Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Lillý Valgerður Pétursdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 16. júlí 2025 14:41 Sophie og Jana Krebs áttu ekki í neinum vandræðum með að komast að svæðinu. Vísir/Bjarni Tveir erlendir ferðamenn gengu upp að gosstöðvunum, til baka og síðan inn í Grindavík án þess að vera stöðvaðir af lögreglu. Fréttamaður á svæðinu hefur hitt fleiri ferðamenn í Grindavík í dag sem voru ekki stöðvaðir af lögreglu á leið inn í bæinn. Sophie og Jana Krebs, þýskir ferðamenn, segjast í samtali við fréttamann hafa lagt bílaleigubíl sínum á bílastæðinu við Fagradalsfjall og gengið um það bil tveggja kílómetra langa leið að gosstöðvunum og til baka. Systurnar segjast ekki hafa átt í neinum vandræðum með að komast nálægt gosinu. Þær komu að svæðinu um Suðurstrandarveginn og héldu síðan til Grindavíkur, án þess að vera stöðvaðar af lögreglu eða björgunarsveitarmönnum. Nokkrir bílaleigubílar eru á bílastæðinu við Fagradalsfjall. „Við komum hingað fyrir tveimur til þremur klukkutímum. Svo gengum við upp að eldfjallinu og sáum gosið,“ segir önnur systirin. Þær hafi séð fréttir af eldgosinu á Facebook og ákveðið að kíkja suður eftir. Lögreglan á Suðurnesjum sagði í fréttatilkynningu í morgun að Grindavík væri lokuð öllum öðrum en viðbragðsaðilum, starfsmönnum Grindavíkurbæjar, fyrirtækja, verktökum og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa. Fréttamaður sem flutt hefur fréttir úr Grindavík í dag hitti erlenda ferðamenn inni í bænum sem sögðust hafa komið inn Krýsuvíkurmegin. Því virðist sem lokunarpóstar séu ekki fyrir hendi á öllum leiðum inn í bæinn. Myndin er tekin rétt hjá bílastæðunum við Fagradalsfjall. Vísir/Lillý Uppfært: Eftir að fréttin var birt sá fréttamaður stóran bíl, sem virtist vera merktur einhvers konar viðbragðsaðila, mæta á bílastæðið, eiga orðskipti við ferðamenn á Dacia duster bílum, sem eftir orðaskiptin yfirgáfu svæðið. Sumir óku þó í átt að Grindavík. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Sophie og Jana Krebs, þýskir ferðamenn, segjast í samtali við fréttamann hafa lagt bílaleigubíl sínum á bílastæðinu við Fagradalsfjall og gengið um það bil tveggja kílómetra langa leið að gosstöðvunum og til baka. Systurnar segjast ekki hafa átt í neinum vandræðum með að komast nálægt gosinu. Þær komu að svæðinu um Suðurstrandarveginn og héldu síðan til Grindavíkur, án þess að vera stöðvaðar af lögreglu eða björgunarsveitarmönnum. Nokkrir bílaleigubílar eru á bílastæðinu við Fagradalsfjall. „Við komum hingað fyrir tveimur til þremur klukkutímum. Svo gengum við upp að eldfjallinu og sáum gosið,“ segir önnur systirin. Þær hafi séð fréttir af eldgosinu á Facebook og ákveðið að kíkja suður eftir. Lögreglan á Suðurnesjum sagði í fréttatilkynningu í morgun að Grindavík væri lokuð öllum öðrum en viðbragðsaðilum, starfsmönnum Grindavíkurbæjar, fyrirtækja, verktökum og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa. Fréttamaður sem flutt hefur fréttir úr Grindavík í dag hitti erlenda ferðamenn inni í bænum sem sögðust hafa komið inn Krýsuvíkurmegin. Því virðist sem lokunarpóstar séu ekki fyrir hendi á öllum leiðum inn í bæinn. Myndin er tekin rétt hjá bílastæðunum við Fagradalsfjall. Vísir/Lillý Uppfært: Eftir að fréttin var birt sá fréttamaður stóran bíl, sem virtist vera merktur einhvers konar viðbragðsaðila, mæta á bílastæðið, eiga orðskipti við ferðamenn á Dacia duster bílum, sem eftir orðaskiptin yfirgáfu svæðið. Sumir óku þó í átt að Grindavík.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira