Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Árni Jóhannsson skrifar 13. júlí 2025 18:26 Björn Daníel skoraði tvö mörk í dag gegn KA og lék vel í heild í leiknum. Vísir/Anton Brink Fyrirliði FH, Björn Daníel Sverrisson, leiddi lið sitt til stórsigurs gegn KA í 15. umferð Bestu deildar karla í Kaplakrika í dag. Hann skoraði fyrstu tvö mörkin, vonaði að móðir hans lumaði á tveimur Laufeyjar Múmínbollum og lagði línuna fyrir heimsókn FH til Vals eftir tvær vikur. Björn var spurður að því hvað FH gerði vel í kvöld. „Við bara taka sénsana okkar þegar við fengum þá. Mér fannst við full opnir þegar við vorum að missa boltann í fyrri hálfleik, fannst lítil þolinmæði í okkur en mér fannst við gera betur í seinni hálfleik. Sérstaklega þegar við unnum boltann þá var nóg af svæðum til að fara í og nýttum sénsana. Það er langt síðan ég vann fótboltaleik 5-0 og það er gott að geta farið komið út af og setið síðustu 15 og horft á leikinn alveg slakur.“ FH spilaði hart á mót KA í dag þó að gulu spjöldin hafi ekki verið nema tvö. Þeir létu vel fyrir sér finna og var Björn spurður að því hvort það hafi verið uppleggið í dag. „Nei, við viljum bara að það sé erfitt að spila á móti okkur og viljum láta finna fyrir okkur. Þetta fer auðvitað eftir línunnni í leiknum og miðað við að við fengum ekki víti í fyrri hálfleik þá mátti ýmislegt“, sagði fyrirliðinn og átti þá líklega við atvikið í lok fyrri hálfleiks þegar Sigurður Bjartur virtist togaður niður þegar hann náði skoti í slá. „Við viljum spila fast og ég veit ekki hvað við fengum mörg gul í dag. Það allavega fór enginn út af með rautt og það er bara flott.“ Björn Daníel skoraði tvö mörk í dag og var spurður út í þau bæði, fyrsta markið var gjöf sem Björn myndi þiggja á hverjum degi og svo hvort hann hafi ekki örugglega skorað seinna markið. „Ég þigg þetta með þökkum. Ég missti boltann aðeins undir mig en ég vissi að markmaðurinn var út úr markinu. Úlfur sem er vanur að skora svona mörk öskraði á mig að skjóta en þetta var ekki fast skot en sem betur fer var búið að vökva völlinn því hnitmiðað var skotið.“ „Það er alltaf gaman að skora og mamma mín var búin að lofa mér því að gefa mér nýja Múmín bollann sem Laufey kom að ef ég myndi skora í dag. Þannig að ég vona að ég fái tvo Múmín bolla. Seinna markið hefði ekki farið inn ef ég hefði ekki skallað hann. Böddi ætlaði að reyna að eigna sér það en ég var fyrir utan línuna þegar ég skallaði hann. Það hefði verið gaman að ná þrennunni en Heimir tók mig út af.“ Var hann svekktur að fá ekki sénsinn að ná þrennunni? „Nei nei, ég hef skorað fjögur í leik og þrennu líka. Ég er búinn að ná þessu og er bara sáttur að ná sigrinum. Við erum að fara í tveggja vikna pásu og náum endurheimt núna. Með Unbroken að sjálfsögðu. Ég er bara sáttur að við vinnum og það er bara flott.“ FH nær að slíta sig örlítið frá fallsvæðinu og var Björn spurður hvort það væri ekki léttir fyrir hann og hans menn. „Já auðvitað. Þetta var virkilega mikilvægur leikur. Við höfum talað um það að við viljum að það sé erfitt að koma í Kaplakrika og við viljum ná í sem flest stig hérna. Það hefur ekki gengið vel á útivöllum þannig að við viljum ná í stigin þegar við komum á heimavöllinn og mikilvægt að ná í þessi þrjú stig núna og slíta okkur aðeins frá þessu. Við spilum næst á móti Val á gervigrasi. Við getum ekki verið að setja hökuna í bringuna og vilja ekki spila á gervigrasi. Við ætlum að mæta í þann leik til að vinna hann líka því þessi deild er jöfn þannig að það þarf ekki mikið til að hífa sig upp töfluna.“ FH Besta deild karla Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Sjá meira
Björn var spurður að því hvað FH gerði vel í kvöld. „Við bara taka sénsana okkar þegar við fengum þá. Mér fannst við full opnir þegar við vorum að missa boltann í fyrri hálfleik, fannst lítil þolinmæði í okkur en mér fannst við gera betur í seinni hálfleik. Sérstaklega þegar við unnum boltann þá var nóg af svæðum til að fara í og nýttum sénsana. Það er langt síðan ég vann fótboltaleik 5-0 og það er gott að geta farið komið út af og setið síðustu 15 og horft á leikinn alveg slakur.“ FH spilaði hart á mót KA í dag þó að gulu spjöldin hafi ekki verið nema tvö. Þeir létu vel fyrir sér finna og var Björn spurður að því hvort það hafi verið uppleggið í dag. „Nei, við viljum bara að það sé erfitt að spila á móti okkur og viljum láta finna fyrir okkur. Þetta fer auðvitað eftir línunnni í leiknum og miðað við að við fengum ekki víti í fyrri hálfleik þá mátti ýmislegt“, sagði fyrirliðinn og átti þá líklega við atvikið í lok fyrri hálfleiks þegar Sigurður Bjartur virtist togaður niður þegar hann náði skoti í slá. „Við viljum spila fast og ég veit ekki hvað við fengum mörg gul í dag. Það allavega fór enginn út af með rautt og það er bara flott.“ Björn Daníel skoraði tvö mörk í dag og var spurður út í þau bæði, fyrsta markið var gjöf sem Björn myndi þiggja á hverjum degi og svo hvort hann hafi ekki örugglega skorað seinna markið. „Ég þigg þetta með þökkum. Ég missti boltann aðeins undir mig en ég vissi að markmaðurinn var út úr markinu. Úlfur sem er vanur að skora svona mörk öskraði á mig að skjóta en þetta var ekki fast skot en sem betur fer var búið að vökva völlinn því hnitmiðað var skotið.“ „Það er alltaf gaman að skora og mamma mín var búin að lofa mér því að gefa mér nýja Múmín bollann sem Laufey kom að ef ég myndi skora í dag. Þannig að ég vona að ég fái tvo Múmín bolla. Seinna markið hefði ekki farið inn ef ég hefði ekki skallað hann. Böddi ætlaði að reyna að eigna sér það en ég var fyrir utan línuna þegar ég skallaði hann. Það hefði verið gaman að ná þrennunni en Heimir tók mig út af.“ Var hann svekktur að fá ekki sénsinn að ná þrennunni? „Nei nei, ég hef skorað fjögur í leik og þrennu líka. Ég er búinn að ná þessu og er bara sáttur að ná sigrinum. Við erum að fara í tveggja vikna pásu og náum endurheimt núna. Með Unbroken að sjálfsögðu. Ég er bara sáttur að við vinnum og það er bara flott.“ FH nær að slíta sig örlítið frá fallsvæðinu og var Björn spurður hvort það væri ekki léttir fyrir hann og hans menn. „Já auðvitað. Þetta var virkilega mikilvægur leikur. Við höfum talað um það að við viljum að það sé erfitt að koma í Kaplakrika og við viljum ná í sem flest stig hérna. Það hefur ekki gengið vel á útivöllum þannig að við viljum ná í stigin þegar við komum á heimavöllinn og mikilvægt að ná í þessi þrjú stig núna og slíta okkur aðeins frá þessu. Við spilum næst á móti Val á gervigrasi. Við getum ekki verið að setja hökuna í bringuna og vilja ekki spila á gervigrasi. Við ætlum að mæta í þann leik til að vinna hann líka því þessi deild er jöfn þannig að það þarf ekki mikið til að hífa sig upp töfluna.“
FH Besta deild karla Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Sjá meira