Síðasta sunnudag brutust út blóðug átök í borginni Sweida í suðurhluta Sýrlands á milli vopnaðra hópa Drúsa og Bedúína. Nýviðtekin ríkisstjórn Sýrlands, undir forystu Ahmads al-Sharaa, sendi herlið í borgina undir því yfirskini að stilla til friðar en við það stigmögnuðust átökin. Hundruð liggja í valnum og fimmtánda júlí síðastliðinn gerðu Ísraelsmenn loftárásir á hernaðarinnviði stjórnarhersins bæði í Sweida og í höfuðborginni Damaskus. Það hefur einnig komið mörgum á óvart hve margir Drúsar eru búsettir á Íslandi en hópur þeirra stóð fyrir mótmælum fyrir utan bandaríska sendiráðið sunnudaginn síðastliðinn og hélt önnur í gær. Drúsar sem mótmæltu við sendiráð Bandaríkjanna í gær segja fjölskyldur sínar verða fyrir hræðilegum ódæðum af hálfu vígamanna í Sýrlandi.Vísir/Bjarni Allt þetta hefur vakið undrun Íslendinga sem hafa margir hverjir ekki hugmynd um hvaða fólk þetta er. Þannig leita eftirfarandi spurningar á marga Íslendinga sem undirritaður ætlar að gera heiðarlega tilraun til að skýra: Hverjir eru Drúsar? Hvers vegna eiga þeir í blóðugum átökum í Sýrlandi og hvers vegna mótmæla þeir við bandaríska sendiráðið að Engjateig? Dulspeki og endurholdgun Drúsar eru abrahamskur trúarhópur sem telur um milljón manns aðallega í Sýrlandi, Líbanon, Ísrael og Gólanhæðum sem sæta ísraelsku hernámi. Trúin er sprottin úr íslam miðalda og þá sérstaklega guðfræði spekinga sem kenndir eru við andlega og veraldlega leiðtogann Ismaíl ibn Jafar sem þeir telja þann sjötta í röð arftaka Múhammeðs spámanns. Þeir lögðu mikla rækt á dulspekilegar hliðar íslamstrúar. Af þeirri tilhneigingu er einnig dregið það nafn sem Drúsar nota yfir sig sjálfa: al-Muwahhidun, sem mætti útleggja á íslensku sem eingyðishyggjumenn eða únitaristar á alþjóðlegu máli. Þeir leggja mikla áherslu á einingu og torræðni guðs ásamt eilífð sálarinnar. Þeir líta ekki á sig sem múslima og múslimar telja þá villutrúarmenn. Drúsar búa flestir fyrir botni Miðjarðarhafs í Líbanon, Ísrael og Sýrlandi. Stór hluti þeirra býr einnig erlendis og samfélög Drúsa eru í Bandaríkjunum, Venesúela og víða um Evrópu.Grafík/Hjalti Lítið er vitað með vissu um trúna sjálfa enda ríkir mikil dulúð og leyndardómshyggja yfir samfélagi Drúsa. Margir innan samfélags Drúsa vita lítið um eðli og sögu trúarinnar sinnar því aðeins þeir sem helga sig trúnni mega lesa helgirit trúarinnar sem þeir kalla Sendibréf viskunnar og er safn bréfa og spekirita eftir helstu feður trúarinnar. Til helgirita trúarinnar teljast hins vegar einnig Kóraninn og bæði testamenti Biblíunnar. Til að glöggva sig frekar á einstakri guðfræði þessarar trúar er samtal trúarbragðafræðinganna Andrew Mark Henry og Chad Radwan upplýsandi. Meðal mikilvægustu trúarkenninga Drúsa er trú á endurfæðingu. Drúsar trúa að sálir manna endurfæðist þangað til að sálin er orðin nógu hrein til að sameinast guði. Drúsar geta aðeins endurfæðst sem drúsar. Þeir stunda ekki trúboð og fáeinum áratugum eftir að trúin spratt upp á elleftu öld var það bannað að snúa til trúarinnar. Þannig mega Drúsar ekki giftast eða stofna fjölskyldur utan trúarinnar og er því samfélag Drúsa víða ansi einangrað. Ógn Íslamska ríkisins Á öldunum sem liðið hafa frá stofnun trúarinnar hafa Drúsar aðallega dvalið á þeim slóðum er þeir dvelja í dag. Það er í suðurhluta Sýrlands, Líbanon og norðurhluta Ísraels. Frá því að nýlendustefnu Vesturlanda lauk í Miðausturlöndum hafa drúsar skipað sér í mismunandi fylkingar. Í hinum hernumdu Gólanhæðum, sem lúta stjórn Ísraels, er stór hluti íbúa drúsar og hafa margir hverjir aðlagast ísraelsku samfélagi. Ísraelsk stjórnvöld líta því á Drúsa sem „tryggan minnihlutahóp“ og hafa verndað þá frá ofsóknum íslamskra stjórnvalda í Líbanon og Sýrlandi. Þungamiðja samfélags Drúsa fyrir botni Miðjarðarhafs hefur lengi verið borgin Sweida í Suður-Sýrlandi. Þar eru Drúsar í meirihluta en þar búa einnig kristnir menn og Bedúínar en það kallast múslímskir arabískumælandi hirðingjaflokkar sýrlensku eyðimerkurinnar og afkomendur þeirra. Mazraa er meðal tuga þorpa sem brennd hafa verið meira og minna til kaldra kola.AP/Ghaith Alsayed Á uppgangsárum Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi komu Drúsar upp vopnuðum sveitum til að vernda byggðir sínar. Vígamenn íslamska ríkisins höfðu einsett sér að útrýma öllum þjóð- og trúflokkum í Miðausturlöndum sem aðhylltust ekki þeirra tilteknu grein af íslamskri guðfræði. Sveitirnar hafa átt í átökum við heri stjórnarhers einræðisherrans Bashars al-Assad á meðan sýrlensku borgarastyrjöldinni stóð og vopnuðum áhlaupum Bedúína. Sjá einnig: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Þegar al-Assad var loks steypt af stóli með samstilltu átaki íslamskra hersveita í lok síðasta árs sölsuðu vígamennirnir undir sig völdin í landinu og komu á nýrri stjórn undir handleiðslu forsetans Ahmeds al-Sharaa. Hann og vígamenn hans hétu bættum stjórnarháttum, lýðræðislegum kosningum og að binda enda á ofsóknir á hendur minnihlutahópum. Skammvinnur friður Það er hins vegar ekki að undra að það hafi gengið misvel að viðhalda friði í landinu og litlu eftir að frelsisvímu þjóðarinnar lauk, eftir marga áratugi af ofbeldisfullri einræðisstjórn, tóku átökin sig upp á nýjan leik. Í kjölfar hálfs annars áratugar af blóðugri borgarastyrjöld sem var ekki síður menningar- og trúarlegs eðlis en stjórnspekilegs, er hægara sagt en gert að fá stríðandi fylkingar til að leggja niður vopn sín. Stríðandi fylkingar sem háð hafa tilvistarstríð í fleiri ár. Sjá einnig: Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Fyrir fáeinum vikum hófu vopnaðir hópar Drúsa og Bedúína að takast á með smávægilegum árásum og gagnárásum í borginni Sweida. Það vatt svo upp á sig þann tólfta júlí síðastliðinn þegar hópur vígamanna Bedúína rændi grænmetissala sem var Drúsi og krafðist lausnargjalds. Drúsar gripu til vopna sinna og Bedúínar hófu þá að streyma til borgarinnar úr öllum hornum landsins. Ljóst var í hvað stefndi. Átökin lögðu fljótt undir sig alla borgina og mörghundruð týndu lífi, stríðsmenn og borgarar. Mörghundruð manns, þeirra á meðal konur og börn, hafa látið lífið í átökunum.AP/Fahd Kiwan Tveimur dögum síðar, þegar ljóst var að stríðsástand ríkti í borginni, sendu nýviðtekin sýrlensk stjórnvöld herdeildir inn í borgina. Ahmed al-Sharaa lýsti yfir vopnahléi og setti á útivistarbann. Fregnir hafa hins vegar borist af því að sýrlenski stjórnarherinn hefði í raun gengið til liðs við vígamenn Bedúína og berðist við sveitir Drúsa innan borgarmarkanna. Drúsar saka stjórnarherinn um að láta greipar sópa um heimili sín, brenna þau til kaldra kola og fremja grimmilegar aftökur á borgurum. Sjá einnig: Þjóðernishreinsun eigi sér stað í heimalandinu Fréttastofa ræddi við Drúsahjón sem hafa verið búsett á Íslandi í nokkur ár og þau segja aðstæður fjölskyldu sinnar í Sýrlandi skelfilegar. Stjórnarher Sýrlands sé að reyna að útrýma Drúsum með aðgerðum sínum. Eldfimt ástand er ástvinir syrgja Líkt og fyrr segir líta ísraelsk stjórnvöld svo á að þau beri ábyrgð á öryggi Drúsa í Sýrlandi og Líbanon vegna þess hve dyggir þegnar Ísraelsríkis þeir Drúsar sem búsettir eru á hernumdum svæðum eru. Miðvikudaginn sextánda júlí, fáeinum dögum eftir að átökin blossuðu upp, gerðu Ísraelar umfangsmiklar loftárásir bæði í Sweida og höfuðborginni Damaskus. Meðal skotmarka þeirra var varnarmálaráðuneyti Sýrlands og ein eldflauganna sprakk skammt frá heimkynnum Sýrlandsforseta. Varnarmálaráðuneyti Sýrlands var rústir einar eftir loftárás Ísraela.AP/Ghaith Alsayed Ísraelskir Drúsar höfðu þá hvatt ísraelsk stjórnvöld til að beita sér í þágu bræðra sinna hinum megin Gólanhæðanna. Leiðtogar innan samfélags ísraelskra Drúsa sagði ríkið raunar skuldbundið því að koma þeim til varnar. Þeir hlýddu því kalli og hafa hótað því að grípa til enn róttækari ráðstafana taki íslömsk sýrlensk stjórnvöld ekki ástandið fastari tökum. Á laugardaginn síðasta, þann nítjánda, var vopnahléi komið á fyrir tilstilli sendinefnda Bandaríkjanna, Tyrkja og fleira, sem hefur haldið að mestu leyti. Ísraelar hafa heitið að efna ekki til frekari árása og svo virðist sem að hersveitir Drúsa og Bedúína hafi dregið sig í hlé í bili. Enn berast þó fregnir af hefndarmorðum og ofbeldi víða um borgina. Sýrlenski stjórnarherinn hefur yfirgefið borgina en eldfimt ástand ríkir og ekki er mikið sem þarf til. Eftir stendur mikil eyðilegging, alvarlegt mannúðarástand, mörghundruð látinna og tuttugu þorp í rjúkandi rúst. Fréttaskýringar Sýrland Ísrael Líbanon Bandaríkin Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Í fjórfaldri vinnu en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent
Hundruð liggja í valnum og fimmtánda júlí síðastliðinn gerðu Ísraelsmenn loftárásir á hernaðarinnviði stjórnarhersins bæði í Sweida og í höfuðborginni Damaskus. Það hefur einnig komið mörgum á óvart hve margir Drúsar eru búsettir á Íslandi en hópur þeirra stóð fyrir mótmælum fyrir utan bandaríska sendiráðið sunnudaginn síðastliðinn og hélt önnur í gær. Drúsar sem mótmæltu við sendiráð Bandaríkjanna í gær segja fjölskyldur sínar verða fyrir hræðilegum ódæðum af hálfu vígamanna í Sýrlandi.Vísir/Bjarni Allt þetta hefur vakið undrun Íslendinga sem hafa margir hverjir ekki hugmynd um hvaða fólk þetta er. Þannig leita eftirfarandi spurningar á marga Íslendinga sem undirritaður ætlar að gera heiðarlega tilraun til að skýra: Hverjir eru Drúsar? Hvers vegna eiga þeir í blóðugum átökum í Sýrlandi og hvers vegna mótmæla þeir við bandaríska sendiráðið að Engjateig? Dulspeki og endurholdgun Drúsar eru abrahamskur trúarhópur sem telur um milljón manns aðallega í Sýrlandi, Líbanon, Ísrael og Gólanhæðum sem sæta ísraelsku hernámi. Trúin er sprottin úr íslam miðalda og þá sérstaklega guðfræði spekinga sem kenndir eru við andlega og veraldlega leiðtogann Ismaíl ibn Jafar sem þeir telja þann sjötta í röð arftaka Múhammeðs spámanns. Þeir lögðu mikla rækt á dulspekilegar hliðar íslamstrúar. Af þeirri tilhneigingu er einnig dregið það nafn sem Drúsar nota yfir sig sjálfa: al-Muwahhidun, sem mætti útleggja á íslensku sem eingyðishyggjumenn eða únitaristar á alþjóðlegu máli. Þeir leggja mikla áherslu á einingu og torræðni guðs ásamt eilífð sálarinnar. Þeir líta ekki á sig sem múslima og múslimar telja þá villutrúarmenn. Drúsar búa flestir fyrir botni Miðjarðarhafs í Líbanon, Ísrael og Sýrlandi. Stór hluti þeirra býr einnig erlendis og samfélög Drúsa eru í Bandaríkjunum, Venesúela og víða um Evrópu.Grafík/Hjalti Lítið er vitað með vissu um trúna sjálfa enda ríkir mikil dulúð og leyndardómshyggja yfir samfélagi Drúsa. Margir innan samfélags Drúsa vita lítið um eðli og sögu trúarinnar sinnar því aðeins þeir sem helga sig trúnni mega lesa helgirit trúarinnar sem þeir kalla Sendibréf viskunnar og er safn bréfa og spekirita eftir helstu feður trúarinnar. Til helgirita trúarinnar teljast hins vegar einnig Kóraninn og bæði testamenti Biblíunnar. Til að glöggva sig frekar á einstakri guðfræði þessarar trúar er samtal trúarbragðafræðinganna Andrew Mark Henry og Chad Radwan upplýsandi. Meðal mikilvægustu trúarkenninga Drúsa er trú á endurfæðingu. Drúsar trúa að sálir manna endurfæðist þangað til að sálin er orðin nógu hrein til að sameinast guði. Drúsar geta aðeins endurfæðst sem drúsar. Þeir stunda ekki trúboð og fáeinum áratugum eftir að trúin spratt upp á elleftu öld var það bannað að snúa til trúarinnar. Þannig mega Drúsar ekki giftast eða stofna fjölskyldur utan trúarinnar og er því samfélag Drúsa víða ansi einangrað. Ógn Íslamska ríkisins Á öldunum sem liðið hafa frá stofnun trúarinnar hafa Drúsar aðallega dvalið á þeim slóðum er þeir dvelja í dag. Það er í suðurhluta Sýrlands, Líbanon og norðurhluta Ísraels. Frá því að nýlendustefnu Vesturlanda lauk í Miðausturlöndum hafa drúsar skipað sér í mismunandi fylkingar. Í hinum hernumdu Gólanhæðum, sem lúta stjórn Ísraels, er stór hluti íbúa drúsar og hafa margir hverjir aðlagast ísraelsku samfélagi. Ísraelsk stjórnvöld líta því á Drúsa sem „tryggan minnihlutahóp“ og hafa verndað þá frá ofsóknum íslamskra stjórnvalda í Líbanon og Sýrlandi. Þungamiðja samfélags Drúsa fyrir botni Miðjarðarhafs hefur lengi verið borgin Sweida í Suður-Sýrlandi. Þar eru Drúsar í meirihluta en þar búa einnig kristnir menn og Bedúínar en það kallast múslímskir arabískumælandi hirðingjaflokkar sýrlensku eyðimerkurinnar og afkomendur þeirra. Mazraa er meðal tuga þorpa sem brennd hafa verið meira og minna til kaldra kola.AP/Ghaith Alsayed Á uppgangsárum Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi komu Drúsar upp vopnuðum sveitum til að vernda byggðir sínar. Vígamenn íslamska ríkisins höfðu einsett sér að útrýma öllum þjóð- og trúflokkum í Miðausturlöndum sem aðhylltust ekki þeirra tilteknu grein af íslamskri guðfræði. Sveitirnar hafa átt í átökum við heri stjórnarhers einræðisherrans Bashars al-Assad á meðan sýrlensku borgarastyrjöldinni stóð og vopnuðum áhlaupum Bedúína. Sjá einnig: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Þegar al-Assad var loks steypt af stóli með samstilltu átaki íslamskra hersveita í lok síðasta árs sölsuðu vígamennirnir undir sig völdin í landinu og komu á nýrri stjórn undir handleiðslu forsetans Ahmeds al-Sharaa. Hann og vígamenn hans hétu bættum stjórnarháttum, lýðræðislegum kosningum og að binda enda á ofsóknir á hendur minnihlutahópum. Skammvinnur friður Það er hins vegar ekki að undra að það hafi gengið misvel að viðhalda friði í landinu og litlu eftir að frelsisvímu þjóðarinnar lauk, eftir marga áratugi af ofbeldisfullri einræðisstjórn, tóku átökin sig upp á nýjan leik. Í kjölfar hálfs annars áratugar af blóðugri borgarastyrjöld sem var ekki síður menningar- og trúarlegs eðlis en stjórnspekilegs, er hægara sagt en gert að fá stríðandi fylkingar til að leggja niður vopn sín. Stríðandi fylkingar sem háð hafa tilvistarstríð í fleiri ár. Sjá einnig: Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Fyrir fáeinum vikum hófu vopnaðir hópar Drúsa og Bedúína að takast á með smávægilegum árásum og gagnárásum í borginni Sweida. Það vatt svo upp á sig þann tólfta júlí síðastliðinn þegar hópur vígamanna Bedúína rændi grænmetissala sem var Drúsi og krafðist lausnargjalds. Drúsar gripu til vopna sinna og Bedúínar hófu þá að streyma til borgarinnar úr öllum hornum landsins. Ljóst var í hvað stefndi. Átökin lögðu fljótt undir sig alla borgina og mörghundruð týndu lífi, stríðsmenn og borgarar. Mörghundruð manns, þeirra á meðal konur og börn, hafa látið lífið í átökunum.AP/Fahd Kiwan Tveimur dögum síðar, þegar ljóst var að stríðsástand ríkti í borginni, sendu nýviðtekin sýrlensk stjórnvöld herdeildir inn í borgina. Ahmed al-Sharaa lýsti yfir vopnahléi og setti á útivistarbann. Fregnir hafa hins vegar borist af því að sýrlenski stjórnarherinn hefði í raun gengið til liðs við vígamenn Bedúína og berðist við sveitir Drúsa innan borgarmarkanna. Drúsar saka stjórnarherinn um að láta greipar sópa um heimili sín, brenna þau til kaldra kola og fremja grimmilegar aftökur á borgurum. Sjá einnig: Þjóðernishreinsun eigi sér stað í heimalandinu Fréttastofa ræddi við Drúsahjón sem hafa verið búsett á Íslandi í nokkur ár og þau segja aðstæður fjölskyldu sinnar í Sýrlandi skelfilegar. Stjórnarher Sýrlands sé að reyna að útrýma Drúsum með aðgerðum sínum. Eldfimt ástand er ástvinir syrgja Líkt og fyrr segir líta ísraelsk stjórnvöld svo á að þau beri ábyrgð á öryggi Drúsa í Sýrlandi og Líbanon vegna þess hve dyggir þegnar Ísraelsríkis þeir Drúsar sem búsettir eru á hernumdum svæðum eru. Miðvikudaginn sextánda júlí, fáeinum dögum eftir að átökin blossuðu upp, gerðu Ísraelar umfangsmiklar loftárásir bæði í Sweida og höfuðborginni Damaskus. Meðal skotmarka þeirra var varnarmálaráðuneyti Sýrlands og ein eldflauganna sprakk skammt frá heimkynnum Sýrlandsforseta. Varnarmálaráðuneyti Sýrlands var rústir einar eftir loftárás Ísraela.AP/Ghaith Alsayed Ísraelskir Drúsar höfðu þá hvatt ísraelsk stjórnvöld til að beita sér í þágu bræðra sinna hinum megin Gólanhæðanna. Leiðtogar innan samfélags ísraelskra Drúsa sagði ríkið raunar skuldbundið því að koma þeim til varnar. Þeir hlýddu því kalli og hafa hótað því að grípa til enn róttækari ráðstafana taki íslömsk sýrlensk stjórnvöld ekki ástandið fastari tökum. Á laugardaginn síðasta, þann nítjánda, var vopnahléi komið á fyrir tilstilli sendinefnda Bandaríkjanna, Tyrkja og fleira, sem hefur haldið að mestu leyti. Ísraelar hafa heitið að efna ekki til frekari árása og svo virðist sem að hersveitir Drúsa og Bedúína hafi dregið sig í hlé í bili. Enn berast þó fregnir af hefndarmorðum og ofbeldi víða um borgina. Sýrlenski stjórnarherinn hefur yfirgefið borgina en eldfimt ástand ríkir og ekki er mikið sem þarf til. Eftir stendur mikil eyðilegging, alvarlegt mannúðarástand, mörghundruð látinna og tuttugu þorp í rjúkandi rúst.