250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. júlí 2025 20:19 Um 250 þúsund farþegar koma alls með skemmtiferðaskipunum, sem koma á Akureyri í sumar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um 175 skemmtiferðaskip koma til Akureyrar í sumar enda er bærinn meira og minna fullur alla daga af ferðamönnum, sem eru að skoða sig um í bænum. Hafnarstjórinn hefur miklar áhyggjur af hækkun á innviðagjöldum á skipin, sem mun fækka þeim verulega næstu árin. Það er alltaf gaman að sjá skemmtiferðaskip við hafnir landsins, ekki síst á Akureyri enda höfnin mjög stór þar og gott aðgengi fyrir skipin að sigla inn í höfnina og leggjast við bryggjuna. Oft eru þrjú skip í höfninni í einu. „Við erum að fá einhver 175 skip til Akureyrar í sumar og þetta eru einhver þrjátíu skipa fækkun til Akureyrar og svo er líka fækkun til Hríseyjar og Grímseyjar,“ segir Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands. Þá á Pétur við fækkun á þessu ári miðað við árið í fyrra, eða samtal fækkun um 40 skip segir hann. Af hverju þessi mikla fækkun? „Að hluta til er það þær álögur, sem er verið að setja á skipin, innviðagjaldið og síðan náttúrulega afnám tollfrelsis,“ segir Pétur og bætir við. „Ég veit að skipafélögin bíða með 2027 ákvarðanatöku fram á haustið núna til þess að sjá hvað stjórnvöld ætla að gera varðandi innviðagjaldið. En ég ber bara fullt traust til stjórnvalda núna að þau geri þetta með skynsamlegu móti.“ Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands, sem hefur meira en nóg að gera í sumar með sínu starfsfólki að þjóna skemmtiferðaskipin, sem koma á svæði hafnarsamlagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Pétur segir að með skipum sumarsins séu að koma um 250 þúsund farþegar. „Þetta skiptir mjög miklu máli fyrir flóruna hérna í bænum. Það er mikið líf í miðbænum og við sjáum hérna bak við okkur að hérna eru ferðaheildsalar að selja ferðir í nágrennið og gengur bara mjög vel hjá þeim,“ segir hafnarstjórinn. Eitt af skipunum að koma til hafnar á Akureyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Pétur er ánægður með hafnargjöldin, sem skemmtiferðaskipin skilja eftir sig við komuna á Akureyri. „Já, það skiptir okkur bara öllu máli og gefur okkur aukna möguleika á að vaxa og dafna. Nýframkvæmdir og viðhald, auka við starfsfólk og svo framvegis. Þannig að ef að við værum ekki með þessi skip þá værum svo alla vega ekki í þeim sporum, sem við erum í dag, það er alveg ljóst,“ segir Pétur. Farþegar skemmtiferðaskipanna eru duglegir að skoða sig um á Akureyri og að láta mynda sig í bæjarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Akureyri Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðaþjónusta Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Það er alltaf gaman að sjá skemmtiferðaskip við hafnir landsins, ekki síst á Akureyri enda höfnin mjög stór þar og gott aðgengi fyrir skipin að sigla inn í höfnina og leggjast við bryggjuna. Oft eru þrjú skip í höfninni í einu. „Við erum að fá einhver 175 skip til Akureyrar í sumar og þetta eru einhver þrjátíu skipa fækkun til Akureyrar og svo er líka fækkun til Hríseyjar og Grímseyjar,“ segir Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands. Þá á Pétur við fækkun á þessu ári miðað við árið í fyrra, eða samtal fækkun um 40 skip segir hann. Af hverju þessi mikla fækkun? „Að hluta til er það þær álögur, sem er verið að setja á skipin, innviðagjaldið og síðan náttúrulega afnám tollfrelsis,“ segir Pétur og bætir við. „Ég veit að skipafélögin bíða með 2027 ákvarðanatöku fram á haustið núna til þess að sjá hvað stjórnvöld ætla að gera varðandi innviðagjaldið. En ég ber bara fullt traust til stjórnvalda núna að þau geri þetta með skynsamlegu móti.“ Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands, sem hefur meira en nóg að gera í sumar með sínu starfsfólki að þjóna skemmtiferðaskipin, sem koma á svæði hafnarsamlagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Pétur segir að með skipum sumarsins séu að koma um 250 þúsund farþegar. „Þetta skiptir mjög miklu máli fyrir flóruna hérna í bænum. Það er mikið líf í miðbænum og við sjáum hérna bak við okkur að hérna eru ferðaheildsalar að selja ferðir í nágrennið og gengur bara mjög vel hjá þeim,“ segir hafnarstjórinn. Eitt af skipunum að koma til hafnar á Akureyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Pétur er ánægður með hafnargjöldin, sem skemmtiferðaskipin skilja eftir sig við komuna á Akureyri. „Já, það skiptir okkur bara öllu máli og gefur okkur aukna möguleika á að vaxa og dafna. Nýframkvæmdir og viðhald, auka við starfsfólk og svo framvegis. Þannig að ef að við værum ekki með þessi skip þá værum svo alla vega ekki í þeim sporum, sem við erum í dag, það er alveg ljóst,“ segir Pétur. Farþegar skemmtiferðaskipanna eru duglegir að skoða sig um á Akureyri og að láta mynda sig í bæjarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Akureyri Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðaþjónusta Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira