Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. júlí 2025 20:03 Fannar Máni með mömmu sinni, Hildi Hlín við „Fannars bakarí“ í Innri Njarðvík í Reykjanesbæ. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fannar Máni Halldórsson, sem er níu ára strákur í Innri Njarðvík í Reykjanesbæ deyr ekki ráðalaus því hann hefur komið sér upp sölubás við heimili fjölskyldunnar þar sem hann selur nýsteiktar kleinur, Muffins og skúffukökur. Íbúar fagna framtakinu og hrósa Fannari fyrir framtakið en hann er að safna sér peningum til að komast á Ferrari bílasýningu á Ítalíu. „Fannars bakarí“ stendur á skiltinu þar sem Fannar stendur vaktina og selur bakarísbakkelsi en um baksturinn sjá foreldrar hans og amma og afi inn í húsinu við Njarðvíkurbraut 1 í Innri Njarðvík. Hann ber síðan vörurnar jafnóðum í básinn sinn þar sem er oftast nóg að gera. „Ég ætla að fá tvo kleinupoka“, segir Friðjón Ingi Sörensson, viðskiptavinur. „Já tvo kleinupoka, hérna gjörðu svo vel,“ segir Fannar. Ég ætla að fara að ná mér í kleinu eða eitthvað nýbakað, það gaman að fá þetta hérna. Það er um að gera að styrkja þessa krakka, sem eru svona dugleg við þetta,” segir Guðmundur Ólafsson, viðskiptavinur, „Þetta eru bara bestur kleinur, sem ég hef fengið Fannar. Gangi þér svo vel elskan mín,” segir Guðrún María Vilbergsdóttir. „Þetta er geggjað, svona á unga fólkið að hugsa í dag og fá leyfi til að vera svolítið sjálfstæð, það skiptir öllu máli,” segir Fanný Laustsen, viðskiptavinur. Hversu marga poka ætlar þú að fá? „Heyrðu, verð ég ekki að fá tvo poka,” segir Hafdís Hafsteinsdóttir, viðskiptavinur. „Já, það er eitt þúsund kall. Gjörðu svo vel og gangi þér vel,” segir Fannar við Hafdísi. Þetta er öflugur strákur, finnst þér það ekki? „Mjög svo, æðislegur, vel gert hjá þér. Ég sé hann alveg fyrir mér, sem bakari framtíðarinnar,” segir Hafdís alsæl með viðskiptin. Bakkelsið er sett í poka eins og þessa, sem viðskiptavinurinn fær með því, sem hann keypti af Fannari Mána.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þetta er ótrúlegt, bara 9 ára gamall, hvað segir mamma hans við því? „Já, hann er mjög góður í allskonar svona og fær alveg stuðning frá okkur að gera það sem honum dettur í hug,” segir Hildur Hlín Jónsdóttir, mamma Fannars Mána. En hann ætlar ekki að vera bakari eða hvað? „Nei, hann segir ekki en maður veit aldrei, tíminn leiðir það í ljós,” segir Hildur. Verðskrá bakarísins er ekki flókinMagnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig datt Fannar í hug að fara að selja bakkelsi úti á gangstétt við heimili fjölskyldunnar? „Ég vildi safna mér fyrir ferð til Ítalíu til að fara á Ferar safnið. Ég er komin með fullt af peningum, búin að græða mikið”, segir Fannar. Þú ert alveg stórkostlegur? „Já, ég er það,” segir Fannar Máni, sem býr í Innri Njarðvík í Reykjanesbæ með foreldrum sínum og yngri bróður. Facebooksíða Fannars bakarís Reykjanesbær Bakarí Börn og uppeldi Krakkar Grín og gaman Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Sjá meira
„Fannars bakarí“ stendur á skiltinu þar sem Fannar stendur vaktina og selur bakarísbakkelsi en um baksturinn sjá foreldrar hans og amma og afi inn í húsinu við Njarðvíkurbraut 1 í Innri Njarðvík. Hann ber síðan vörurnar jafnóðum í básinn sinn þar sem er oftast nóg að gera. „Ég ætla að fá tvo kleinupoka“, segir Friðjón Ingi Sörensson, viðskiptavinur. „Já tvo kleinupoka, hérna gjörðu svo vel,“ segir Fannar. Ég ætla að fara að ná mér í kleinu eða eitthvað nýbakað, það gaman að fá þetta hérna. Það er um að gera að styrkja þessa krakka, sem eru svona dugleg við þetta,” segir Guðmundur Ólafsson, viðskiptavinur, „Þetta eru bara bestur kleinur, sem ég hef fengið Fannar. Gangi þér svo vel elskan mín,” segir Guðrún María Vilbergsdóttir. „Þetta er geggjað, svona á unga fólkið að hugsa í dag og fá leyfi til að vera svolítið sjálfstæð, það skiptir öllu máli,” segir Fanný Laustsen, viðskiptavinur. Hversu marga poka ætlar þú að fá? „Heyrðu, verð ég ekki að fá tvo poka,” segir Hafdís Hafsteinsdóttir, viðskiptavinur. „Já, það er eitt þúsund kall. Gjörðu svo vel og gangi þér vel,” segir Fannar við Hafdísi. Þetta er öflugur strákur, finnst þér það ekki? „Mjög svo, æðislegur, vel gert hjá þér. Ég sé hann alveg fyrir mér, sem bakari framtíðarinnar,” segir Hafdís alsæl með viðskiptin. Bakkelsið er sett í poka eins og þessa, sem viðskiptavinurinn fær með því, sem hann keypti af Fannari Mána.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þetta er ótrúlegt, bara 9 ára gamall, hvað segir mamma hans við því? „Já, hann er mjög góður í allskonar svona og fær alveg stuðning frá okkur að gera það sem honum dettur í hug,” segir Hildur Hlín Jónsdóttir, mamma Fannars Mána. En hann ætlar ekki að vera bakari eða hvað? „Nei, hann segir ekki en maður veit aldrei, tíminn leiðir það í ljós,” segir Hildur. Verðskrá bakarísins er ekki flókinMagnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig datt Fannar í hug að fara að selja bakkelsi úti á gangstétt við heimili fjölskyldunnar? „Ég vildi safna mér fyrir ferð til Ítalíu til að fara á Ferar safnið. Ég er komin með fullt af peningum, búin að græða mikið”, segir Fannar. Þú ert alveg stórkostlegur? „Já, ég er það,” segir Fannar Máni, sem býr í Innri Njarðvík í Reykjanesbæ með foreldrum sínum og yngri bróður. Facebooksíða Fannars bakarís
Reykjanesbær Bakarí Börn og uppeldi Krakkar Grín og gaman Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Sjá meira