Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. júlí 2025 20:03 Fannar Máni með mömmu sinni, Hildi Hlín við „Fannars bakarí“ í Innri Njarðvík í Reykjanesbæ. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fannar Máni Halldórsson, sem er níu ára strákur í Innri Njarðvík í Reykjanesbæ deyr ekki ráðalaus því hann hefur komið sér upp sölubás við heimili fjölskyldunnar þar sem hann selur nýsteiktar kleinur, Muffins og skúffukökur. Íbúar fagna framtakinu og hrósa Fannari fyrir framtakið en hann er að safna sér peningum til að komast á Ferrari bílasýningu á Ítalíu. „Fannars bakarí“ stendur á skiltinu þar sem Fannar stendur vaktina og selur bakarísbakkelsi en um baksturinn sjá foreldrar hans og amma og afi inn í húsinu við Njarðvíkurbraut 1 í Innri Njarðvík. Hann ber síðan vörurnar jafnóðum í básinn sinn þar sem er oftast nóg að gera. „Ég ætla að fá tvo kleinupoka“, segir Friðjón Ingi Sörensson, viðskiptavinur. „Já tvo kleinupoka, hérna gjörðu svo vel,“ segir Fannar. Ég ætla að fara að ná mér í kleinu eða eitthvað nýbakað, það gaman að fá þetta hérna. Það er um að gera að styrkja þessa krakka, sem eru svona dugleg við þetta,” segir Guðmundur Ólafsson, viðskiptavinur, „Þetta eru bara bestur kleinur, sem ég hef fengið Fannar. Gangi þér svo vel elskan mín,” segir Guðrún María Vilbergsdóttir. „Þetta er geggjað, svona á unga fólkið að hugsa í dag og fá leyfi til að vera svolítið sjálfstæð, það skiptir öllu máli,” segir Fanný Laustsen, viðskiptavinur. Hversu marga poka ætlar þú að fá? „Heyrðu, verð ég ekki að fá tvo poka,” segir Hafdís Hafsteinsdóttir, viðskiptavinur. „Já, það er eitt þúsund kall. Gjörðu svo vel og gangi þér vel,” segir Fannar við Hafdísi. Þetta er öflugur strákur, finnst þér það ekki? „Mjög svo, æðislegur, vel gert hjá þér. Ég sé hann alveg fyrir mér, sem bakari framtíðarinnar,” segir Hafdís alsæl með viðskiptin. Bakkelsið er sett í poka eins og þessa, sem viðskiptavinurinn fær með því, sem hann keypti af Fannari Mána.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þetta er ótrúlegt, bara 9 ára gamall, hvað segir mamma hans við því? „Já, hann er mjög góður í allskonar svona og fær alveg stuðning frá okkur að gera það sem honum dettur í hug,” segir Hildur Hlín Jónsdóttir, mamma Fannars Mána. En hann ætlar ekki að vera bakari eða hvað? „Nei, hann segir ekki en maður veit aldrei, tíminn leiðir það í ljós,” segir Hildur. Verðskrá bakarísins er ekki flókinMagnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig datt Fannar í hug að fara að selja bakkelsi úti á gangstétt við heimili fjölskyldunnar? „Ég vildi safna mér fyrir ferð til Ítalíu til að fara á Ferar safnið. Ég er komin með fullt af peningum, búin að græða mikið”, segir Fannar. Þú ert alveg stórkostlegur? „Já, ég er það,” segir Fannar Máni, sem býr í Innri Njarðvík í Reykjanesbæ með foreldrum sínum og yngri bróður. Facebooksíða Fannars bakarís Reykjanesbær Bakarí Börn og uppeldi Krakkar Grín og gaman Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
„Fannars bakarí“ stendur á skiltinu þar sem Fannar stendur vaktina og selur bakarísbakkelsi en um baksturinn sjá foreldrar hans og amma og afi inn í húsinu við Njarðvíkurbraut 1 í Innri Njarðvík. Hann ber síðan vörurnar jafnóðum í básinn sinn þar sem er oftast nóg að gera. „Ég ætla að fá tvo kleinupoka“, segir Friðjón Ingi Sörensson, viðskiptavinur. „Já tvo kleinupoka, hérna gjörðu svo vel,“ segir Fannar. Ég ætla að fara að ná mér í kleinu eða eitthvað nýbakað, það gaman að fá þetta hérna. Það er um að gera að styrkja þessa krakka, sem eru svona dugleg við þetta,” segir Guðmundur Ólafsson, viðskiptavinur, „Þetta eru bara bestur kleinur, sem ég hef fengið Fannar. Gangi þér svo vel elskan mín,” segir Guðrún María Vilbergsdóttir. „Þetta er geggjað, svona á unga fólkið að hugsa í dag og fá leyfi til að vera svolítið sjálfstæð, það skiptir öllu máli,” segir Fanný Laustsen, viðskiptavinur. Hversu marga poka ætlar þú að fá? „Heyrðu, verð ég ekki að fá tvo poka,” segir Hafdís Hafsteinsdóttir, viðskiptavinur. „Já, það er eitt þúsund kall. Gjörðu svo vel og gangi þér vel,” segir Fannar við Hafdísi. Þetta er öflugur strákur, finnst þér það ekki? „Mjög svo, æðislegur, vel gert hjá þér. Ég sé hann alveg fyrir mér, sem bakari framtíðarinnar,” segir Hafdís alsæl með viðskiptin. Bakkelsið er sett í poka eins og þessa, sem viðskiptavinurinn fær með því, sem hann keypti af Fannari Mána.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þetta er ótrúlegt, bara 9 ára gamall, hvað segir mamma hans við því? „Já, hann er mjög góður í allskonar svona og fær alveg stuðning frá okkur að gera það sem honum dettur í hug,” segir Hildur Hlín Jónsdóttir, mamma Fannars Mána. En hann ætlar ekki að vera bakari eða hvað? „Nei, hann segir ekki en maður veit aldrei, tíminn leiðir það í ljós,” segir Hildur. Verðskrá bakarísins er ekki flókinMagnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig datt Fannar í hug að fara að selja bakkelsi úti á gangstétt við heimili fjölskyldunnar? „Ég vildi safna mér fyrir ferð til Ítalíu til að fara á Ferar safnið. Ég er komin með fullt af peningum, búin að græða mikið”, segir Fannar. Þú ert alveg stórkostlegur? „Já, ég er það,” segir Fannar Máni, sem býr í Innri Njarðvík í Reykjanesbæ með foreldrum sínum og yngri bróður. Facebooksíða Fannars bakarís
Reykjanesbær Bakarí Börn og uppeldi Krakkar Grín og gaman Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira