Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. júlí 2025 22:32 Dagmar segir eigendur fyrirtækja í Grindavík hafa fengið nóg. Eigendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja í Grindavík ætla í skaðabótamál við ríkið. Eigandi gistihúss segir nýjustu lokanir í bænum þar sem gestum var meinaður aðgangur í tvo sólarhringa eftir eldgos hafa verið dropinn sem fyllti mælinn. Íbúar mótmæltu lokun Grindavíkur fyrir gestum í gær. Yfirvöld tilkynntu svo í gærkvöldi að bærinn yrði opinn fyrir gestum í dag. Ferðaþjónustuaðilar og eigendur lítilla og meðalstóra fyrirtækja segja málinu hinsvegar ekki lokið og ætla í skaðabótamál við ríkið. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum sagði í dag að ákvörðunin um að opnun hefði byggt á nýju áhættumati, hún hefði ekki látið undan þrýstingi íbúa. „Þrátt fyrir að ég hafi fullan skilning á gagnrýninni og skil að þetta er hjartans mál fyrir íbúa og okkur á Reykjanesinu þá hefur slíkur þrýstingur eða umræða engin áhrif á ákvarðanatöku lögreglunnar, svo það sé algjörlega skýrt.“ Dagmar Valsdóttir eigandi gistihúss í Grindavík er einn þeirra atvinnurekenda sem hafa rætt við lögmann og ætla nú í skaðabótamál við ríkið. Hún segist lengi hafa íhugað stöðu sína en aðgerðir yfirvalda í gær þar sem Bláa lóninu var haldið opnu fyrir gestum hafi gert útslagið. „Þetta er ekki réttlátt. Enn og aftur fá aðrir á Svartsengi að opna en ekki við og það kemur enginn með góðan rökstuðning um það af hverju það er. Allir benda á hvorn annan og enginn veit hver gerði hvað. Nú er það víst Grindavíkurnefndin sem hafði lokaorðið segir lögreglustjóri í einu viðtali, erum við að grínast hérna?“ Hún segist telja að sitt fyrirtæki hafi orðið af tekjum upp á rúmar sextíu milljónir króna. Forsvarsmenn fyrirtækjanna séu einhuga um að grípa til aðgerða, fjöldi hafi þegar gefist upp. „Það er ekkert annað í boði. Við erum búin að tapa mörgum milljónum á þessu eina og hálfa ári, næstum því tvö þar sem við höfum hvorki getað haft opið, ekki mátt hafa opið, ekki boðið gestum eða öðrum inn í bæinn og þetta er bara komið nóg.“ Er ekki einhver ógn í þessu að hér sé allt í sprungum? „Ég hef farið á fund með almannavörnum, Veðurstofunni, ég hef farið á marga fundi sem voru ætlaðir okkur sem erum hér áfram og öllum Grindvíkingum og okkur hefur verið tjáð að það er búið að skanna og mynda alla Grindavík, allar götur, aftur og aftur, um leið og það kemur einhver hreyfing þá er hún mynduð.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Settur lögreglustjóri á Suðurnesjum segist ekki hafa látið undan þrýstingi þegar hún ákvað að opna Grindavík almenningi á ný heldur hafi ákvörðunin alfarið byggt á áhættumati af svæðinu. 18. júlí 2025 13:39 Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Íbúar frá Grindavík lokuðu veginum sem liggur að Bláa lónin í mótmælaskyni. Þau eru óánægð með að Bláa lónið sé opið en Grindavíkurbær lokaður. Erlendir ferðamenn óttuðust að missa af flugferðum sínum. Flautað var á forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem kom í heimsókn til Grindavíkur í lögreglufylgd. 17. júlí 2025 12:55 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Íbúar mótmæltu lokun Grindavíkur fyrir gestum í gær. Yfirvöld tilkynntu svo í gærkvöldi að bærinn yrði opinn fyrir gestum í dag. Ferðaþjónustuaðilar og eigendur lítilla og meðalstóra fyrirtækja segja málinu hinsvegar ekki lokið og ætla í skaðabótamál við ríkið. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum sagði í dag að ákvörðunin um að opnun hefði byggt á nýju áhættumati, hún hefði ekki látið undan þrýstingi íbúa. „Þrátt fyrir að ég hafi fullan skilning á gagnrýninni og skil að þetta er hjartans mál fyrir íbúa og okkur á Reykjanesinu þá hefur slíkur þrýstingur eða umræða engin áhrif á ákvarðanatöku lögreglunnar, svo það sé algjörlega skýrt.“ Dagmar Valsdóttir eigandi gistihúss í Grindavík er einn þeirra atvinnurekenda sem hafa rætt við lögmann og ætla nú í skaðabótamál við ríkið. Hún segist lengi hafa íhugað stöðu sína en aðgerðir yfirvalda í gær þar sem Bláa lóninu var haldið opnu fyrir gestum hafi gert útslagið. „Þetta er ekki réttlátt. Enn og aftur fá aðrir á Svartsengi að opna en ekki við og það kemur enginn með góðan rökstuðning um það af hverju það er. Allir benda á hvorn annan og enginn veit hver gerði hvað. Nú er það víst Grindavíkurnefndin sem hafði lokaorðið segir lögreglustjóri í einu viðtali, erum við að grínast hérna?“ Hún segist telja að sitt fyrirtæki hafi orðið af tekjum upp á rúmar sextíu milljónir króna. Forsvarsmenn fyrirtækjanna séu einhuga um að grípa til aðgerða, fjöldi hafi þegar gefist upp. „Það er ekkert annað í boði. Við erum búin að tapa mörgum milljónum á þessu eina og hálfa ári, næstum því tvö þar sem við höfum hvorki getað haft opið, ekki mátt hafa opið, ekki boðið gestum eða öðrum inn í bæinn og þetta er bara komið nóg.“ Er ekki einhver ógn í þessu að hér sé allt í sprungum? „Ég hef farið á fund með almannavörnum, Veðurstofunni, ég hef farið á marga fundi sem voru ætlaðir okkur sem erum hér áfram og öllum Grindvíkingum og okkur hefur verið tjáð að það er búið að skanna og mynda alla Grindavík, allar götur, aftur og aftur, um leið og það kemur einhver hreyfing þá er hún mynduð.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Settur lögreglustjóri á Suðurnesjum segist ekki hafa látið undan þrýstingi þegar hún ákvað að opna Grindavík almenningi á ný heldur hafi ákvörðunin alfarið byggt á áhættumati af svæðinu. 18. júlí 2025 13:39 Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Íbúar frá Grindavík lokuðu veginum sem liggur að Bláa lónin í mótmælaskyni. Þau eru óánægð með að Bláa lónið sé opið en Grindavíkurbær lokaður. Erlendir ferðamenn óttuðust að missa af flugferðum sínum. Flautað var á forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem kom í heimsókn til Grindavíkur í lögreglufylgd. 17. júlí 2025 12:55 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Settur lögreglustjóri á Suðurnesjum segist ekki hafa látið undan þrýstingi þegar hún ákvað að opna Grindavík almenningi á ný heldur hafi ákvörðunin alfarið byggt á áhættumati af svæðinu. 18. júlí 2025 13:39
Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Íbúar frá Grindavík lokuðu veginum sem liggur að Bláa lónin í mótmælaskyni. Þau eru óánægð með að Bláa lónið sé opið en Grindavíkurbær lokaður. Erlendir ferðamenn óttuðust að missa af flugferðum sínum. Flautað var á forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem kom í heimsókn til Grindavíkur í lögreglufylgd. 17. júlí 2025 12:55