Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Jón Þór Stefánsson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 21. júlí 2025 21:02 Sigurður Þ. Ragnarsson segir fólk verða að taka gosmóðunni alvarlega. Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, segir erfitt að segja til um hvenær gosmóðan sem nú liggur víða yfir landinu fari á brott. Mögulega verði það seint í nótt, en hún gæti einnig setið sem fastast þangað til á fimmtudag. Hann ræddi málið í kvöldfréttum Sýnar Hvenær munum við losna við þetta? „Þetta er góð en þetta er erfið spurning. Við áttum von á því að lægðin sem er núna suður af landinu að frá henni yrði lægðardrag yfir landið, með tilheyrandi vatnsveðri. En við áttum von á því að þrýstifallið yrði aðeins meira hér yfir suðvestanverðu landinu, sem aftur hefði þýtt aðeins sterkari gola, aðeins stinningur í henni. Það hefur ekki raungerst. Þannig við erum núna bara að bíða.“ Siggi telur að gosmóðan muni ekki láta sig hverfa í kvöld, eins og sumir spá. „Það er núna aðeins í spánum að fólk er að tala um kvöldið í kvöld að þessu fari að létta. En ég er ekki þeirrar skoðunar. Ég held að þetta verði fram á nótt, og um fimmleytið í fyrramálið eigum við möguleika að þetta rigni bæði niður og fjúki af landinu. Þá er ég að tala um suðvestanvert landið,“ segir hann. „Ef að það tekst ekki. Ef að gosið fer ekki að verða í neinni rénun, þá er ekkert næst möguleiki fyrr en á fimmtudaginn. Þá er útlit fyrir roki og rigningu.“ „Þetta er náttúrulega bölvaður óþverri fyrir það fyrsta. Mér finnst sumir hafa talað þetta niður, að þetta er ekki neitt neitt,“ segir Siggi. „Þetta er engu að síður þannig að þetta fer ekki vel með augu, nefgang og háls, og alveg niður í lungu jafnvel, ef menn eru mikið uppi á fjöllum eða þar sem gosmökkurinn er sterkur. Þetta er þess eðlis að menn verða að taka þetta alvarlega. Eins og yngri börn mega ekki sofa úti.“ Veður Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Loftgæði Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira
Hann ræddi málið í kvöldfréttum Sýnar Hvenær munum við losna við þetta? „Þetta er góð en þetta er erfið spurning. Við áttum von á því að lægðin sem er núna suður af landinu að frá henni yrði lægðardrag yfir landið, með tilheyrandi vatnsveðri. En við áttum von á því að þrýstifallið yrði aðeins meira hér yfir suðvestanverðu landinu, sem aftur hefði þýtt aðeins sterkari gola, aðeins stinningur í henni. Það hefur ekki raungerst. Þannig við erum núna bara að bíða.“ Siggi telur að gosmóðan muni ekki láta sig hverfa í kvöld, eins og sumir spá. „Það er núna aðeins í spánum að fólk er að tala um kvöldið í kvöld að þessu fari að létta. En ég er ekki þeirrar skoðunar. Ég held að þetta verði fram á nótt, og um fimmleytið í fyrramálið eigum við möguleika að þetta rigni bæði niður og fjúki af landinu. Þá er ég að tala um suðvestanvert landið,“ segir hann. „Ef að það tekst ekki. Ef að gosið fer ekki að verða í neinni rénun, þá er ekkert næst möguleiki fyrr en á fimmtudaginn. Þá er útlit fyrir roki og rigningu.“ „Þetta er náttúrulega bölvaður óþverri fyrir það fyrsta. Mér finnst sumir hafa talað þetta niður, að þetta er ekki neitt neitt,“ segir Siggi. „Þetta er engu að síður þannig að þetta fer ekki vel með augu, nefgang og háls, og alveg niður í lungu jafnvel, ef menn eru mikið uppi á fjöllum eða þar sem gosmökkurinn er sterkur. Þetta er þess eðlis að menn verða að taka þetta alvarlega. Eins og yngri börn mega ekki sofa úti.“
Veður Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Loftgæði Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira