„Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2025 11:00 Infantino og Marchi ræddu málin á ársþingi FIFA í Paragvæ í maí. Þingið frestaðist um hríð vegna seinagangs Infantino sem var upptekinn með Bandaríkjaforseta og konungi Sádi-Arabíu. Eva Marie Uzcategui - FIFA/FIFA via Getty Images Argentínumaðurinn Sergio Marchi, nýlega kjörinn formaður FIFPro, hagsmunasamtaka fótboltamanna, gagnrýnir Gianni Infantino og valdhafa hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, harðlega. Marchi tók nýlega við formannsstóli FIFPro af David Afanzo í kjölfar háværs ákalls eftir breytingum innan þeirra. Um 66 þúsund fótboltamenn víðs vegar um heim eiga aðild að samtökunum. Áhyggjur af álagi leikmanna á efsta stigi hafa aukist undanfarin misseri og ný heimsmeistarakeppni félagsliða sætt sérlega mikilli gagnrýni. Marchi var valinn til að taka við af Afanzo vegna kröfu um bætt réttindi og meiri hvíldatíma. Hann þótti líklegri til að standa í hári þeirra sem valdið hafa hjá knattspyrnusamböndum heimsins. „Stærsta hindrunin fyrir FIFPro í dag er einræði forseta FIFA,“ segir Marchi í viðtali við The Athletic. Chelsea vann fyrstu HM félagsliða í þeirri mynd sem keppnin birtist í sumar. Keppnin hafði sætt gagnrýni sem mánuðum skipti í aðdragandanum. Hún lengir tímabil leikmanna stærstu liða heims, sem margir hverjir leika hátt í 70 leiki á tíu mánaða tímabili auk þess að stytta sumarleyfi. Keppnin bætist við HM og EM sem fara fram á fjögurra ára fresti hvort, og má því gera ráð fyrir að evrópskir leikmenn á efsta stigi leiki sumarmót fram í júlí þrjú ár af hverjum fjórum. Fyrsta HM félagsliða fór fram í Bandaríkjunum í sumar þar sem Infantino og Donald Trump, Bandaríkjaforseti, voru í forgrunni stóran hluta móts. Leikmenn Juventus fóru í furðulega heimsókn í Hvíta húsið í fylgd Infantino, FIFA opnaði skrifstofu í Trump-turni á meðan mótinu stóð og þá var Trump miðpunkturinn í fagnaðarlátum leikmanna Chelsea er þeir lyftu heimsmeistarabikarnum, eða Infantino-bikarnum, þar sem ekki þótti duga að grafa nafn hans einu sinni á bikarinn heldur á tveimur stöðum. Chelsea hafði svo með sér eftirlíkingu af bikarnum til Lundúna, á meðan upprunalegi gripurinn varð eftir hjá Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu. Lifi í öðrum veruleika Eftir að hafa boðað breytingar á spilltri FIFA-stofnun við embættistöku sína árið 2017 hefur forsetinn undið hratt ofan af breytingum til lýðræðislegri starfshátta og samhliða því orðið sífellt tengdari umdeildum heimsleiðtogum. „Infantino lifir í sínum eigin heimi, það eina sem skiptir hann máli eru þessi stóru sjónarspil. Hann hlustar ekki á leikmenn eða viðurkennir þarfir þeirra. Ég get ekki setið rólegur á meðan fólk þjáist. Margir sögðu mér að ég ætti ekki að tala. En ég fylgi sannfæringu minni. Ég er þrautseigur. Og ég er ekki hræddur við valdstjórnina,“ segir Marchi um forsetann. Undir lok heimsmeistaramótsins stóð FIFA að fundi um velferð leikmanna en athygli vakti að fulltrúum FIFPro var ekki boðið á fundinn. Köldu andar milli Marchi og Infantino, en forsetinn á einnig í deilum við Aleksandr Ceferin, forseta UEFA, sem sniðgekk heimsmeistaramótið alfarið. Misskipting auðs Úrslitaleikur heimsmeistaramótsins var eini leikurinn af 63 sem seldist upp. Mótið einkenndist af hálftómum stúkum en FIFA hefur lagt mikla áherslu á hversu vel hafi heppnast til. Sambandið hafi selt 2,5 milljón miða á mótinu og rakað inn um tveimur milljörðum dala. Marchi segir fótbolta einkennast af misskiptingu auðs. „Við erum á 21. öldinni og þúsundir leikmanna fá enn ekki greitt. Á meðan fagnar FIFA metsölu miða. Leyfum þeim að halda sína veislu, en fólkið sem byggði upp leikinn ætti líka að fá greitt,“ segir Marchi og bætir við: „Fótbolti er einkennist af djúpstæðu óréttlæti. Hann er óréttlátur. Og við erum í starfsgrein sem endar við 35 ára aldur, með heilt líf framundan.“ FIFA sýni ljósið og feli skuggana Marchi segist áður hafa borið áhyggjur sínar upp beint við stjórnendur FIFA. Það hafi ekki verið til neins. Hann skorar á Infantino að rökræða við sig á opinberum vettvangi, en býst tæplega við að því tilboði verði tekið. „Ég myndi rökræða við hann hvar sem er,“ sagði Marchi. „Hvaða blaðamaður sem er, hvaða miðill sem er, í hvaða formi sem er. Látum myndavélarnar rúlla. Látum heiminn heyra báðar hliðar. Því það sem FIFA kynnir er síaður veruleiki. Þeir sýna þér ljósin, en fela skuggana.“ FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Tengdar fréttir FIFA byrjað að vinda ofan af umbótum eftir spillingarhneykslið Forkólfar alþjóðaknattspyrnunnar eru nú teknir til að vinda ofan af ýmsum umbótum sem áttu að bæta stjórnarhætti í kjölfar umfangsmikil spillingarmáls sem skók hana fyrir áratug. Bandarísk yfirvöld kannast ekki við að hafa lagt blessun sína yfir umbæturnar. 15. maí 2024 11:10 Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Donald Trump Bandaríkjaforseti montaði sig af því að hann hefði fengið að eiga bikarinn í heimsmeistarakeppni félagsliða. 15. júlí 2025 07:32 HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Forseti FIFA Gianni Infantino segir að HM félagsliða sé þegar orðið „farsælasta félagsliða keppni í heimi.“ 13. júlí 2025 08:03 FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Samband Gianni Infantino, forseta FIFA, og Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, verður sífellt nánara. FIFA hyggst opna nýja skrifstofu í New York og verður síðarnefndi forsetinn leigusali Alþjóðaknattspyrnusambandsins. 8. júlí 2025 15:59 Infantino boðaður í skýrslutöku hjá lögreglu Gianni Infantino, forseti FIFA, var yfirheyrður af lögregluyfirvöldum í Sviss öðru sinni í vikunni vegna meintra glæpa hans. Hann á að hafa hvatt til misbeitingar valds og hindrað refsiaðgerðir lögreglu- og dómsvaldsins. 12. janúar 2023 09:30 Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Miðasala FIFA á undanúrslitaleik Chelsea og Fluminense á HM félagsliða í Bandaríkjunum sætir gagnrýni. Dýnamískt miðasölukerfi sambandsins sem tekur mið af eftirspurn lækkaði miðaverð á leikinn um 97 prósent á þremur sólarhringum. 7. júlí 2025 13:48 Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Jamal Musiala, leikmaður Bayern Munchen og þýska landsliðsins fór alvarlega meiddur af velli í dag þegar Bayern og PSG mættust á heimsmeistaramóti félagsliða í Bandaríkjunum fyrr í dag. 5. júlí 2025 20:18 „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fulltrúar KSÍ voru meðal gesta á árlegu þingi FIFA á dögunum í Paragvæ. Þar gekk á ýmsu og gengu fulltrúar UEFA meðal annars út til að mótmæla forsetanum Gianni Infantino. 28. maí 2025 12:31 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Sjá meira
Marchi tók nýlega við formannsstóli FIFPro af David Afanzo í kjölfar háværs ákalls eftir breytingum innan þeirra. Um 66 þúsund fótboltamenn víðs vegar um heim eiga aðild að samtökunum. Áhyggjur af álagi leikmanna á efsta stigi hafa aukist undanfarin misseri og ný heimsmeistarakeppni félagsliða sætt sérlega mikilli gagnrýni. Marchi var valinn til að taka við af Afanzo vegna kröfu um bætt réttindi og meiri hvíldatíma. Hann þótti líklegri til að standa í hári þeirra sem valdið hafa hjá knattspyrnusamböndum heimsins. „Stærsta hindrunin fyrir FIFPro í dag er einræði forseta FIFA,“ segir Marchi í viðtali við The Athletic. Chelsea vann fyrstu HM félagsliða í þeirri mynd sem keppnin birtist í sumar. Keppnin hafði sætt gagnrýni sem mánuðum skipti í aðdragandanum. Hún lengir tímabil leikmanna stærstu liða heims, sem margir hverjir leika hátt í 70 leiki á tíu mánaða tímabili auk þess að stytta sumarleyfi. Keppnin bætist við HM og EM sem fara fram á fjögurra ára fresti hvort, og má því gera ráð fyrir að evrópskir leikmenn á efsta stigi leiki sumarmót fram í júlí þrjú ár af hverjum fjórum. Fyrsta HM félagsliða fór fram í Bandaríkjunum í sumar þar sem Infantino og Donald Trump, Bandaríkjaforseti, voru í forgrunni stóran hluta móts. Leikmenn Juventus fóru í furðulega heimsókn í Hvíta húsið í fylgd Infantino, FIFA opnaði skrifstofu í Trump-turni á meðan mótinu stóð og þá var Trump miðpunkturinn í fagnaðarlátum leikmanna Chelsea er þeir lyftu heimsmeistarabikarnum, eða Infantino-bikarnum, þar sem ekki þótti duga að grafa nafn hans einu sinni á bikarinn heldur á tveimur stöðum. Chelsea hafði svo með sér eftirlíkingu af bikarnum til Lundúna, á meðan upprunalegi gripurinn varð eftir hjá Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu. Lifi í öðrum veruleika Eftir að hafa boðað breytingar á spilltri FIFA-stofnun við embættistöku sína árið 2017 hefur forsetinn undið hratt ofan af breytingum til lýðræðislegri starfshátta og samhliða því orðið sífellt tengdari umdeildum heimsleiðtogum. „Infantino lifir í sínum eigin heimi, það eina sem skiptir hann máli eru þessi stóru sjónarspil. Hann hlustar ekki á leikmenn eða viðurkennir þarfir þeirra. Ég get ekki setið rólegur á meðan fólk þjáist. Margir sögðu mér að ég ætti ekki að tala. En ég fylgi sannfæringu minni. Ég er þrautseigur. Og ég er ekki hræddur við valdstjórnina,“ segir Marchi um forsetann. Undir lok heimsmeistaramótsins stóð FIFA að fundi um velferð leikmanna en athygli vakti að fulltrúum FIFPro var ekki boðið á fundinn. Köldu andar milli Marchi og Infantino, en forsetinn á einnig í deilum við Aleksandr Ceferin, forseta UEFA, sem sniðgekk heimsmeistaramótið alfarið. Misskipting auðs Úrslitaleikur heimsmeistaramótsins var eini leikurinn af 63 sem seldist upp. Mótið einkenndist af hálftómum stúkum en FIFA hefur lagt mikla áherslu á hversu vel hafi heppnast til. Sambandið hafi selt 2,5 milljón miða á mótinu og rakað inn um tveimur milljörðum dala. Marchi segir fótbolta einkennast af misskiptingu auðs. „Við erum á 21. öldinni og þúsundir leikmanna fá enn ekki greitt. Á meðan fagnar FIFA metsölu miða. Leyfum þeim að halda sína veislu, en fólkið sem byggði upp leikinn ætti líka að fá greitt,“ segir Marchi og bætir við: „Fótbolti er einkennist af djúpstæðu óréttlæti. Hann er óréttlátur. Og við erum í starfsgrein sem endar við 35 ára aldur, með heilt líf framundan.“ FIFA sýni ljósið og feli skuggana Marchi segist áður hafa borið áhyggjur sínar upp beint við stjórnendur FIFA. Það hafi ekki verið til neins. Hann skorar á Infantino að rökræða við sig á opinberum vettvangi, en býst tæplega við að því tilboði verði tekið. „Ég myndi rökræða við hann hvar sem er,“ sagði Marchi. „Hvaða blaðamaður sem er, hvaða miðill sem er, í hvaða formi sem er. Látum myndavélarnar rúlla. Látum heiminn heyra báðar hliðar. Því það sem FIFA kynnir er síaður veruleiki. Þeir sýna þér ljósin, en fela skuggana.“
FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Tengdar fréttir FIFA byrjað að vinda ofan af umbótum eftir spillingarhneykslið Forkólfar alþjóðaknattspyrnunnar eru nú teknir til að vinda ofan af ýmsum umbótum sem áttu að bæta stjórnarhætti í kjölfar umfangsmikil spillingarmáls sem skók hana fyrir áratug. Bandarísk yfirvöld kannast ekki við að hafa lagt blessun sína yfir umbæturnar. 15. maí 2024 11:10 Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Donald Trump Bandaríkjaforseti montaði sig af því að hann hefði fengið að eiga bikarinn í heimsmeistarakeppni félagsliða. 15. júlí 2025 07:32 HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Forseti FIFA Gianni Infantino segir að HM félagsliða sé þegar orðið „farsælasta félagsliða keppni í heimi.“ 13. júlí 2025 08:03 FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Samband Gianni Infantino, forseta FIFA, og Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, verður sífellt nánara. FIFA hyggst opna nýja skrifstofu í New York og verður síðarnefndi forsetinn leigusali Alþjóðaknattspyrnusambandsins. 8. júlí 2025 15:59 Infantino boðaður í skýrslutöku hjá lögreglu Gianni Infantino, forseti FIFA, var yfirheyrður af lögregluyfirvöldum í Sviss öðru sinni í vikunni vegna meintra glæpa hans. Hann á að hafa hvatt til misbeitingar valds og hindrað refsiaðgerðir lögreglu- og dómsvaldsins. 12. janúar 2023 09:30 Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Miðasala FIFA á undanúrslitaleik Chelsea og Fluminense á HM félagsliða í Bandaríkjunum sætir gagnrýni. Dýnamískt miðasölukerfi sambandsins sem tekur mið af eftirspurn lækkaði miðaverð á leikinn um 97 prósent á þremur sólarhringum. 7. júlí 2025 13:48 Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Jamal Musiala, leikmaður Bayern Munchen og þýska landsliðsins fór alvarlega meiddur af velli í dag þegar Bayern og PSG mættust á heimsmeistaramóti félagsliða í Bandaríkjunum fyrr í dag. 5. júlí 2025 20:18 „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fulltrúar KSÍ voru meðal gesta á árlegu þingi FIFA á dögunum í Paragvæ. Þar gekk á ýmsu og gengu fulltrúar UEFA meðal annars út til að mótmæla forsetanum Gianni Infantino. 28. maí 2025 12:31 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Sjá meira
FIFA byrjað að vinda ofan af umbótum eftir spillingarhneykslið Forkólfar alþjóðaknattspyrnunnar eru nú teknir til að vinda ofan af ýmsum umbótum sem áttu að bæta stjórnarhætti í kjölfar umfangsmikil spillingarmáls sem skók hana fyrir áratug. Bandarísk yfirvöld kannast ekki við að hafa lagt blessun sína yfir umbæturnar. 15. maí 2024 11:10
Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Donald Trump Bandaríkjaforseti montaði sig af því að hann hefði fengið að eiga bikarinn í heimsmeistarakeppni félagsliða. 15. júlí 2025 07:32
HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Forseti FIFA Gianni Infantino segir að HM félagsliða sé þegar orðið „farsælasta félagsliða keppni í heimi.“ 13. júlí 2025 08:03
FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Samband Gianni Infantino, forseta FIFA, og Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, verður sífellt nánara. FIFA hyggst opna nýja skrifstofu í New York og verður síðarnefndi forsetinn leigusali Alþjóðaknattspyrnusambandsins. 8. júlí 2025 15:59
Infantino boðaður í skýrslutöku hjá lögreglu Gianni Infantino, forseti FIFA, var yfirheyrður af lögregluyfirvöldum í Sviss öðru sinni í vikunni vegna meintra glæpa hans. Hann á að hafa hvatt til misbeitingar valds og hindrað refsiaðgerðir lögreglu- og dómsvaldsins. 12. janúar 2023 09:30
Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Miðasala FIFA á undanúrslitaleik Chelsea og Fluminense á HM félagsliða í Bandaríkjunum sætir gagnrýni. Dýnamískt miðasölukerfi sambandsins sem tekur mið af eftirspurn lækkaði miðaverð á leikinn um 97 prósent á þremur sólarhringum. 7. júlí 2025 13:48
Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Jamal Musiala, leikmaður Bayern Munchen og þýska landsliðsins fór alvarlega meiddur af velli í dag þegar Bayern og PSG mættust á heimsmeistaramóti félagsliða í Bandaríkjunum fyrr í dag. 5. júlí 2025 20:18
„Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fulltrúar KSÍ voru meðal gesta á árlegu þingi FIFA á dögunum í Paragvæ. Þar gekk á ýmsu og gengu fulltrúar UEFA meðal annars út til að mótmæla forsetanum Gianni Infantino. 28. maí 2025 12:31