Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. júlí 2025 20:38 Aukin harka hefur færst í árásir Rússa að undanförnu. AP/Vadym Sarakhan Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti vill hitta Vladímir Pútín Rússlandsforseta og freista þess að koma friðarviðræðum aftur á skrið. Leiðtogarnir hafa ekki mæst augliti til auglitis frá því að Rússland gerði innrás í Úkraínu snemma árs 2022. Tvær tilraunir hafa verið gerðar til að koma friðarviðræðum af stað en báðar sigldu þær í strand. Þær voru haldnar í Istanbúl fyrir tilstilli tyrkneskra yfirvalda. Hvorki Selenskí né Pútín voru viðstaddir fundina en á fundinum var samið um fangaskipti. Í ávarpi til þjóðar sinnar í kvöld sagði Selenskí að viðræður krefðust þátttöku leiðtoga stríðandi þjóðanna. „Fundur beggja leiðtoga er nauðsynlegur til að tryggja frið - varanlegan frið,“ sagði hann. Þegar síðast var þess freistað að koma af stað friðarviðræðum strönduðu þær á kröfum Rússa, þeirra á meðal kröfum um að Úkraína afsalaði sér landsvæði og sniðgengi hernaðarstuðning frá vesturveldum. Þessu höfnuðu Úkraínumenn og töldu lítinn grundvöll til frekari viðræðna. Síðan hafa árásir Rússlands á lofti, láði og legi færst verulega í aukana. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur einnig fært meiri þunga í orðræðu sína í garð ráðamanna í Kreml. Hann hótaði þeim þungum tollum ef ekki tækist að semja um frið í Úkraínu innan fimmtíu daga. Var það fyrir fimm dögum síðan. Ljóst er þó að hótanir Bandaríkjaforseta hafi ekki sett allt á hliðina í Moskvu enda viðskiptasamband Rússlands og Bandaríkjanna ekki ýkja umfangsmikið. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Tvær tilraunir hafa verið gerðar til að koma friðarviðræðum af stað en báðar sigldu þær í strand. Þær voru haldnar í Istanbúl fyrir tilstilli tyrkneskra yfirvalda. Hvorki Selenskí né Pútín voru viðstaddir fundina en á fundinum var samið um fangaskipti. Í ávarpi til þjóðar sinnar í kvöld sagði Selenskí að viðræður krefðust þátttöku leiðtoga stríðandi þjóðanna. „Fundur beggja leiðtoga er nauðsynlegur til að tryggja frið - varanlegan frið,“ sagði hann. Þegar síðast var þess freistað að koma af stað friðarviðræðum strönduðu þær á kröfum Rússa, þeirra á meðal kröfum um að Úkraína afsalaði sér landsvæði og sniðgengi hernaðarstuðning frá vesturveldum. Þessu höfnuðu Úkraínumenn og töldu lítinn grundvöll til frekari viðræðna. Síðan hafa árásir Rússlands á lofti, láði og legi færst verulega í aukana. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur einnig fært meiri þunga í orðræðu sína í garð ráðamanna í Kreml. Hann hótaði þeim þungum tollum ef ekki tækist að semja um frið í Úkraínu innan fimmtíu daga. Var það fyrir fimm dögum síðan. Ljóst er þó að hótanir Bandaríkjaforseta hafi ekki sett allt á hliðina í Moskvu enda viðskiptasamband Rússlands og Bandaríkjanna ekki ýkja umfangsmikið.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira