Fallegt og ekkert smágos Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. júlí 2025 06:39 Halldór Björnsson, fagstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofu Íslands. Vísir/RAX Sérfræðingur Veðurstofunnar sem flaug með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir gosið í morgun segir gosið ekki stórt en þó alls ekkert smágos. Það sé fallegt og á heppilegum stað. „Þetta er svona miðlungs gos og fallegt gos. Þetta eru kannski 750 til 900 rúmmetrar á sekúndu, sem er helmingur eða þriðjungur af þeim gosum sem við höfum verið að fá upp á síðkastið, fyrir utan allra síðasta gos sem var ákaflega lítið,“ segir Halldór Björnsson, fagstjóri á Veðurstofunni, beðinn um að lýsa því sem blasti við á Reykjanesskaga. Hann segir sprunguna um það bil kílómeters langa og ná frá Stóra-Skógfelli og til norðausturs. „Megnið af hrauninu er að renna í áttina að Fagradalsfjalli og það er farið að bunkast upp að fjallinu þar sem það hefur náð lengst. Mjög lítið af hrauni rennur til vesturs og það þýðir að hraunið er að mestu að renna á stað þar sem eru engir innviðir og ekkert fyrir,“ segir Halldór. Staðsetningin sé því heppileg. Farið að draga aðeins úr gosinu Kvikumagnið sem hafði safnast saman undir Svartsengi var um 2/3 hluti þess sem hafði safnast þar saman fyrir síðasta gos. Aðspurður hvort eitthvað sé hægt að segja til um líftíma gossins bendir hann á að það hafi í það minnsta ekki byrjað mjög sterkt og að þegar hafi aðeins dregið úr því.„Yfirleitt dregur úr þeim á þessum upphafsdegi og það er sú mynd sem maður býst við. En það má ekki gleyma því að allra fyrstu gosunum og í Fagradalsfjalli byrjaði þetta ákaflega lítið en entist í 180 daga. Þannig það er ekki alveg hægt að draga ályktunina strax.“ Halldór tók þessa mynd af gosinu í þyrluferðinni í nótt.mynd/halldór Björnsson Þú sagðir að gosið væri fallegt - hvernig þá? „Þetta er gossprunga sem eru um kílómeters löng og brotin niður. Þetta er ekki samfelldur goshryggur heldur brotnar hann upp og liggur örlítið á ská og hver skálínan tekur við af annarri. Það er mjög fallegt að sjá. Hins vegar leggur mjög mikinn mökk af þessu gosi.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
„Þetta er svona miðlungs gos og fallegt gos. Þetta eru kannski 750 til 900 rúmmetrar á sekúndu, sem er helmingur eða þriðjungur af þeim gosum sem við höfum verið að fá upp á síðkastið, fyrir utan allra síðasta gos sem var ákaflega lítið,“ segir Halldór Björnsson, fagstjóri á Veðurstofunni, beðinn um að lýsa því sem blasti við á Reykjanesskaga. Hann segir sprunguna um það bil kílómeters langa og ná frá Stóra-Skógfelli og til norðausturs. „Megnið af hrauninu er að renna í áttina að Fagradalsfjalli og það er farið að bunkast upp að fjallinu þar sem það hefur náð lengst. Mjög lítið af hrauni rennur til vesturs og það þýðir að hraunið er að mestu að renna á stað þar sem eru engir innviðir og ekkert fyrir,“ segir Halldór. Staðsetningin sé því heppileg. Farið að draga aðeins úr gosinu Kvikumagnið sem hafði safnast saman undir Svartsengi var um 2/3 hluti þess sem hafði safnast þar saman fyrir síðasta gos. Aðspurður hvort eitthvað sé hægt að segja til um líftíma gossins bendir hann á að það hafi í það minnsta ekki byrjað mjög sterkt og að þegar hafi aðeins dregið úr því.„Yfirleitt dregur úr þeim á þessum upphafsdegi og það er sú mynd sem maður býst við. En það má ekki gleyma því að allra fyrstu gosunum og í Fagradalsfjalli byrjaði þetta ákaflega lítið en entist í 180 daga. Þannig það er ekki alveg hægt að draga ályktunina strax.“ Halldór tók þessa mynd af gosinu í þyrluferðinni í nótt.mynd/halldór Björnsson Þú sagðir að gosið væri fallegt - hvernig þá? „Þetta er gossprunga sem eru um kílómeters löng og brotin niður. Þetta er ekki samfelldur goshryggur heldur brotnar hann upp og liggur örlítið á ská og hver skálínan tekur við af annarri. Það er mjög fallegt að sjá. Hins vegar leggur mjög mikinn mökk af þessu gosi.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira