„Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. júlí 2025 08:01 Ísak líkir leikfræði Lyngby við Breiðablik. lyngby Ísak Snær Þorvaldsson vildi ekki koma aftur til Íslands og fór á láni til danska félagsins Lyngby, frá Rosenborg í Noregi. Hann fer vel af stað með nýju liði, skoraði í fyrsta leiknum og segir uppleggið henta sér vel, það minni svolítið á Breiðablik. „Þetta er bara mjög gott tækifæri held ég, að fá að spila eitthvað og vonandi sýna og sanna mig aftur. Ég var ekki að fá mörg tækifæri á þessu tímabili í Rosenborg þannig að mér fannst bara tímabært að sanna mig annars staðar“ segir Ísak um skiptin. Vildi ekki koma aftur til Íslands og Lyngby heillaði mest Þetta er annað árið í röð sem Ísak er lánaður frá Rosenborg, á síðasta ári sneri hann aftur til Breiðabliks og átti stóran þátt í Íslandsmeistaratitli félagsins, en hann vildi ekki snúa aftur til Íslands í ár og ákvað að semja við Lyngby. „Það voru alveg nokkur lið sem að komu til greina, eitthvað í Svíþjóð og Póllandi sem að leit alveg vel út. En Lyngby náttúrulega, eins og margir vita, er mjög góður klúbbur. Margir gert vel hérna, Freyr [Alexandersson, þjálfari], Sævar [Atli Magnússon], Andri [Lucas Guðjohnsen], Kolbeinn [Finnsson] og fleiri leikmenn... View this post on Instagram A post shared by Lyngby Boldklub (@lyngbyboldklub) ...Þetta heillaði mig mjög mikið, Lyngby“ segir Ísak og var þá spurður hvort einhver lið á Íslandi hefðu verið inni í myndinni. „Jújú, ég heyrði í nokkrum en mig langaði að vera úti áfram og þau bara skildu það. Sýndu tillit til þess og studdu mig bara í því. Mig langar að vera úti, þannig er staðan núna.“ Skoraði í fyrsta leiknum Lánsdvölin fer líka ljómandi vel af stað hjá Ísaki, sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir Lyngby í fyrsta leiknum fyrir félagið, 2-0 útisigri gegn Esbjerg um helgina. View this post on Instagram A post shared by Lyngby Boldklub (@lyngbyboldklub) Hann byrjaði á bekknum en ætti fljótt að vera orðinn fastamaður í liðinu ef áfram heldur. „Það er aðallega leikformið sem þarf að koma, ég er ekki búinn að spila margar mínútur. En líkamlega standið er bara mjög gott og ég er að ná að halda mér heilum. Við spilum með tvo framherja, 4-4-2 kerfi. Þeir vilja sækja mjög hart og pressa mjög hátt, ég líki þessu svolítið við Blikana, hugsunin á bak við þetta. Ég held að það henti mér bara mjög vel, þeir vilja spila fótbolta.“ Fjallað var um félagaskipti Ísaks í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Danski boltinn Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
„Þetta er bara mjög gott tækifæri held ég, að fá að spila eitthvað og vonandi sýna og sanna mig aftur. Ég var ekki að fá mörg tækifæri á þessu tímabili í Rosenborg þannig að mér fannst bara tímabært að sanna mig annars staðar“ segir Ísak um skiptin. Vildi ekki koma aftur til Íslands og Lyngby heillaði mest Þetta er annað árið í röð sem Ísak er lánaður frá Rosenborg, á síðasta ári sneri hann aftur til Breiðabliks og átti stóran þátt í Íslandsmeistaratitli félagsins, en hann vildi ekki snúa aftur til Íslands í ár og ákvað að semja við Lyngby. „Það voru alveg nokkur lið sem að komu til greina, eitthvað í Svíþjóð og Póllandi sem að leit alveg vel út. En Lyngby náttúrulega, eins og margir vita, er mjög góður klúbbur. Margir gert vel hérna, Freyr [Alexandersson, þjálfari], Sævar [Atli Magnússon], Andri [Lucas Guðjohnsen], Kolbeinn [Finnsson] og fleiri leikmenn... View this post on Instagram A post shared by Lyngby Boldklub (@lyngbyboldklub) ...Þetta heillaði mig mjög mikið, Lyngby“ segir Ísak og var þá spurður hvort einhver lið á Íslandi hefðu verið inni í myndinni. „Jújú, ég heyrði í nokkrum en mig langaði að vera úti áfram og þau bara skildu það. Sýndu tillit til þess og studdu mig bara í því. Mig langar að vera úti, þannig er staðan núna.“ Skoraði í fyrsta leiknum Lánsdvölin fer líka ljómandi vel af stað hjá Ísaki, sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir Lyngby í fyrsta leiknum fyrir félagið, 2-0 útisigri gegn Esbjerg um helgina. View this post on Instagram A post shared by Lyngby Boldklub (@lyngbyboldklub) Hann byrjaði á bekknum en ætti fljótt að vera orðinn fastamaður í liðinu ef áfram heldur. „Það er aðallega leikformið sem þarf að koma, ég er ekki búinn að spila margar mínútur. En líkamlega standið er bara mjög gott og ég er að ná að halda mér heilum. Við spilum með tvo framherja, 4-4-2 kerfi. Þeir vilja sækja mjög hart og pressa mjög hátt, ég líki þessu svolítið við Blikana, hugsunin á bak við þetta. Ég held að það henti mér bara mjög vel, þeir vilja spila fótbolta.“ Fjallað var um félagaskipti Ísaks í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum efst í fréttinni.
Danski boltinn Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira