„Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. júlí 2025 08:01 Ísak líkir leikfræði Lyngby við Breiðablik. lyngby Ísak Snær Þorvaldsson vildi ekki koma aftur til Íslands og fór á láni til danska félagsins Lyngby, frá Rosenborg í Noregi. Hann fer vel af stað með nýju liði, skoraði í fyrsta leiknum og segir uppleggið henta sér vel, það minni svolítið á Breiðablik. „Þetta er bara mjög gott tækifæri held ég, að fá að spila eitthvað og vonandi sýna og sanna mig aftur. Ég var ekki að fá mörg tækifæri á þessu tímabili í Rosenborg þannig að mér fannst bara tímabært að sanna mig annars staðar“ segir Ísak um skiptin. Vildi ekki koma aftur til Íslands og Lyngby heillaði mest Þetta er annað árið í röð sem Ísak er lánaður frá Rosenborg, á síðasta ári sneri hann aftur til Breiðabliks og átti stóran þátt í Íslandsmeistaratitli félagsins, en hann vildi ekki snúa aftur til Íslands í ár og ákvað að semja við Lyngby. „Það voru alveg nokkur lið sem að komu til greina, eitthvað í Svíþjóð og Póllandi sem að leit alveg vel út. En Lyngby náttúrulega, eins og margir vita, er mjög góður klúbbur. Margir gert vel hérna, Freyr [Alexandersson, þjálfari], Sævar [Atli Magnússon], Andri [Lucas Guðjohnsen], Kolbeinn [Finnsson] og fleiri leikmenn... View this post on Instagram A post shared by Lyngby Boldklub (@lyngbyboldklub) ...Þetta heillaði mig mjög mikið, Lyngby“ segir Ísak og var þá spurður hvort einhver lið á Íslandi hefðu verið inni í myndinni. „Jújú, ég heyrði í nokkrum en mig langaði að vera úti áfram og þau bara skildu það. Sýndu tillit til þess og studdu mig bara í því. Mig langar að vera úti, þannig er staðan núna.“ Skoraði í fyrsta leiknum Lánsdvölin fer líka ljómandi vel af stað hjá Ísaki, sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir Lyngby í fyrsta leiknum fyrir félagið, 2-0 útisigri gegn Esbjerg um helgina. View this post on Instagram A post shared by Lyngby Boldklub (@lyngbyboldklub) Hann byrjaði á bekknum en ætti fljótt að vera orðinn fastamaður í liðinu ef áfram heldur. „Það er aðallega leikformið sem þarf að koma, ég er ekki búinn að spila margar mínútur. En líkamlega standið er bara mjög gott og ég er að ná að halda mér heilum. Við spilum með tvo framherja, 4-4-2 kerfi. Þeir vilja sækja mjög hart og pressa mjög hátt, ég líki þessu svolítið við Blikana, hugsunin á bak við þetta. Ég held að það henti mér bara mjög vel, þeir vilja spila fótbolta.“ Fjallað var um félagaskipti Ísaks í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Danski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Sjá meira
„Þetta er bara mjög gott tækifæri held ég, að fá að spila eitthvað og vonandi sýna og sanna mig aftur. Ég var ekki að fá mörg tækifæri á þessu tímabili í Rosenborg þannig að mér fannst bara tímabært að sanna mig annars staðar“ segir Ísak um skiptin. Vildi ekki koma aftur til Íslands og Lyngby heillaði mest Þetta er annað árið í röð sem Ísak er lánaður frá Rosenborg, á síðasta ári sneri hann aftur til Breiðabliks og átti stóran þátt í Íslandsmeistaratitli félagsins, en hann vildi ekki snúa aftur til Íslands í ár og ákvað að semja við Lyngby. „Það voru alveg nokkur lið sem að komu til greina, eitthvað í Svíþjóð og Póllandi sem að leit alveg vel út. En Lyngby náttúrulega, eins og margir vita, er mjög góður klúbbur. Margir gert vel hérna, Freyr [Alexandersson, þjálfari], Sævar [Atli Magnússon], Andri [Lucas Guðjohnsen], Kolbeinn [Finnsson] og fleiri leikmenn... View this post on Instagram A post shared by Lyngby Boldklub (@lyngbyboldklub) ...Þetta heillaði mig mjög mikið, Lyngby“ segir Ísak og var þá spurður hvort einhver lið á Íslandi hefðu verið inni í myndinni. „Jújú, ég heyrði í nokkrum en mig langaði að vera úti áfram og þau bara skildu það. Sýndu tillit til þess og studdu mig bara í því. Mig langar að vera úti, þannig er staðan núna.“ Skoraði í fyrsta leiknum Lánsdvölin fer líka ljómandi vel af stað hjá Ísaki, sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir Lyngby í fyrsta leiknum fyrir félagið, 2-0 útisigri gegn Esbjerg um helgina. View this post on Instagram A post shared by Lyngby Boldklub (@lyngbyboldklub) Hann byrjaði á bekknum en ætti fljótt að vera orðinn fastamaður í liðinu ef áfram heldur. „Það er aðallega leikformið sem þarf að koma, ég er ekki búinn að spila margar mínútur. En líkamlega standið er bara mjög gott og ég er að ná að halda mér heilum. Við spilum með tvo framherja, 4-4-2 kerfi. Þeir vilja sækja mjög hart og pressa mjög hátt, ég líki þessu svolítið við Blikana, hugsunin á bak við þetta. Ég held að það henti mér bara mjög vel, þeir vilja spila fótbolta.“ Fjallað var um félagaskipti Ísaks í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum efst í fréttinni.
Danski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Sjá meira