Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. júlí 2025 22:14 Jón Trausti Reynisson segir viðbrögð Bjarnheiðar Hallsdóttur við umfjöllun Heimildarinnar um íslenska ferðaþjónustu vekja óþægilegar minningar frá fyrir-Hruns-árunum. Aðsend/Heiða Helgudóttir Framkvæmdastjóri Heimildarinnar hefur svarað gagnrýni fyrrverandi formanns SAF á umfjöllun Heimildarinnar og segir ferðaþjónustuna ekki einkamál þeirra sem starfræki hana. Engum gagnist að umræðan sé kæfð og viðbrögðin veki upp óþægilegar minningar. Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimildarinnar og ritstjóri Mannlífs, birti Facebook-færslu fyrr í kvöld þar sem hann svarar gagnrýni Bjarnheiðar Hallsdóttur, fyrrverandi formanns Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), sem sagði umfjöllun Heimildarinnar um íslenska ferðaþjónustu vera „rætna herferð“ og „lélega blaðamennsku“. Jón segir í færslunni að umræða um ferðaþjónustu sé gjarnan jákvæð enda skapi hún mörgum tekjur og hagkerfinu gjaldeyristekjur. Áhrif hennar séu hins vegar ekki eingöngu jákvæð, mörgum Íslendingum líði eins og útlendingum í eigin landi og upplifi margir skert aðgengi að náttúrunni. „Ísland hefur breyst mikið á síðustu árum. Ferðaþjónustunni hefur fylgt gríðarleg fólksfjölgun, sem skapar álag á innviði, húsnæðismarkaðinn og samfélagið almennt. Áhrifin eru ótalmörg, sum góð, önnur verri og enn önnur eru spurning um upplifun frekar en rök, kannski einhverja nostalgíu, rof eða firringu,“ skrifar hann í færslunni. „Viðbrögð fyrrverandi formanns Samtaka ferðaþjónustunnar eru að saka Heimildina um að hafa annarlega hagsmuni. Að það „geti ekki verið tilviljun“ að Heimildin hafi farið í „herferð“ sem stýrist af „hatri á atvinnulífinu“,“ skrifar Jón Trausti í færslunni. „Engum er í hag að kæfa umræðuna niður“ Viðbrögð Bjarnheiðar veki að sögn Jóns Trausta „óþægilegar minningar um viðbrögð við gagnrýninni umræðu árin 2006 til 2008“ í aðdraga efnahagshrunsins. Jafnframt segir hann að krafan um að blaðamenn eigi að skapa sátt í samfélaginu og spila með tilteknum hagsmunum sé skaðleg þjóðfélaginu. „Ferðaþjónusta er ekki einkamál þeirra sem starfrækja hana og hafa hagnað af henni. Hún hefur hliðaráhrif á landið og landsmenn. Það þarf að vera mikið svigrúm og andrými fyrir gagnrýna umræðu, jafnvel þótt áhrifin kunni að vera í heildina jákvæð, ekki síst þau hagrænu,“ skrifar Jón í færslunni. „Engum er í hag að kæfa umræðuna niður þar til það verður of seint og raunverulega fer að vaxa hatur í samfélaginu gagnvart ferðaþjónustu, eins og hefur gerst víða þar sem hlutfall ferðamanna af íbúafjölda er nánast jafnhátt og hér,“ skrifar hann að lokum. Færslu Jóns Trausta má lesa í heild sinni hér að neðan: Ferðaþjónusta Fjölmiðlar Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Rotþróin í Vík í Mýrdal ræður ekki við fjölda ferðamanna og því lyktar stundum í bænum. Þar að auki þurfa heimamenn, þeir sem eftir eru, stundum að aka alla leið til Selfoss til að versla í matinn vegna þess að úrval matvöruverslunar bæjarins tekur aðallega mið af ferðamönnum. 30. júlí 2025 08:27 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimildarinnar og ritstjóri Mannlífs, birti Facebook-færslu fyrr í kvöld þar sem hann svarar gagnrýni Bjarnheiðar Hallsdóttur, fyrrverandi formanns Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), sem sagði umfjöllun Heimildarinnar um íslenska ferðaþjónustu vera „rætna herferð“ og „lélega blaðamennsku“. Jón segir í færslunni að umræða um ferðaþjónustu sé gjarnan jákvæð enda skapi hún mörgum tekjur og hagkerfinu gjaldeyristekjur. Áhrif hennar séu hins vegar ekki eingöngu jákvæð, mörgum Íslendingum líði eins og útlendingum í eigin landi og upplifi margir skert aðgengi að náttúrunni. „Ísland hefur breyst mikið á síðustu árum. Ferðaþjónustunni hefur fylgt gríðarleg fólksfjölgun, sem skapar álag á innviði, húsnæðismarkaðinn og samfélagið almennt. Áhrifin eru ótalmörg, sum góð, önnur verri og enn önnur eru spurning um upplifun frekar en rök, kannski einhverja nostalgíu, rof eða firringu,“ skrifar hann í færslunni. „Viðbrögð fyrrverandi formanns Samtaka ferðaþjónustunnar eru að saka Heimildina um að hafa annarlega hagsmuni. Að það „geti ekki verið tilviljun“ að Heimildin hafi farið í „herferð“ sem stýrist af „hatri á atvinnulífinu“,“ skrifar Jón Trausti í færslunni. „Engum er í hag að kæfa umræðuna niður“ Viðbrögð Bjarnheiðar veki að sögn Jóns Trausta „óþægilegar minningar um viðbrögð við gagnrýninni umræðu árin 2006 til 2008“ í aðdraga efnahagshrunsins. Jafnframt segir hann að krafan um að blaðamenn eigi að skapa sátt í samfélaginu og spila með tilteknum hagsmunum sé skaðleg þjóðfélaginu. „Ferðaþjónusta er ekki einkamál þeirra sem starfrækja hana og hafa hagnað af henni. Hún hefur hliðaráhrif á landið og landsmenn. Það þarf að vera mikið svigrúm og andrými fyrir gagnrýna umræðu, jafnvel þótt áhrifin kunni að vera í heildina jákvæð, ekki síst þau hagrænu,“ skrifar Jón í færslunni. „Engum er í hag að kæfa umræðuna niður þar til það verður of seint og raunverulega fer að vaxa hatur í samfélaginu gagnvart ferðaþjónustu, eins og hefur gerst víða þar sem hlutfall ferðamanna af íbúafjölda er nánast jafnhátt og hér,“ skrifar hann að lokum. Færslu Jóns Trausta má lesa í heild sinni hér að neðan:
Ferðaþjónusta Fjölmiðlar Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Rotþróin í Vík í Mýrdal ræður ekki við fjölda ferðamanna og því lyktar stundum í bænum. Þar að auki þurfa heimamenn, þeir sem eftir eru, stundum að aka alla leið til Selfoss til að versla í matinn vegna þess að úrval matvöruverslunar bæjarins tekur aðallega mið af ferðamönnum. 30. júlí 2025 08:27 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Rotþróin í Vík í Mýrdal ræður ekki við fjölda ferðamanna og því lyktar stundum í bænum. Þar að auki þurfa heimamenn, þeir sem eftir eru, stundum að aka alla leið til Selfoss til að versla í matinn vegna þess að úrval matvöruverslunar bæjarins tekur aðallega mið af ferðamönnum. 30. júlí 2025 08:27