Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Lillý Valgerður Pétursdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 16. júlí 2025 14:41 Sophie og Jana Krebs áttu ekki í neinum vandræðum með að komast að svæðinu. Vísir/Bjarni Tveir erlendir ferðamenn gengu upp að gosstöðvunum, til baka og síðan inn í Grindavík án þess að vera stöðvaðir af lögreglu. Fréttamaður á svæðinu hefur hitt fleiri ferðamenn í Grindavík í dag sem voru ekki stöðvaðir af lögreglu á leið inn í bæinn. Sophie og Jana Krebs, þýskir ferðamenn, segjast í samtali við fréttamann hafa lagt bílaleigubíl sínum á bílastæðinu við Fagradalsfjall og gengið um það bil tveggja kílómetra langa leið að gosstöðvunum og til baka. Systurnar segjast ekki hafa átt í neinum vandræðum með að komast nálægt gosinu. Þær komu að svæðinu um Suðurstrandarveginn og héldu síðan til Grindavíkur, án þess að vera stöðvaðar af lögreglu eða björgunarsveitarmönnum. Nokkrir bílaleigubílar eru á bílastæðinu við Fagradalsfjall. „Við komum hingað fyrir tveimur til þremur klukkutímum. Svo gengum við upp að eldfjallinu og sáum gosið,“ segir önnur systirin. Þær hafi séð fréttir af eldgosinu á Facebook og ákveðið að kíkja suður eftir. Lögreglan á Suðurnesjum sagði í fréttatilkynningu í morgun að Grindavík væri lokuð öllum öðrum en viðbragðsaðilum, starfsmönnum Grindavíkurbæjar, fyrirtækja, verktökum og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa. Fréttamaður sem flutt hefur fréttir úr Grindavík í dag hitti erlenda ferðamenn inni í bænum sem sögðust hafa komið inn Krýsuvíkurmegin. Því virðist sem lokunarpóstar séu ekki fyrir hendi á öllum leiðum inn í bæinn. Myndin er tekin rétt hjá bílastæðunum við Fagradalsfjall. Vísir/Lillý Uppfært: Eftir að fréttin var birt sá fréttamaður stóran bíl, sem virtist vera merktur einhvers konar viðbragðsaðila, mæta á bílastæðið, eiga orðskipti við ferðamenn á Dacia duster bílum, sem eftir orðaskiptin yfirgáfu svæðið. Sumir óku þó í átt að Grindavík. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Sophie og Jana Krebs, þýskir ferðamenn, segjast í samtali við fréttamann hafa lagt bílaleigubíl sínum á bílastæðinu við Fagradalsfjall og gengið um það bil tveggja kílómetra langa leið að gosstöðvunum og til baka. Systurnar segjast ekki hafa átt í neinum vandræðum með að komast nálægt gosinu. Þær komu að svæðinu um Suðurstrandarveginn og héldu síðan til Grindavíkur, án þess að vera stöðvaðar af lögreglu eða björgunarsveitarmönnum. Nokkrir bílaleigubílar eru á bílastæðinu við Fagradalsfjall. „Við komum hingað fyrir tveimur til þremur klukkutímum. Svo gengum við upp að eldfjallinu og sáum gosið,“ segir önnur systirin. Þær hafi séð fréttir af eldgosinu á Facebook og ákveðið að kíkja suður eftir. Lögreglan á Suðurnesjum sagði í fréttatilkynningu í morgun að Grindavík væri lokuð öllum öðrum en viðbragðsaðilum, starfsmönnum Grindavíkurbæjar, fyrirtækja, verktökum og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa. Fréttamaður sem flutt hefur fréttir úr Grindavík í dag hitti erlenda ferðamenn inni í bænum sem sögðust hafa komið inn Krýsuvíkurmegin. Því virðist sem lokunarpóstar séu ekki fyrir hendi á öllum leiðum inn í bæinn. Myndin er tekin rétt hjá bílastæðunum við Fagradalsfjall. Vísir/Lillý Uppfært: Eftir að fréttin var birt sá fréttamaður stóran bíl, sem virtist vera merktur einhvers konar viðbragðsaðila, mæta á bílastæðið, eiga orðskipti við ferðamenn á Dacia duster bílum, sem eftir orðaskiptin yfirgáfu svæðið. Sumir óku þó í átt að Grindavík.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira