Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Tómas Arnar Þorláksson skrifar 21. júlí 2025 19:46 Hólmfríður Ásta Hjaltadóttir, 28 ára er með astma og hefur verið innandyra að mestu leyti síðan á laugardaginn. vísir/bjarni Töluverð gosmengun hefur legið yfir suðvesturhluta landsins síðustu daga og brennisteinsdíoxíð aldrei mælst hærra á höfuðborgarsvæðinu frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesskaga. Kona með astma hefur haldið sig innandyra með lokaða glugga í þrjá daga og bíður í ofvæni eftir því að það blási. Óhætt er að segja að mengun hafi sett svip sinn á daginn enda sást ekki til Esjunnar frá höfuðborgarsvæðinu vegna gosmóðu en áhrif mengunarinnar gerðu vart við sig víða. Sjá má svipmyndir af gosmenguninni og viðtal í spilaranum hér fyrir neðan. Til að mynda var kveikt á aðflugsljósunum við Reykjavíkurflugvöll um hábjartan dag og fór ekkert útsýnis eða þyrluflug fram þaðan enda lítið útsýni að sjá. Þá voru störf felld niður hjá Vinnuskóla Reykjavíkur og Voga og leitaði töluverður fjöldi til heilsugæslunnar vegna loftgæða. Gæti fengið lífshættulegt astmakast Ein af þeim sem hefur orðið fyrir áhrifum vegna mengunarinnar er hin 28 ára Hólmfríður Ásta Hjaltadóttir. Hún þjáist af miklum astma og hefur verið mest megnis lokuð inni síðustu þrjá daga. „Þess vegna hefur mengunin ekki verið þægileg. Vægast sagt. Ég er bara búin að þurfa loka öllum gluggum vegna þess að annars kemur loftið inn.“ Hún segist eiga á hættu að fá astmakast sem geti verið lífshættulegt. Hún finni fyrir margvíslegum einkennum. „Úti í þessari mengun hef ég fundið fyrir augnertingu og nánast yfirliðstilfinningu eftir að hafa farið í þennan skreppitúr að ná í lofthreinsitækið í gær. Astmaeinkennin mín eru þrengsli í brjóstkassa og svo getur verið erfiðara og meira álag að reyna anda frá mér,“ segir hún en hún keypti sér sérstaklega lofthreinsitæki í gær til að sporna á einhvern máta við loft- og súrefnisleysinu heima fyrir. Bíður í ofvæni eftir smá vindi Mengunin hafi ýmis ófyrirséð áhrif. „Ég bara þvoði á mér hárið í baðkarinu og slökkti svona á milli á meðan ég setti sjampóið í. Ég var með lofthreinsigræjuna sem ég fann á marketplace í gær bara á fullu. Bara til að þvo á mér hárið því við erum ekki að fara í sturtu á meðan það er ekki hægt að lofta út því þá væri of mikill raki og það fer líka í astmann hjá mér.“ Eitt það versta sé þó að geta ekki hreyft hundana. Foreldrar hennar hafa hlaupið í skarðið. „Núna er þetta ekki lengur ánægjulegt. Ég fór með þá út að pissa. Ég var bara strákar drífið ykkur. Drífið ykkur. Þið verðið að drífa ykkur að pissa, því ég þarf að komast aftur inn. Ég get ekki beðið eftir að það kemur þessi vindur sem var búið að lofa mér og ég get farið að gera hlutina eðlilega.“ Hún biðlar til fólks að taka stöðuna alvarlega. „Það er bara mikilvægt að gleyma ekki þeim sem eru að berjast í bökkum. Þó það sé ekki vandamál fyrir þig þá þýðir það ekki að það sé ekki vandamál.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Loftgæði Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
Óhætt er að segja að mengun hafi sett svip sinn á daginn enda sást ekki til Esjunnar frá höfuðborgarsvæðinu vegna gosmóðu en áhrif mengunarinnar gerðu vart við sig víða. Sjá má svipmyndir af gosmenguninni og viðtal í spilaranum hér fyrir neðan. Til að mynda var kveikt á aðflugsljósunum við Reykjavíkurflugvöll um hábjartan dag og fór ekkert útsýnis eða þyrluflug fram þaðan enda lítið útsýni að sjá. Þá voru störf felld niður hjá Vinnuskóla Reykjavíkur og Voga og leitaði töluverður fjöldi til heilsugæslunnar vegna loftgæða. Gæti fengið lífshættulegt astmakast Ein af þeim sem hefur orðið fyrir áhrifum vegna mengunarinnar er hin 28 ára Hólmfríður Ásta Hjaltadóttir. Hún þjáist af miklum astma og hefur verið mest megnis lokuð inni síðustu þrjá daga. „Þess vegna hefur mengunin ekki verið þægileg. Vægast sagt. Ég er bara búin að þurfa loka öllum gluggum vegna þess að annars kemur loftið inn.“ Hún segist eiga á hættu að fá astmakast sem geti verið lífshættulegt. Hún finni fyrir margvíslegum einkennum. „Úti í þessari mengun hef ég fundið fyrir augnertingu og nánast yfirliðstilfinningu eftir að hafa farið í þennan skreppitúr að ná í lofthreinsitækið í gær. Astmaeinkennin mín eru þrengsli í brjóstkassa og svo getur verið erfiðara og meira álag að reyna anda frá mér,“ segir hún en hún keypti sér sérstaklega lofthreinsitæki í gær til að sporna á einhvern máta við loft- og súrefnisleysinu heima fyrir. Bíður í ofvæni eftir smá vindi Mengunin hafi ýmis ófyrirséð áhrif. „Ég bara þvoði á mér hárið í baðkarinu og slökkti svona á milli á meðan ég setti sjampóið í. Ég var með lofthreinsigræjuna sem ég fann á marketplace í gær bara á fullu. Bara til að þvo á mér hárið því við erum ekki að fara í sturtu á meðan það er ekki hægt að lofta út því þá væri of mikill raki og það fer líka í astmann hjá mér.“ Eitt það versta sé þó að geta ekki hreyft hundana. Foreldrar hennar hafa hlaupið í skarðið. „Núna er þetta ekki lengur ánægjulegt. Ég fór með þá út að pissa. Ég var bara strákar drífið ykkur. Drífið ykkur. Þið verðið að drífa ykkur að pissa, því ég þarf að komast aftur inn. Ég get ekki beðið eftir að það kemur þessi vindur sem var búið að lofa mér og ég get farið að gera hlutina eðlilega.“ Hún biðlar til fólks að taka stöðuna alvarlega. „Það er bara mikilvægt að gleyma ekki þeim sem eru að berjast í bökkum. Þó það sé ekki vandamál fyrir þig þá þýðir það ekki að það sé ekki vandamál.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Loftgæði Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira