Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2025 14:01 Alexander Isak fagnar marki fyrir Newcastle United í sigri á Liverpool í úrslitaleik enska deildabikarsins í febrúar. Getty/Stu Forster Knattspyrnustjóri Newcastle United var spurður út í framtíð sænska framherjans Alexander Isak en búist er við því að Liverpool bjóði metupphæð í leikmanninn. Eddie Howe hefur ekki haft Isak síðustu daga því hann fór ekki með liðinu í æfingaferðina til Asíu. Leikmaðurinn vill komast í burtu en vill þó ekki skrifa undir risasamning í Sádi-Arabíu heldur frekar komast til Englandsmeistaranna samkvæmt upplýsingum ensku fjölmiðlanna. Isak er 25 ára gamall og þrátt fyrir að Newcastle segi að hann sé ekki til sölu þá mun vilji leikmannsins að komast í burtu alltaf setja auka pressu á það að hann verði seldur. Liverpool er búið að vera mjög duglegt á leikmannamarkaðnum í sumar og keypti nýverið framherjann Hugo Ekitike fyrir 69 milljónir punda. Liverpool þarf að lágmarki að eyða tvöfalt meira til að fá Isak en hefur efni á því þökk sé góðu gengi síðasta vetur og sparsemi í síðustu leikmannagluggum á undan. Liverpool þarf þá að bjóða í Isak og það bólar ekkert á slíku ennþá samkvæmt knattspyrnustjóra Newcastle. „Hann er ennþá okkar leikmaður. Hann er með samning við okkur,“ sagði Eddie Howe á blaðamannfundi. „Við, upp að vissu marki, stjórnum því hvað tekur við hjá honum. Ég vil trúa því að allir möguleikarnir séu enn í boði,“ sagði Howe. „Mín ósk er að hann verði áfram en ég ræð því ekki einn. Við höfum ekki fengið formlegt tilbið í Alex, ekki frá neinu félagi,“ sagði Howe. Isak kom til Newcastle frá Real Sociedad árið 2022 fyrir sextíu milljón pund. Hann á enn eftir þrjú ár af samningi sínum. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira
Eddie Howe hefur ekki haft Isak síðustu daga því hann fór ekki með liðinu í æfingaferðina til Asíu. Leikmaðurinn vill komast í burtu en vill þó ekki skrifa undir risasamning í Sádi-Arabíu heldur frekar komast til Englandsmeistaranna samkvæmt upplýsingum ensku fjölmiðlanna. Isak er 25 ára gamall og þrátt fyrir að Newcastle segi að hann sé ekki til sölu þá mun vilji leikmannsins að komast í burtu alltaf setja auka pressu á það að hann verði seldur. Liverpool er búið að vera mjög duglegt á leikmannamarkaðnum í sumar og keypti nýverið framherjann Hugo Ekitike fyrir 69 milljónir punda. Liverpool þarf að lágmarki að eyða tvöfalt meira til að fá Isak en hefur efni á því þökk sé góðu gengi síðasta vetur og sparsemi í síðustu leikmannagluggum á undan. Liverpool þarf þá að bjóða í Isak og það bólar ekkert á slíku ennþá samkvæmt knattspyrnustjóra Newcastle. „Hann er ennþá okkar leikmaður. Hann er með samning við okkur,“ sagði Eddie Howe á blaðamannfundi. „Við, upp að vissu marki, stjórnum því hvað tekur við hjá honum. Ég vil trúa því að allir möguleikarnir séu enn í boði,“ sagði Howe. „Mín ósk er að hann verði áfram en ég ræð því ekki einn. Við höfum ekki fengið formlegt tilbið í Alex, ekki frá neinu félagi,“ sagði Howe. Isak kom til Newcastle frá Real Sociedad árið 2022 fyrir sextíu milljón pund. Hann á enn eftir þrjú ár af samningi sínum.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira