lesa um keppendur hér, áhorfendur geta fylgst vel með og notið sín á meðan. Veitingatjald, risaskjár og stuðsvæði Veitingatjald verður staðsett á miðri Hvaleyrinni, við fjórtándu flötina. Þar munu um hundrað manns geta fengið sér sæti og notið veitinga en jafnframt fylgst með mótinu á sjónvarpsskjá. Við fimmtándu flötina verður svo komið fyrir risaskjá, tvö hundruð fermetra breiðtjaldi, sem mun sýna stöðu mótsins og allar helstu upplýsingar. Fyrir utan golfskálann verður mesta stuðið, á sérstöku stuðningsmannasvæði (e. FanZone) þar sem áhorfendur geta komið saman og gert sér glaðan dag. „Allir eru velkomnir á Íslandsmótið í golfi til að fylgjast með landsins bestu og efnilegustu kylfingum, og ekki þarf að greiða aðgangseyri“ segir í fréttatilkynningu Keilis. Hvaleyrarvöllur í Hafnarfirði er einn glæsilegasti golfvöllur landsins. keilir.is
Golf Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira