Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Agnar Már Másson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 18. júlí 2025 13:39 Margrét Kristín Pálsdóttir, settur lögreglustjóri á Suðurnesjum. Stjr Settur lögreglustjóri á Suðurnesjum segist ekki hafa látið undan þrýstingi þegar hún ákvað að opna Grindavík almenningi á ný heldur hafi ákvörðunin alfarið byggt á áhættumati af svæðinu. Margrét Kristín Pálsdóttir, settur lögreglustjórinn á Suðurnesjum, tilkynnti í gær um ákvörðun um að opna fyrir umferð almennings um Grindavík. Í fyrrakvöld hafði hún aðeins veitt heimamönnum aðgang að bænum og voru atvinnurekendur í bænum og ferðaþjónar ósáttir, ekki síst vegna þess að Bláa lónið hafi fengið að opna. Það bætti svo gráu ofan á svart að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem var á Íslandi í opinberri heimsókn, hafi fengið að aka inn í bæinn í gær. Til rökstuðnings fyrri ákvörðuninni um að hleypa aðeins heimamönnum inn í bæinn vísaði Margrét til draga að áhættumati eftir framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur. „Þá var óvissan talin svo mikil að þetta væri matið,“ segir Margrét í samtali við blaðamann. Nú hafi áhættumatið verið fullunnið en þar er niðurstaðan önnur. „Þá er matið þannig að við gátum treyst okkur til að fá þá ákvörðun inn í bæinn.“ Í matinu er „meðaláhætta“ metin fyrir Grindavík og Svartsengi en ástandið við gossvæðið og sprengjusvæðið við Sundhnúk „óásættanlegt“. Í því mati er meðal annars vísað til mats Veðurstofunnar sem telur „nokkra hættu“ vera á Grindavíkursvæðinu þar sem séu „litlar eða mjög litlar líkur á jarðskjálfta, sprunguhreyfingum, gosopnun, hraunflæði, gjósku og gasmengun og miklar eða mjög miklar líkur á jarðfalli ofan í sprungu“. Hún segir að hættumat taki „heildstætt utan um tiltekinn atburð og metur þar inn í líka mótvægisaðgerðir sem hefur verið farið í,“ segir hún og sem dæmi um „mótvægisaðgerðir“ nefnir hún meðal annars byggingu varnargarða. „Það er líka þannig að þrýstingur eða afstaða manna til slíkra ákvarðana hefur ekki áhrif á svona ákvarðanatöku,“ bætir hún við. Það er að segja að lögreglan hafi ekki látið undan þrýstingi heimamanna, sem mótmæltu takmarkaða aðgenginu harðlega í gær. „Við erum meðvituð líka að vinna eins vel og við getum,“ segir hún. „Það tekur tíma að safna saman upplýsingum. Stundum er það þannig á vissum tímum að það liggja bara vissar upplýsingar fyrir.“ Eldgos og jarðhræringar Lögreglan Grindavík Bláa lónið Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Margrét Kristín Pálsdóttir, settur lögreglustjórinn á Suðurnesjum, tilkynnti í gær um ákvörðun um að opna fyrir umferð almennings um Grindavík. Í fyrrakvöld hafði hún aðeins veitt heimamönnum aðgang að bænum og voru atvinnurekendur í bænum og ferðaþjónar ósáttir, ekki síst vegna þess að Bláa lónið hafi fengið að opna. Það bætti svo gráu ofan á svart að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem var á Íslandi í opinberri heimsókn, hafi fengið að aka inn í bæinn í gær. Til rökstuðnings fyrri ákvörðuninni um að hleypa aðeins heimamönnum inn í bæinn vísaði Margrét til draga að áhættumati eftir framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur. „Þá var óvissan talin svo mikil að þetta væri matið,“ segir Margrét í samtali við blaðamann. Nú hafi áhættumatið verið fullunnið en þar er niðurstaðan önnur. „Þá er matið þannig að við gátum treyst okkur til að fá þá ákvörðun inn í bæinn.“ Í matinu er „meðaláhætta“ metin fyrir Grindavík og Svartsengi en ástandið við gossvæðið og sprengjusvæðið við Sundhnúk „óásættanlegt“. Í því mati er meðal annars vísað til mats Veðurstofunnar sem telur „nokkra hættu“ vera á Grindavíkursvæðinu þar sem séu „litlar eða mjög litlar líkur á jarðskjálfta, sprunguhreyfingum, gosopnun, hraunflæði, gjósku og gasmengun og miklar eða mjög miklar líkur á jarðfalli ofan í sprungu“. Hún segir að hættumat taki „heildstætt utan um tiltekinn atburð og metur þar inn í líka mótvægisaðgerðir sem hefur verið farið í,“ segir hún og sem dæmi um „mótvægisaðgerðir“ nefnir hún meðal annars byggingu varnargarða. „Það er líka þannig að þrýstingur eða afstaða manna til slíkra ákvarðana hefur ekki áhrif á svona ákvarðanatöku,“ bætir hún við. Það er að segja að lögreglan hafi ekki látið undan þrýstingi heimamanna, sem mótmæltu takmarkaða aðgenginu harðlega í gær. „Við erum meðvituð líka að vinna eins vel og við getum,“ segir hún. „Það tekur tíma að safna saman upplýsingum. Stundum er það þannig á vissum tímum að það liggja bara vissar upplýsingar fyrir.“
Eldgos og jarðhræringar Lögreglan Grindavík Bláa lónið Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira