Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. júlí 2025 12:38 Slökkviliðið að störfum á vettvangi. AP Að minnsta kosti nítján eru látnir eftir að herflugvél í eigu bangladesska hersins brotlenti á skólabyggingu í höfuðborg landsins. Talið er að yfir hundrað manns séu slasaðir. Í tilkynningu frá hernum segir að herþotunni hafi verið flogið af stað rétt eftir klukkan eitt eftir hádegi að staðartíma, eða klukkan sjö að morgni til á íslenskum tíma. Einhverju seinna brotlenti vélin á skólanum. Skólinn sem um ræðir er Milestone School and College sem er í norðurhluta höfuðborgarinnar Dhaka í Bangladess. Börn á aldrinum fjögurra til átján ára stunda nám við skólann. Að minnsta kosti nítján eru látnir en á meðal þeirra er flugmaður herþotunnar. Rúmlega fimmtíu manns voru fluttir á sjúkrahús, bæði börn og fullorðnir einstaklingar, með brunasár. „Þegar ég leit til baka sá ég bara eld og reyk, það voru margir forráðamenn og börn hérna,“ sagði Masud Tarik, kennari við skólann samkvæmt umfjöllun BBC. Annar kennari sagðist hafa séð herþotuna stefna beint á skólann. Á ljósmyndum af vettvangi má sjá að fjöldi fólks hefur safnast saman og fylgist með aðgerðum á vettvangi. Slökkviliðsmenn leita í rústum byggingarinnar af fleiri fórnarlömbum. „Þetta er mikil sorgarstund fyrir þjóðina. Ég óska hinum særðu skjótum bata og fyrirskipa öllum yfirvöldum, þar á meðal viðkomandi sjúkrahúsum, að takast á við aðstæðurnar af mikilli alvöru,“ segir Muhammad Yunus, leiðtogi bráðabirgðastjórnar Bangladess. Bangladess Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Í tilkynningu frá hernum segir að herþotunni hafi verið flogið af stað rétt eftir klukkan eitt eftir hádegi að staðartíma, eða klukkan sjö að morgni til á íslenskum tíma. Einhverju seinna brotlenti vélin á skólanum. Skólinn sem um ræðir er Milestone School and College sem er í norðurhluta höfuðborgarinnar Dhaka í Bangladess. Börn á aldrinum fjögurra til átján ára stunda nám við skólann. Að minnsta kosti nítján eru látnir en á meðal þeirra er flugmaður herþotunnar. Rúmlega fimmtíu manns voru fluttir á sjúkrahús, bæði börn og fullorðnir einstaklingar, með brunasár. „Þegar ég leit til baka sá ég bara eld og reyk, það voru margir forráðamenn og börn hérna,“ sagði Masud Tarik, kennari við skólann samkvæmt umfjöllun BBC. Annar kennari sagðist hafa séð herþotuna stefna beint á skólann. Á ljósmyndum af vettvangi má sjá að fjöldi fólks hefur safnast saman og fylgist með aðgerðum á vettvangi. Slökkviliðsmenn leita í rústum byggingarinnar af fleiri fórnarlömbum. „Þetta er mikil sorgarstund fyrir þjóðina. Ég óska hinum særðu skjótum bata og fyrirskipa öllum yfirvöldum, þar á meðal viðkomandi sjúkrahúsum, að takast á við aðstæðurnar af mikilli alvöru,“ segir Muhammad Yunus, leiðtogi bráðabirgðastjórnar Bangladess.
Bangladess Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira